Macron ætlar í mál gegn þeim sem ásaka hann um að eiga aflandsfélag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Emmanuel Macron á fundi með stuðningsmönnum í Albi í gær. Nordicphotos/AFP Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche! í Frakklandi, tilkynnti í gær að hann ætlaði í mál gegn fjölmiðlum sem segja hann eiga aflandsfélag í Karíbahafinu. Greinir BBC frá því að saksóknarar í París rannsaki nú málið. „Við munum ekki hika við að sækja þá til saka sem dreifa þessum rógburði,“ sagði starfsmaður framboðs Macrons í samtali við frönsku fréttastofuna AFP í gær. Ásakanir um að Macron eigi dularfullt aflandsfélag fóru á flug á netmiðlum íhaldsmanna sem og á samfélagsmiðlum í vikunni. Á einni slíkri síðu, Zero Hedge, segir að Macron eigi aflandsfélag á eynni Nevis. Félag hans hafi átt í viðskiptum við fyrirtæki sem hafi áður gerst sekt um skattsvik. Deilt hefur verið um ágæti Zero Hedge og hún verið kölluð falsfréttasíða. Sjálfur tjáði Macron sig um fréttirnar í útvarpsviðtali í gær. Sagði hann þær falskar og lognar. Enn fremur væru sumar fréttasíðurnar sem fluttu fréttir af meintu aflandsfélagi nátengdar rússneskum hagsmunahópum.Marine Le Pen.vísir/EPAMarine Le Pen, andstæðingur Macrons og frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, vakti máls á ásökununum í sjónvarpskappræðum þeirra á miðvikudag. „Ég vona að við komumst ekki að því að þú eigir aflandsfélag. Ég vona það,“ sagði Le Pen. „Nei, fröken Le Pen, af því að það er rógburður,“ svaraði Macron. Kannanir gerðar á þeim sem horfðu á kappræðurnar birtust í gær. Segir í könnun BFMTV að 63 prósentum áhorfenda hafi þótt Macron standa sig betur. Þá hefði 58 prósentum kjósenda sósíalistans Jean-Luc Mélenchon litist betur á Macron og 58 prósentum kjósenda íhaldsmannsins Francois Fillon. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem BBC tekur saman mælist Macron nú með 59 prósenta fylgi en Le Pen 41 prósent. Kosið verður á sunnudag. Macron vonast líklega til þess að stuðningsyfirlýsing Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, tryggi honum fylgi en Obama lýsti opinberlega yfir stuðningi við Frakkann í gær. Slíka stuðningsyfirlýsingu fékk Le Pen ekki í gær. Hún þurfti hins vegar að þola eggjakast og hróp mótmælenda þegar hún var að tala við kjósendur. Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche! í Frakklandi, tilkynnti í gær að hann ætlaði í mál gegn fjölmiðlum sem segja hann eiga aflandsfélag í Karíbahafinu. Greinir BBC frá því að saksóknarar í París rannsaki nú málið. „Við munum ekki hika við að sækja þá til saka sem dreifa þessum rógburði,“ sagði starfsmaður framboðs Macrons í samtali við frönsku fréttastofuna AFP í gær. Ásakanir um að Macron eigi dularfullt aflandsfélag fóru á flug á netmiðlum íhaldsmanna sem og á samfélagsmiðlum í vikunni. Á einni slíkri síðu, Zero Hedge, segir að Macron eigi aflandsfélag á eynni Nevis. Félag hans hafi átt í viðskiptum við fyrirtæki sem hafi áður gerst sekt um skattsvik. Deilt hefur verið um ágæti Zero Hedge og hún verið kölluð falsfréttasíða. Sjálfur tjáði Macron sig um fréttirnar í útvarpsviðtali í gær. Sagði hann þær falskar og lognar. Enn fremur væru sumar fréttasíðurnar sem fluttu fréttir af meintu aflandsfélagi nátengdar rússneskum hagsmunahópum.Marine Le Pen.vísir/EPAMarine Le Pen, andstæðingur Macrons og frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, vakti máls á ásökununum í sjónvarpskappræðum þeirra á miðvikudag. „Ég vona að við komumst ekki að því að þú eigir aflandsfélag. Ég vona það,“ sagði Le Pen. „Nei, fröken Le Pen, af því að það er rógburður,“ svaraði Macron. Kannanir gerðar á þeim sem horfðu á kappræðurnar birtust í gær. Segir í könnun BFMTV að 63 prósentum áhorfenda hafi þótt Macron standa sig betur. Þá hefði 58 prósentum kjósenda sósíalistans Jean-Luc Mélenchon litist betur á Macron og 58 prósentum kjósenda íhaldsmannsins Francois Fillon. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem BBC tekur saman mælist Macron nú með 59 prósenta fylgi en Le Pen 41 prósent. Kosið verður á sunnudag. Macron vonast líklega til þess að stuðningsyfirlýsing Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, tryggi honum fylgi en Obama lýsti opinberlega yfir stuðningi við Frakkann í gær. Slíka stuðningsyfirlýsingu fékk Le Pen ekki í gær. Hún þurfti hins vegar að þola eggjakast og hróp mótmælenda þegar hún var að tala við kjósendur.
Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira