Macron ætlar í mál gegn þeim sem ásaka hann um að eiga aflandsfélag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Emmanuel Macron á fundi með stuðningsmönnum í Albi í gær. Nordicphotos/AFP Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche! í Frakklandi, tilkynnti í gær að hann ætlaði í mál gegn fjölmiðlum sem segja hann eiga aflandsfélag í Karíbahafinu. Greinir BBC frá því að saksóknarar í París rannsaki nú málið. „Við munum ekki hika við að sækja þá til saka sem dreifa þessum rógburði,“ sagði starfsmaður framboðs Macrons í samtali við frönsku fréttastofuna AFP í gær. Ásakanir um að Macron eigi dularfullt aflandsfélag fóru á flug á netmiðlum íhaldsmanna sem og á samfélagsmiðlum í vikunni. Á einni slíkri síðu, Zero Hedge, segir að Macron eigi aflandsfélag á eynni Nevis. Félag hans hafi átt í viðskiptum við fyrirtæki sem hafi áður gerst sekt um skattsvik. Deilt hefur verið um ágæti Zero Hedge og hún verið kölluð falsfréttasíða. Sjálfur tjáði Macron sig um fréttirnar í útvarpsviðtali í gær. Sagði hann þær falskar og lognar. Enn fremur væru sumar fréttasíðurnar sem fluttu fréttir af meintu aflandsfélagi nátengdar rússneskum hagsmunahópum.Marine Le Pen.vísir/EPAMarine Le Pen, andstæðingur Macrons og frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, vakti máls á ásökununum í sjónvarpskappræðum þeirra á miðvikudag. „Ég vona að við komumst ekki að því að þú eigir aflandsfélag. Ég vona það,“ sagði Le Pen. „Nei, fröken Le Pen, af því að það er rógburður,“ svaraði Macron. Kannanir gerðar á þeim sem horfðu á kappræðurnar birtust í gær. Segir í könnun BFMTV að 63 prósentum áhorfenda hafi þótt Macron standa sig betur. Þá hefði 58 prósentum kjósenda sósíalistans Jean-Luc Mélenchon litist betur á Macron og 58 prósentum kjósenda íhaldsmannsins Francois Fillon. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem BBC tekur saman mælist Macron nú með 59 prósenta fylgi en Le Pen 41 prósent. Kosið verður á sunnudag. Macron vonast líklega til þess að stuðningsyfirlýsing Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, tryggi honum fylgi en Obama lýsti opinberlega yfir stuðningi við Frakkann í gær. Slíka stuðningsyfirlýsingu fékk Le Pen ekki í gær. Hún þurfti hins vegar að þola eggjakast og hróp mótmælenda þegar hún var að tala við kjósendur. Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche! í Frakklandi, tilkynnti í gær að hann ætlaði í mál gegn fjölmiðlum sem segja hann eiga aflandsfélag í Karíbahafinu. Greinir BBC frá því að saksóknarar í París rannsaki nú málið. „Við munum ekki hika við að sækja þá til saka sem dreifa þessum rógburði,“ sagði starfsmaður framboðs Macrons í samtali við frönsku fréttastofuna AFP í gær. Ásakanir um að Macron eigi dularfullt aflandsfélag fóru á flug á netmiðlum íhaldsmanna sem og á samfélagsmiðlum í vikunni. Á einni slíkri síðu, Zero Hedge, segir að Macron eigi aflandsfélag á eynni Nevis. Félag hans hafi átt í viðskiptum við fyrirtæki sem hafi áður gerst sekt um skattsvik. Deilt hefur verið um ágæti Zero Hedge og hún verið kölluð falsfréttasíða. Sjálfur tjáði Macron sig um fréttirnar í útvarpsviðtali í gær. Sagði hann þær falskar og lognar. Enn fremur væru sumar fréttasíðurnar sem fluttu fréttir af meintu aflandsfélagi nátengdar rússneskum hagsmunahópum.Marine Le Pen.vísir/EPAMarine Le Pen, andstæðingur Macrons og frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, vakti máls á ásökununum í sjónvarpskappræðum þeirra á miðvikudag. „Ég vona að við komumst ekki að því að þú eigir aflandsfélag. Ég vona það,“ sagði Le Pen. „Nei, fröken Le Pen, af því að það er rógburður,“ svaraði Macron. Kannanir gerðar á þeim sem horfðu á kappræðurnar birtust í gær. Segir í könnun BFMTV að 63 prósentum áhorfenda hafi þótt Macron standa sig betur. Þá hefði 58 prósentum kjósenda sósíalistans Jean-Luc Mélenchon litist betur á Macron og 58 prósentum kjósenda íhaldsmannsins Francois Fillon. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem BBC tekur saman mælist Macron nú með 59 prósenta fylgi en Le Pen 41 prósent. Kosið verður á sunnudag. Macron vonast líklega til þess að stuðningsyfirlýsing Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, tryggi honum fylgi en Obama lýsti opinberlega yfir stuðningi við Frakkann í gær. Slíka stuðningsyfirlýsingu fékk Le Pen ekki í gær. Hún þurfti hins vegar að þola eggjakast og hróp mótmælenda þegar hún var að tala við kjósendur.
Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira