Filippus prins hættir öllum opinberum erindagjörðum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. maí 2017 09:08 Filippus er 95 ára gamall Vísir/Getty Filippus prins hefur tilkynnt að hann muni hætta öllum opinberum erindagjörðum í haust. Filippus, sem mun fagna 96 ára afmæli sínu í næsta mánuði, ákvað sjálfur að stíga til hliðar og nýtur stuðnings eiginkonu sinnar. Hann mun sinna öllum skyldum sínum þangað til í ágúst þegar hann hættir formlega afskiptum af opinberum skyldum krúnunnar. Þetta var tilkynnt í kjölfar fundar með hátt settu starfsfólki bresku krúnunnar í Buckingham höll í morgun. Orðrómur fór á kreik í morgun um að prinsinn væri látinn, meðal annars eftir að breski miðillinn The Sun birti óvart frétt um andlát hans. Filippus var í gær viðstaddur vígslu nýrrar krikketstúku og sagði þar einn af sínum uppáhalds bröndurum um að hann sé heimsins dýrasti minnisvarðaafhjúpari. Filippus vann alls 110 daga árið 2016 og er hann fimmti uppteknasti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar. Hann er meðlimur, formaður eða velunnari 780 samtaka. Hann mun áfram leggja nafn sitt við samtökin og líklega mun hann velja að koma fram endrum og eins en ekki jafn oft og áður. Filippus og Elísabet héldu upp á 70 ára brúðkaupsafmæli sitt í Nóvember síðastliðnum. Elísabet Bretadrottning er þó hvergi nærri hætt. Hún mun halda áfram starfi sínu af fullum krafti, samkvæmt Buckinghamhöll. Filippus heimsótti Ísland árið 1964 og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skemmtliegt myndband frá heimsókninni. Kóngafólk Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Filippus prins hefur tilkynnt að hann muni hætta öllum opinberum erindagjörðum í haust. Filippus, sem mun fagna 96 ára afmæli sínu í næsta mánuði, ákvað sjálfur að stíga til hliðar og nýtur stuðnings eiginkonu sinnar. Hann mun sinna öllum skyldum sínum þangað til í ágúst þegar hann hættir formlega afskiptum af opinberum skyldum krúnunnar. Þetta var tilkynnt í kjölfar fundar með hátt settu starfsfólki bresku krúnunnar í Buckingham höll í morgun. Orðrómur fór á kreik í morgun um að prinsinn væri látinn, meðal annars eftir að breski miðillinn The Sun birti óvart frétt um andlát hans. Filippus var í gær viðstaddur vígslu nýrrar krikketstúku og sagði þar einn af sínum uppáhalds bröndurum um að hann sé heimsins dýrasti minnisvarðaafhjúpari. Filippus vann alls 110 daga árið 2016 og er hann fimmti uppteknasti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar. Hann er meðlimur, formaður eða velunnari 780 samtaka. Hann mun áfram leggja nafn sitt við samtökin og líklega mun hann velja að koma fram endrum og eins en ekki jafn oft og áður. Filippus og Elísabet héldu upp á 70 ára brúðkaupsafmæli sitt í Nóvember síðastliðnum. Elísabet Bretadrottning er þó hvergi nærri hætt. Hún mun halda áfram starfi sínu af fullum krafti, samkvæmt Buckinghamhöll. Filippus heimsótti Ísland árið 1964 og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skemmtliegt myndband frá heimsókninni.
Kóngafólk Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira