Innlent

Umhverfisstofnun fyrirskipar lokun á kísilveri United Silicon

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Fjöldi kvartana bárust Umhverfisstofnun fyrir páska vegna kísilversins.
Fjöldi kvartana bárust Umhverfisstofnun fyrir páska vegna kísilversins. Mynd/Eyþór
Umhverfisstofnun hefur fyrirskipað að stöðva skuli starfsemi kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Þetta kemur fram í bréfi sem stofnunin sendi forsvarsmönnum fyrirtækisins í gær. United Silicon hefur til föstudags til að andmæla lokun Umhverfisstofnunar.

„Bréfið sem var sent í gær kveður á um stöðvun starfsemi verksmiðjunnar,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. „Í ljósi þessara nýju upplýsinga sem gefa til kynna að það sé mikil óstöðugleiki í [ljósbogaofninum] framkalli það líka lyktaráhrif og að fólk sé að finna fyrir óþægindum.“

Starfsemi versmiðjunnar hefur þegar verið stöðvuð vegna brunans sem kom upp í verksmiðjunni aðfaranótt þriðjudags.

Sjá: „Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík“

„Stöðvunin miðast þá við það að ekki verði ræst á ný nema í samráði við Umhverfisstofnun,“ segir Sigrún. Þá gerir hún ráð fyrir því að halda þurfi áfram greiningarvinnu á svæðinu og í því skyni gæti þurft að endurræsa ofninn til að halda greiningarvinnu áfram en það yrði ekki gert án kynningar.

Í bréfi Umhverfisstofnunar til United Silicon fyrir páska kom einnig fram kvörtunum íbúa hafði dagana fyrir páska fjölgað mjög. Segir að þann 11. apríl hafi borist fjölmargar kvartanir en í kvörtunum er lýst afgerandi ólykt. Á tveimur dögum bárust rúmlega 80 kvartanir eða ábendingar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×