Skorandi miðvörðurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2017 09:00 Cahill fagnar með Antonio Conte, knattspyrnustjóra Chelsea. vísir/getty Gary Cahill átti skínandi góðan leik þegar Chelsea bar sigurorð af Everton, 0-3, á Goodison Park í gær. Chelsea er því áfram með fjögurra stiga forskot á Tottenham á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Cahill var sterkur í vörninni og var auk þess á skotskónum. Pedro kom Chelsea yfir með glæsilegu marki á 66. mínútu. Á 79. mínútu var röðin svo komin að Cahill sem skoraði með skoti af stuttu færi eftir aukaspyrnu Edens Hazard. Willian kláraði svo dæmið fjórum mínútum fyrir leikslok. Cahill skoraði einnig í 4-2 sigrinum á Southampton á þriðjudaginn og er alls kominn með sex mörk á tímabilinu. Cahill er alltaf duglegur að skora og hefur gert 27 mörk í 317 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. John Terry, samherji Cahills hjá Chelsea, er eini varnarmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur skorað meira (ef mörk úr vítaspyrnum eru dregin frá) en Cahill.Stóru málin eftir helgina í enska boltanum:Stærstu úrslitin Tottenham vann 2-0 sigur á Arsenal í síðasta Norður-Lundúnaslagnum á White Hart Lane. Þessi úrslit tryggja það að Tottenham endar fyrir ofan Arsenal í fyrsta sinn í 22 ár. Sigurinn var líka nauðsynlegur til að halda spennu í toppbaráttunni en Spurs er áfram fjórum stigum á eftir Chelsea.Hvað kom á óvart? Burnley tók upp á því að vinna útileik í fyrsta sinn á tímabilinu þegar liðið bar sigurorð af Crystal Palace á Selhurst Park. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Burnley og nánast tryggir það að liðið verði áfram í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.Mestu vonbrigðin Sunderland féll úr ensku úrvalsdeildinni eftir 0-1 tap fyrir Bournemouth á heimavelli sínum. Sunderland hefur daðrað við fallið undanfarin ár en er nú loksins fallið eftir 10 ára samfellda dvöl í ensku úrvalsdeildinni. Lærisveinar Davids Moyes hafa verið áberandi lakasta lið deildarinnar í vetur. Enski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Gary Cahill átti skínandi góðan leik þegar Chelsea bar sigurorð af Everton, 0-3, á Goodison Park í gær. Chelsea er því áfram með fjögurra stiga forskot á Tottenham á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Cahill var sterkur í vörninni og var auk þess á skotskónum. Pedro kom Chelsea yfir með glæsilegu marki á 66. mínútu. Á 79. mínútu var röðin svo komin að Cahill sem skoraði með skoti af stuttu færi eftir aukaspyrnu Edens Hazard. Willian kláraði svo dæmið fjórum mínútum fyrir leikslok. Cahill skoraði einnig í 4-2 sigrinum á Southampton á þriðjudaginn og er alls kominn með sex mörk á tímabilinu. Cahill er alltaf duglegur að skora og hefur gert 27 mörk í 317 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. John Terry, samherji Cahills hjá Chelsea, er eini varnarmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur skorað meira (ef mörk úr vítaspyrnum eru dregin frá) en Cahill.Stóru málin eftir helgina í enska boltanum:Stærstu úrslitin Tottenham vann 2-0 sigur á Arsenal í síðasta Norður-Lundúnaslagnum á White Hart Lane. Þessi úrslit tryggja það að Tottenham endar fyrir ofan Arsenal í fyrsta sinn í 22 ár. Sigurinn var líka nauðsynlegur til að halda spennu í toppbaráttunni en Spurs er áfram fjórum stigum á eftir Chelsea.Hvað kom á óvart? Burnley tók upp á því að vinna útileik í fyrsta sinn á tímabilinu þegar liðið bar sigurorð af Crystal Palace á Selhurst Park. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Burnley og nánast tryggir það að liðið verði áfram í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.Mestu vonbrigðin Sunderland féll úr ensku úrvalsdeildinni eftir 0-1 tap fyrir Bournemouth á heimavelli sínum. Sunderland hefur daðrað við fallið undanfarin ár en er nú loksins fallið eftir 10 ára samfellda dvöl í ensku úrvalsdeildinni. Lærisveinar Davids Moyes hafa verið áberandi lakasta lið deildarinnar í vetur.
Enski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira