Innlent

Verjandi Thomasar vill mat bæklunarlæknis og réttarmeinafræðings

Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Thomas Møller Olsen við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum.
Thomas Møller Olsen við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum. vísir/vilhelm

Verjandi Thomas Frederik Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, lagði í morgun fram tvær matsbeiðnir við fyrirtöku í málinu í Héraðsdómi Reykjaness. Annars vegar vill hann fá að leggja fimm spurningar fram fyrir réttarmeinafræðing og hins vegar tvær spurningar fyrir bæklunarlækni.

Verjandinn, Páll Rúnar M. Kristjánsson, vildi í samtali við fréttamann í héraðsdómi ekki upplýsa hvað hann vildi sýna fram á með dómskvöddu matsmönnunum tveimur. Þeir verða dómkvaddir við næstu fyrirtöku í málinu sem verður á þriðjudaginn eftir viku.

Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, í dómsal í morgun. vísir/anton brink

Við fyrirtökuna í morgun lagði Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, sem sækir málið, fram viðbótargreinargerð vegna farsíma Thomasar. Gögnin varða staðsetningar við notkun hans á farsímanum. Hún boðaði að frekari símagögn yrðu lögð fram í málinu.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær aðalmeðferð í málinu fer fram en reikna má með því að það verði í fyrsta lagi í júní. Thomas neitar sök í málinu en auk þess að vera ákærður fyrir manndráp sætir hann ákæru fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning.

Thomas hefur að því er fram kemur í skýrslum lögreglu viðurkennt að hafa verið með Birnu umrætt kvöld, kysst hana en segist ekki hafa banað henni. Hann var ekki viðstaddur fyrirtökuna í morgun.


Tengdar fréttir

Thomas Møller metinn sakhæfur

Thomas Frederik Møller Olsen, þrítugur grænlendingur sem hefur verið ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur neitar enn sökAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.