Ljósbogaofn í kísilverinu aldrei virkað sem skyldi Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. apríl 2017 19:00 Ljósbogaofn í kísilverinu í Helguvík hefur aldrei virkað sem skyldi á þeim fimm mánuðum sem verksmiðjan hefur verið starfandi. United Silicon á í viðræðum við framleiðenda ofnsins um galla á ofninum. Á landinu eru sérfræðingar frá norska ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult til að komast að því hvað veldur stöðugri ólykt frá verksmiðjunni. Hér sést (sjá myndskeið) Magnús Garðarsson þáverandi framkvæmdastjóri United Silicon og stærsti hluthafi fyrirtækisins á milli Ragnheiðar Elínar Árnadóttur þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi forsætisráðherra þegar fyrsta skóflustungan að kísilverinu var tekin 27. ágúst 2014. Magnús er nú hættur afskiptum af rekstri fyrirtækisins og hefur yfirgefið stjórn þess. Á rúmum fimm mánuðum sem kísilmálmverksmiðjan hefur verið starfandi hefur Umhverfisstofnun borist hátt í 400 kvartanir frá íbúum Reykjanesbæjar sem búa í nágrenni við verksmiðjuna vegna útblásturs frá henni. Íbúarnir hafa kvartað undan sviða í augum, sviða í hálsi, ertingu í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti. Ekkert þeirra fimm efna sem sóttvarnalæknir telur að geti útskýrt einkenni íbúanna komu fram í gögnum sem lögð voru fram vegna umhverfismats á verksmiðjunni á sínum tíma. Í verksmiðjunni er 32 MW ljósbogaofn, hannaður og byggður af suður-afríska fyrirtækinu Tenova Pyromet á Ítalíu. Annar framleiðslubúnaður verksmiðjunnar er einnig frá Tenova Pyromet, þar á meðal viðamikið reykhreinsivirki. Búnaðurinn hefur aldrei virkað sem skyldi þá fimm mánuði sem verksmiðjan hefur verið starfandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar á United Silicon í viðræðum við Tenova Pyromet um viðgerðir á ofninum og öðrum búnaði í verksmiðjunni. Þá komu til landsins í gær tvær sérfræðingar frá norska ráðgjafarfyrirtækiu Multiconsult til að komast að því hvað veldur stöðugri ólykt frá kísilverinu. Umhverfisstofnun hefur tilkynnt United Silicon um stöðvun á starfsemi verksmiðjunnar um óákveðinn tíma frá og með morgundeginum nema andmæli berist sem stofnunin metur gild. Þær upplýsingar fengust hjá United Silicon í dag að tekin yrði ákvörðun í fyrramálið um hvort lögð verði fram andmæli við ákvörðun stofnunarinnar. United Silicon Tengdar fréttir ÍAV krefur kísilverið um tvo milljarða Deila ÍAV og United Silicon verður útkljáð fyrir gerðardómi á næstu mánuðum. Krafa verktakafyrirtækisins vegna meintra vanefnda hljóðar upp á rúma tvo milljarða króna. Forstjóri ÍAV vonar að niðurstaða fáist í byrjun sumars. 20. apríl 2017 07:00 Kvarta undan ertingu í lungum og kláða í andliti vegna kísilvers í Helguvík Kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík verður lokað um óákveðinn tíma frá og með næsta föstudegi samkvæmt ákvörðun Umhverfisstofnunar. 19. apríl 2017 18:45 Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54 Óttuðust um líf sitt vegna lélegs aðbúnaðar í kísilverinu Starfsmenn kísilversins í Helguvík hafa ítrekað kvartað undan öryggismálum í verksmiðjunni og hafa sumir hverjir óttast um líf sitt í vinnunni. Þetta segir formaður verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur. Hann segir að illa hafi gengið að bregðast við kvörtunum og segist óttast að verksmiðjan hafi aldrei verið tilbúin áður en hún hóf starfsemi 20. apríl 2017 13:00 Kísilóværa Bréf Umhverfisstofnunar til United Silicon um stöðvun rekstrar vegna mengunar sem stafar frá kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík er skuggaleg og á köflum óþægileg lesning. 20. apríl 2017 07:00 Umhverfisstofnun fyrirskipar lokun á kísilveri United Silicon Umhverfisstofnun hefur sent United Silicon bréf þess efnis að slökkva skuli á ljósbogaofni verksmiðjunnar. 19. apríl 2017 13:30 Stærsti eigandi United Silicon farinn úr stjórn kísilversins Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon í Helguvík, er hættur í stjórn kísilversins. Lögmaðurinn Auðun Helgason sem átti þar einnig sæti fyrir hönd Magnúsar og meðfjárfesta hans, er einnig farinn út. 19. apríl 2017 08:30 Skella átti í lás hjá United Silicon fyrir páska Umhverfisstofnun tilkynnti United Silicon bréflega fyrir páska að ekki yrði komist hjá því að stöðva starfsemi verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. 19. apríl 2017 05:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Ljósbogaofn í kísilverinu í Helguvík hefur aldrei virkað sem skyldi á þeim fimm mánuðum sem verksmiðjan hefur verið starfandi. United Silicon á í viðræðum við framleiðenda ofnsins um galla á ofninum. Á landinu eru sérfræðingar frá norska ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult til að komast að því hvað veldur stöðugri ólykt frá verksmiðjunni. Hér sést (sjá myndskeið) Magnús Garðarsson þáverandi framkvæmdastjóri United Silicon og stærsti hluthafi fyrirtækisins á milli Ragnheiðar Elínar Árnadóttur þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi forsætisráðherra þegar fyrsta skóflustungan að kísilverinu var tekin 27. ágúst 2014. Magnús er nú hættur afskiptum af rekstri fyrirtækisins og hefur yfirgefið stjórn þess. Á rúmum fimm mánuðum sem kísilmálmverksmiðjan hefur verið starfandi hefur Umhverfisstofnun borist hátt í 400 kvartanir frá íbúum Reykjanesbæjar sem búa í nágrenni við verksmiðjuna vegna útblásturs frá henni. Íbúarnir hafa kvartað undan sviða í augum, sviða í hálsi, ertingu í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti. Ekkert þeirra fimm efna sem sóttvarnalæknir telur að geti útskýrt einkenni íbúanna komu fram í gögnum sem lögð voru fram vegna umhverfismats á verksmiðjunni á sínum tíma. Í verksmiðjunni er 32 MW ljósbogaofn, hannaður og byggður af suður-afríska fyrirtækinu Tenova Pyromet á Ítalíu. Annar framleiðslubúnaður verksmiðjunnar er einnig frá Tenova Pyromet, þar á meðal viðamikið reykhreinsivirki. Búnaðurinn hefur aldrei virkað sem skyldi þá fimm mánuði sem verksmiðjan hefur verið starfandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar á United Silicon í viðræðum við Tenova Pyromet um viðgerðir á ofninum og öðrum búnaði í verksmiðjunni. Þá komu til landsins í gær tvær sérfræðingar frá norska ráðgjafarfyrirtækiu Multiconsult til að komast að því hvað veldur stöðugri ólykt frá kísilverinu. Umhverfisstofnun hefur tilkynnt United Silicon um stöðvun á starfsemi verksmiðjunnar um óákveðinn tíma frá og með morgundeginum nema andmæli berist sem stofnunin metur gild. Þær upplýsingar fengust hjá United Silicon í dag að tekin yrði ákvörðun í fyrramálið um hvort lögð verði fram andmæli við ákvörðun stofnunarinnar.
United Silicon Tengdar fréttir ÍAV krefur kísilverið um tvo milljarða Deila ÍAV og United Silicon verður útkljáð fyrir gerðardómi á næstu mánuðum. Krafa verktakafyrirtækisins vegna meintra vanefnda hljóðar upp á rúma tvo milljarða króna. Forstjóri ÍAV vonar að niðurstaða fáist í byrjun sumars. 20. apríl 2017 07:00 Kvarta undan ertingu í lungum og kláða í andliti vegna kísilvers í Helguvík Kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík verður lokað um óákveðinn tíma frá og með næsta föstudegi samkvæmt ákvörðun Umhverfisstofnunar. 19. apríl 2017 18:45 Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54 Óttuðust um líf sitt vegna lélegs aðbúnaðar í kísilverinu Starfsmenn kísilversins í Helguvík hafa ítrekað kvartað undan öryggismálum í verksmiðjunni og hafa sumir hverjir óttast um líf sitt í vinnunni. Þetta segir formaður verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur. Hann segir að illa hafi gengið að bregðast við kvörtunum og segist óttast að verksmiðjan hafi aldrei verið tilbúin áður en hún hóf starfsemi 20. apríl 2017 13:00 Kísilóværa Bréf Umhverfisstofnunar til United Silicon um stöðvun rekstrar vegna mengunar sem stafar frá kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík er skuggaleg og á köflum óþægileg lesning. 20. apríl 2017 07:00 Umhverfisstofnun fyrirskipar lokun á kísilveri United Silicon Umhverfisstofnun hefur sent United Silicon bréf þess efnis að slökkva skuli á ljósbogaofni verksmiðjunnar. 19. apríl 2017 13:30 Stærsti eigandi United Silicon farinn úr stjórn kísilversins Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon í Helguvík, er hættur í stjórn kísilversins. Lögmaðurinn Auðun Helgason sem átti þar einnig sæti fyrir hönd Magnúsar og meðfjárfesta hans, er einnig farinn út. 19. apríl 2017 08:30 Skella átti í lás hjá United Silicon fyrir páska Umhverfisstofnun tilkynnti United Silicon bréflega fyrir páska að ekki yrði komist hjá því að stöðva starfsemi verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. 19. apríl 2017 05:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
ÍAV krefur kísilverið um tvo milljarða Deila ÍAV og United Silicon verður útkljáð fyrir gerðardómi á næstu mánuðum. Krafa verktakafyrirtækisins vegna meintra vanefnda hljóðar upp á rúma tvo milljarða króna. Forstjóri ÍAV vonar að niðurstaða fáist í byrjun sumars. 20. apríl 2017 07:00
Kvarta undan ertingu í lungum og kláða í andliti vegna kísilvers í Helguvík Kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík verður lokað um óákveðinn tíma frá og með næsta föstudegi samkvæmt ákvörðun Umhverfisstofnunar. 19. apríl 2017 18:45
Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54
Óttuðust um líf sitt vegna lélegs aðbúnaðar í kísilverinu Starfsmenn kísilversins í Helguvík hafa ítrekað kvartað undan öryggismálum í verksmiðjunni og hafa sumir hverjir óttast um líf sitt í vinnunni. Þetta segir formaður verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur. Hann segir að illa hafi gengið að bregðast við kvörtunum og segist óttast að verksmiðjan hafi aldrei verið tilbúin áður en hún hóf starfsemi 20. apríl 2017 13:00
Kísilóværa Bréf Umhverfisstofnunar til United Silicon um stöðvun rekstrar vegna mengunar sem stafar frá kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík er skuggaleg og á köflum óþægileg lesning. 20. apríl 2017 07:00
Umhverfisstofnun fyrirskipar lokun á kísilveri United Silicon Umhverfisstofnun hefur sent United Silicon bréf þess efnis að slökkva skuli á ljósbogaofni verksmiðjunnar. 19. apríl 2017 13:30
Stærsti eigandi United Silicon farinn úr stjórn kísilversins Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon í Helguvík, er hættur í stjórn kísilversins. Lögmaðurinn Auðun Helgason sem átti þar einnig sæti fyrir hönd Magnúsar og meðfjárfesta hans, er einnig farinn út. 19. apríl 2017 08:30
Skella átti í lás hjá United Silicon fyrir páska Umhverfisstofnun tilkynnti United Silicon bréflega fyrir páska að ekki yrði komist hjá því að stöðva starfsemi verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. 19. apríl 2017 05:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent