Lokakappræður Macron og Le Pen: Hnattvæðing og hryðjuverk í brennidepli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2017 23:30 Kappræðurnar í kvöld voru síðasta tækifæri beggja frambjóðenda til þess að sannfæra franska kjósendur. Vísir/EPA Forsetaframbjóðendurnir Marine Le Pen og Emmanuel Macron tókust á í kvöld í lokasjónvarpskappræðum fyrir frönsku forsetakosningarnar sem haldnar verða á laugardaginn, 7. maí. Þar bar hæst umræða frambjóðandanna um stöðu Frakklands í alþjóðasamfélaginu, hnattvæðingu og hryðjuverk. Fyrstu kannanir gefa til kynna að Frökkum hafi þótt Macron meira sannfærandi í kappræðunum. Í kappræðunum lagði Le Pen áherslu á að gera mikið úr bakgrunni Macron og fyrrum starfa hans sem bankamaður og stuðningi hans við „gegndarlausa hnattvæðingu“. Hún sagði Macron í raun vera „glottandi bankamann.“Herra Macron er frambjóðandi hnattvæðingar sem er án hafta, Uber-væðingar, félagslegrar grimmdar, og slátrunar efnahagslegra hagsmuna Frakklands fyrir stórfyrirtæki. Þá lagði hún mikið upp úr því að spyrða Macron við núverandi forseta landsins, Francois Hollande, en hann er meðal óvinsælustu forseta í sögu Frakklands. Macron var efnahagsráðherra í ríkisstjórn Hollande um skamman tíma. Að sama skapi sakaði Macron hana um að leggja ekki á borðið neinar lausnir, heldur einungis benda á það sem illa hefði farið í Frakklandi. Aðferðir þínar miðast við að segja fullt af lygum, halda þig einfaldlega við að benda á það sem er ekki að ganga upp í landinu og ala þannig á ótta í hjörtum Frakka. Le Pen sakaði Macron jafnframt um að gefa hættunni af hryðjuverkum íslamskra öfgamanna, ekki nægilegan gaum. Macron svaraði því fullum hálsi og líkti Le Pen við snákaolíusölumann, þegar hann gagnrýndi tillögur Le Pen um lokun landamæra Frakklands. Fyrstu skoðanakannanir á frammistöðu frambjóðandanna í kappræðunum, benda til þess að Macron hafi farið með nauman sigur af hólmi. Samkvæmt könnun BFM sjónvarpsstöðvarinnar, þóttu 63 prósentum Frakka, sem að Macron hefði verið meira sannfærandi í kvöld. Báðir frambjóðendur hafa nú róið að því öllum árum að fá óákveðna kjósendur til þess að kjósa sig og var Le Pen til að mynda sökuð um að hafa stolið hluta úr ræðu Francois Fillon, frambjóðenda Repúblikana.Kannanir benda flestar til stórsigurs Macron í kosningunum, sem fara fram á laugardaginn, en forsetaframbjóðendur Repúblikana og Sósíalista hafa hvatt stuðningsmenn sína til þess að styðja Macron, til að halda Le Pen frá völdum. Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir Marine Le Pen og Emmanuel Macron tókust á í kvöld í lokasjónvarpskappræðum fyrir frönsku forsetakosningarnar sem haldnar verða á laugardaginn, 7. maí. Þar bar hæst umræða frambjóðandanna um stöðu Frakklands í alþjóðasamfélaginu, hnattvæðingu og hryðjuverk. Fyrstu kannanir gefa til kynna að Frökkum hafi þótt Macron meira sannfærandi í kappræðunum. Í kappræðunum lagði Le Pen áherslu á að gera mikið úr bakgrunni Macron og fyrrum starfa hans sem bankamaður og stuðningi hans við „gegndarlausa hnattvæðingu“. Hún sagði Macron í raun vera „glottandi bankamann.“Herra Macron er frambjóðandi hnattvæðingar sem er án hafta, Uber-væðingar, félagslegrar grimmdar, og slátrunar efnahagslegra hagsmuna Frakklands fyrir stórfyrirtæki. Þá lagði hún mikið upp úr því að spyrða Macron við núverandi forseta landsins, Francois Hollande, en hann er meðal óvinsælustu forseta í sögu Frakklands. Macron var efnahagsráðherra í ríkisstjórn Hollande um skamman tíma. Að sama skapi sakaði Macron hana um að leggja ekki á borðið neinar lausnir, heldur einungis benda á það sem illa hefði farið í Frakklandi. Aðferðir þínar miðast við að segja fullt af lygum, halda þig einfaldlega við að benda á það sem er ekki að ganga upp í landinu og ala þannig á ótta í hjörtum Frakka. Le Pen sakaði Macron jafnframt um að gefa hættunni af hryðjuverkum íslamskra öfgamanna, ekki nægilegan gaum. Macron svaraði því fullum hálsi og líkti Le Pen við snákaolíusölumann, þegar hann gagnrýndi tillögur Le Pen um lokun landamæra Frakklands. Fyrstu skoðanakannanir á frammistöðu frambjóðandanna í kappræðunum, benda til þess að Macron hafi farið með nauman sigur af hólmi. Samkvæmt könnun BFM sjónvarpsstöðvarinnar, þóttu 63 prósentum Frakka, sem að Macron hefði verið meira sannfærandi í kvöld. Báðir frambjóðendur hafa nú róið að því öllum árum að fá óákveðna kjósendur til þess að kjósa sig og var Le Pen til að mynda sökuð um að hafa stolið hluta úr ræðu Francois Fillon, frambjóðenda Repúblikana.Kannanir benda flestar til stórsigurs Macron í kosningunum, sem fara fram á laugardaginn, en forsetaframbjóðendur Repúblikana og Sósíalista hafa hvatt stuðningsmenn sína til þess að styðja Macron, til að halda Le Pen frá völdum.
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira