Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna leigir íbúð undir kjarnorkukóða í Trump-turni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2017 23:07 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, býr í Trump-turni ásamt fjölskyldu sinni. Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa í hyggju að leigja íbúð í Trump-turni fyrir starfsemi herskrifstofu Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem fréttastofa Reuters hefur komist í tæri við. Turninn er eitt af helstu kennileitum New York borgar. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur þar aðsetur en turninn er jafnframt í eigu hans. Herskrifstofa Bandaríkjanna sér um og gætir hins svokallaða „kjarnorkufótbolta,“ skjalatösku sem gerir forseta Bandaríkjanna kleift að veita umboð fyrir kjarnorkuárás þegar hann er staddur annars staðar en í sérstökum stjórnunarmiðstöðvum. Þá veitir skrifstofan forsetanum öruggar samskiptaleiðir hvar sem hann er staddur. Í bréfinu er sérstaklega tekið fram að Trump muni sjálfur ekki hljóta neinn ávinning af leigunni. Ekki fengust upplýsingar um það hvort sambærilegar ráðstafanir yrðu gerðar á stöðum sem Trump heimsækir reglulega, þar á meðal í Mar-a-Lago, afdrepi hans í Flórída, og á golfvelli í New Jersey, þar sem forsetinn er staddur nú um helgina.Demókratar áhyggjufullir yfir samningnum Í bréfinu sem James MacStravic, starfsmaður varnarmálaráðuneytisins, sendi í byrjun mars segir að hann hafi samþykkt leiguna á íbúðinni eftir að hafa ráðfært sig við herskrifstofuna. Þá vildu embættismenn viðriðnir málið hvorki tjá sig um kostnað við leigusamninginn né hverjir væru eigendur íbúðarinnar. Útskýrt er í bréfinu að herskrifstofa Hvíta hússins, deild innan varnarmálaráðuneytisins, „óskaði eftir samþykki fyrir því að leigja rými í Trump-turni fyrir starfslið, sem ráðið væri til að aðstoða forsetann þegar hann er staddur á sínu persónulega heimili.“ Þá er enn fremur fullyrt að þessi tilhögun sé í takt við það sem tíðkast hefur í tíð fyrri forseta. Þó er ekki ljóst hvort herskrifstofan hafi nokkru sinni áður borgað fyrir leigu á rými, sem ætlað er að hýsa háleynilegan búnað sem forseti þarf á að halda þegar hann er staddur utan Washington. Ekki fengust upplýsingar um málið frá talsmanni Hvíta hússins. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að Donald Trump muni koma til með að græða á leigu íbúðarinnar. „Ég hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna virðist ætla að hafa fjárhagslegan ávinning af samningnum á kostnað varnarmálaráðuneytisins, og að lokum, skattgreiðenda,“ ritaði demókratinn Jackie Speier í bréfi til James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa í hyggju að leigja íbúð í Trump-turni fyrir starfsemi herskrifstofu Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem fréttastofa Reuters hefur komist í tæri við. Turninn er eitt af helstu kennileitum New York borgar. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur þar aðsetur en turninn er jafnframt í eigu hans. Herskrifstofa Bandaríkjanna sér um og gætir hins svokallaða „kjarnorkufótbolta,“ skjalatösku sem gerir forseta Bandaríkjanna kleift að veita umboð fyrir kjarnorkuárás þegar hann er staddur annars staðar en í sérstökum stjórnunarmiðstöðvum. Þá veitir skrifstofan forsetanum öruggar samskiptaleiðir hvar sem hann er staddur. Í bréfinu er sérstaklega tekið fram að Trump muni sjálfur ekki hljóta neinn ávinning af leigunni. Ekki fengust upplýsingar um það hvort sambærilegar ráðstafanir yrðu gerðar á stöðum sem Trump heimsækir reglulega, þar á meðal í Mar-a-Lago, afdrepi hans í Flórída, og á golfvelli í New Jersey, þar sem forsetinn er staddur nú um helgina.Demókratar áhyggjufullir yfir samningnum Í bréfinu sem James MacStravic, starfsmaður varnarmálaráðuneytisins, sendi í byrjun mars segir að hann hafi samþykkt leiguna á íbúðinni eftir að hafa ráðfært sig við herskrifstofuna. Þá vildu embættismenn viðriðnir málið hvorki tjá sig um kostnað við leigusamninginn né hverjir væru eigendur íbúðarinnar. Útskýrt er í bréfinu að herskrifstofa Hvíta hússins, deild innan varnarmálaráðuneytisins, „óskaði eftir samþykki fyrir því að leigja rými í Trump-turni fyrir starfslið, sem ráðið væri til að aðstoða forsetann þegar hann er staddur á sínu persónulega heimili.“ Þá er enn fremur fullyrt að þessi tilhögun sé í takt við það sem tíðkast hefur í tíð fyrri forseta. Þó er ekki ljóst hvort herskrifstofan hafi nokkru sinni áður borgað fyrir leigu á rými, sem ætlað er að hýsa háleynilegan búnað sem forseti þarf á að halda þegar hann er staddur utan Washington. Ekki fengust upplýsingar um málið frá talsmanni Hvíta hússins. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að Donald Trump muni koma til með að græða á leigu íbúðarinnar. „Ég hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna virðist ætla að hafa fjárhagslegan ávinning af samningnum á kostnað varnarmálaráðuneytisins, og að lokum, skattgreiðenda,“ ritaði demókratinn Jackie Speier í bréfi til James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira