Hollande segir frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen: Stuðningsmenn Macron sigurvissir Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. apríl 2017 20:15 Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur lýst yfir stuðningi við miðjumanninn Emmanuel Macron, sem mun keppa við Marine Le Pen frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar um forsetaembættið í síðari hluta frönsku forsetakosninganna í næsta mánuði. Í ávarpi í dag sagði hann frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen og hvatti fólk til að hafna henni og greiða Macron atkvæði sitt. Ekki voru allir á eitt sáttir með úrslit næturinnar, en eftir að ljóst varð að miðjumaðurinn Macron og hin hægrisinnaða Le Pen kæmust áfram í aðra umferð forsetakosninganna brutust út mótmæli vinstrimanna víða um götur Parísar. Stuðningsmenn Le Pen fögnuðu henni ákaft eftir að úrslitin urðu ljós. Í ræðu sinni þakkaði hún stuðningsmönnum sínum og biðlaði til kjósenda þeirra frambjóðenda sem ekki komust áfram að styðja sig í síðari umferð kosninganna. Emmanuel Macron þakkaði einnig sínum stuðningsmönnum sem fögnuðu ákaft. „Þetta var frábært. Hann náði meira fylgi en Le Pen og það verður frábært ef hann verður forseti,“ sagði ung stuðningskona Macron í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Þá ræddum við einnig við tvo sjálfboðaliða úr liði Macron. „Við höfum verið að dreifa bæklingum og ganga hús úr húsi svo við erum mjög hamingjusamir með úrslitin í kvöld,“ sagði annar þeirra. Macron sagði í ræðu sinni á stuðningsmannafundi í gærkvöldi eftir að úrslitin voru ljós að hann vildi sameina frönsku þjóðina. Hvort honum tekst að gera það sem forseti verður að koma í ljós. Jeff Wittenberg er þraulreyndur franskur fréttamaður sem sérhæfir sig í stjórnmálaumfjöllun. Hann segir allar líkur á að Macron verði næsti forseti Frakklands. „Það virðist nokkuð ljóst að Le Pen nær ekki kjöri því bæði Fillon, og Hamon þó hann hafi ekki fengið nema rúm sex prósent, hafa báðir sagt að þeir muni styðja Macron. Ég held að meirihluti Frakka vilji ekki þjóðernissinna við völd. Við sáum Brexit og Donald Trump en ég held ekki að það sama muni gerast í Frakklandi.“ Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur lýst yfir stuðningi við miðjumanninn Emmanuel Macron, sem mun keppa við Marine Le Pen frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar um forsetaembættið í síðari hluta frönsku forsetakosninganna í næsta mánuði. Í ávarpi í dag sagði hann frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen og hvatti fólk til að hafna henni og greiða Macron atkvæði sitt. Ekki voru allir á eitt sáttir með úrslit næturinnar, en eftir að ljóst varð að miðjumaðurinn Macron og hin hægrisinnaða Le Pen kæmust áfram í aðra umferð forsetakosninganna brutust út mótmæli vinstrimanna víða um götur Parísar. Stuðningsmenn Le Pen fögnuðu henni ákaft eftir að úrslitin urðu ljós. Í ræðu sinni þakkaði hún stuðningsmönnum sínum og biðlaði til kjósenda þeirra frambjóðenda sem ekki komust áfram að styðja sig í síðari umferð kosninganna. Emmanuel Macron þakkaði einnig sínum stuðningsmönnum sem fögnuðu ákaft. „Þetta var frábært. Hann náði meira fylgi en Le Pen og það verður frábært ef hann verður forseti,“ sagði ung stuðningskona Macron í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Þá ræddum við einnig við tvo sjálfboðaliða úr liði Macron. „Við höfum verið að dreifa bæklingum og ganga hús úr húsi svo við erum mjög hamingjusamir með úrslitin í kvöld,“ sagði annar þeirra. Macron sagði í ræðu sinni á stuðningsmannafundi í gærkvöldi eftir að úrslitin voru ljós að hann vildi sameina frönsku þjóðina. Hvort honum tekst að gera það sem forseti verður að koma í ljós. Jeff Wittenberg er þraulreyndur franskur fréttamaður sem sérhæfir sig í stjórnmálaumfjöllun. Hann segir allar líkur á að Macron verði næsti forseti Frakklands. „Það virðist nokkuð ljóst að Le Pen nær ekki kjöri því bæði Fillon, og Hamon þó hann hafi ekki fengið nema rúm sex prósent, hafa báðir sagt að þeir muni styðja Macron. Ég held að meirihluti Frakka vilji ekki þjóðernissinna við völd. Við sáum Brexit og Donald Trump en ég held ekki að það sama muni gerast í Frakklandi.“
Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira