Hollande segir frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen: Stuðningsmenn Macron sigurvissir Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. apríl 2017 20:15 Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur lýst yfir stuðningi við miðjumanninn Emmanuel Macron, sem mun keppa við Marine Le Pen frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar um forsetaembættið í síðari hluta frönsku forsetakosninganna í næsta mánuði. Í ávarpi í dag sagði hann frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen og hvatti fólk til að hafna henni og greiða Macron atkvæði sitt. Ekki voru allir á eitt sáttir með úrslit næturinnar, en eftir að ljóst varð að miðjumaðurinn Macron og hin hægrisinnaða Le Pen kæmust áfram í aðra umferð forsetakosninganna brutust út mótmæli vinstrimanna víða um götur Parísar. Stuðningsmenn Le Pen fögnuðu henni ákaft eftir að úrslitin urðu ljós. Í ræðu sinni þakkaði hún stuðningsmönnum sínum og biðlaði til kjósenda þeirra frambjóðenda sem ekki komust áfram að styðja sig í síðari umferð kosninganna. Emmanuel Macron þakkaði einnig sínum stuðningsmönnum sem fögnuðu ákaft. „Þetta var frábært. Hann náði meira fylgi en Le Pen og það verður frábært ef hann verður forseti,“ sagði ung stuðningskona Macron í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Þá ræddum við einnig við tvo sjálfboðaliða úr liði Macron. „Við höfum verið að dreifa bæklingum og ganga hús úr húsi svo við erum mjög hamingjusamir með úrslitin í kvöld,“ sagði annar þeirra. Macron sagði í ræðu sinni á stuðningsmannafundi í gærkvöldi eftir að úrslitin voru ljós að hann vildi sameina frönsku þjóðina. Hvort honum tekst að gera það sem forseti verður að koma í ljós. Jeff Wittenberg er þraulreyndur franskur fréttamaður sem sérhæfir sig í stjórnmálaumfjöllun. Hann segir allar líkur á að Macron verði næsti forseti Frakklands. „Það virðist nokkuð ljóst að Le Pen nær ekki kjöri því bæði Fillon, og Hamon þó hann hafi ekki fengið nema rúm sex prósent, hafa báðir sagt að þeir muni styðja Macron. Ég held að meirihluti Frakka vilji ekki þjóðernissinna við völd. Við sáum Brexit og Donald Trump en ég held ekki að það sama muni gerast í Frakklandi.“ Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur lýst yfir stuðningi við miðjumanninn Emmanuel Macron, sem mun keppa við Marine Le Pen frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar um forsetaembættið í síðari hluta frönsku forsetakosninganna í næsta mánuði. Í ávarpi í dag sagði hann frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen og hvatti fólk til að hafna henni og greiða Macron atkvæði sitt. Ekki voru allir á eitt sáttir með úrslit næturinnar, en eftir að ljóst varð að miðjumaðurinn Macron og hin hægrisinnaða Le Pen kæmust áfram í aðra umferð forsetakosninganna brutust út mótmæli vinstrimanna víða um götur Parísar. Stuðningsmenn Le Pen fögnuðu henni ákaft eftir að úrslitin urðu ljós. Í ræðu sinni þakkaði hún stuðningsmönnum sínum og biðlaði til kjósenda þeirra frambjóðenda sem ekki komust áfram að styðja sig í síðari umferð kosninganna. Emmanuel Macron þakkaði einnig sínum stuðningsmönnum sem fögnuðu ákaft. „Þetta var frábært. Hann náði meira fylgi en Le Pen og það verður frábært ef hann verður forseti,“ sagði ung stuðningskona Macron í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Þá ræddum við einnig við tvo sjálfboðaliða úr liði Macron. „Við höfum verið að dreifa bæklingum og ganga hús úr húsi svo við erum mjög hamingjusamir með úrslitin í kvöld,“ sagði annar þeirra. Macron sagði í ræðu sinni á stuðningsmannafundi í gærkvöldi eftir að úrslitin voru ljós að hann vildi sameina frönsku þjóðina. Hvort honum tekst að gera það sem forseti verður að koma í ljós. Jeff Wittenberg er þraulreyndur franskur fréttamaður sem sérhæfir sig í stjórnmálaumfjöllun. Hann segir allar líkur á að Macron verði næsti forseti Frakklands. „Það virðist nokkuð ljóst að Le Pen nær ekki kjöri því bæði Fillon, og Hamon þó hann hafi ekki fengið nema rúm sex prósent, hafa báðir sagt að þeir muni styðja Macron. Ég held að meirihluti Frakka vilji ekki þjóðernissinna við völd. Við sáum Brexit og Donald Trump en ég held ekki að það sama muni gerast í Frakklandi.“
Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira