Hollande segir frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen: Stuðningsmenn Macron sigurvissir Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. apríl 2017 20:15 Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur lýst yfir stuðningi við miðjumanninn Emmanuel Macron, sem mun keppa við Marine Le Pen frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar um forsetaembættið í síðari hluta frönsku forsetakosninganna í næsta mánuði. Í ávarpi í dag sagði hann frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen og hvatti fólk til að hafna henni og greiða Macron atkvæði sitt. Ekki voru allir á eitt sáttir með úrslit næturinnar, en eftir að ljóst varð að miðjumaðurinn Macron og hin hægrisinnaða Le Pen kæmust áfram í aðra umferð forsetakosninganna brutust út mótmæli vinstrimanna víða um götur Parísar. Stuðningsmenn Le Pen fögnuðu henni ákaft eftir að úrslitin urðu ljós. Í ræðu sinni þakkaði hún stuðningsmönnum sínum og biðlaði til kjósenda þeirra frambjóðenda sem ekki komust áfram að styðja sig í síðari umferð kosninganna. Emmanuel Macron þakkaði einnig sínum stuðningsmönnum sem fögnuðu ákaft. „Þetta var frábært. Hann náði meira fylgi en Le Pen og það verður frábært ef hann verður forseti,“ sagði ung stuðningskona Macron í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Þá ræddum við einnig við tvo sjálfboðaliða úr liði Macron. „Við höfum verið að dreifa bæklingum og ganga hús úr húsi svo við erum mjög hamingjusamir með úrslitin í kvöld,“ sagði annar þeirra. Macron sagði í ræðu sinni á stuðningsmannafundi í gærkvöldi eftir að úrslitin voru ljós að hann vildi sameina frönsku þjóðina. Hvort honum tekst að gera það sem forseti verður að koma í ljós. Jeff Wittenberg er þraulreyndur franskur fréttamaður sem sérhæfir sig í stjórnmálaumfjöllun. Hann segir allar líkur á að Macron verði næsti forseti Frakklands. „Það virðist nokkuð ljóst að Le Pen nær ekki kjöri því bæði Fillon, og Hamon þó hann hafi ekki fengið nema rúm sex prósent, hafa báðir sagt að þeir muni styðja Macron. Ég held að meirihluti Frakka vilji ekki þjóðernissinna við völd. Við sáum Brexit og Donald Trump en ég held ekki að það sama muni gerast í Frakklandi.“ Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur lýst yfir stuðningi við miðjumanninn Emmanuel Macron, sem mun keppa við Marine Le Pen frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar um forsetaembættið í síðari hluta frönsku forsetakosninganna í næsta mánuði. Í ávarpi í dag sagði hann frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen og hvatti fólk til að hafna henni og greiða Macron atkvæði sitt. Ekki voru allir á eitt sáttir með úrslit næturinnar, en eftir að ljóst varð að miðjumaðurinn Macron og hin hægrisinnaða Le Pen kæmust áfram í aðra umferð forsetakosninganna brutust út mótmæli vinstrimanna víða um götur Parísar. Stuðningsmenn Le Pen fögnuðu henni ákaft eftir að úrslitin urðu ljós. Í ræðu sinni þakkaði hún stuðningsmönnum sínum og biðlaði til kjósenda þeirra frambjóðenda sem ekki komust áfram að styðja sig í síðari umferð kosninganna. Emmanuel Macron þakkaði einnig sínum stuðningsmönnum sem fögnuðu ákaft. „Þetta var frábært. Hann náði meira fylgi en Le Pen og það verður frábært ef hann verður forseti,“ sagði ung stuðningskona Macron í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Þá ræddum við einnig við tvo sjálfboðaliða úr liði Macron. „Við höfum verið að dreifa bæklingum og ganga hús úr húsi svo við erum mjög hamingjusamir með úrslitin í kvöld,“ sagði annar þeirra. Macron sagði í ræðu sinni á stuðningsmannafundi í gærkvöldi eftir að úrslitin voru ljós að hann vildi sameina frönsku þjóðina. Hvort honum tekst að gera það sem forseti verður að koma í ljós. Jeff Wittenberg er þraulreyndur franskur fréttamaður sem sérhæfir sig í stjórnmálaumfjöllun. Hann segir allar líkur á að Macron verði næsti forseti Frakklands. „Það virðist nokkuð ljóst að Le Pen nær ekki kjöri því bæði Fillon, og Hamon þó hann hafi ekki fengið nema rúm sex prósent, hafa báðir sagt að þeir muni styðja Macron. Ég held að meirihluti Frakka vilji ekki þjóðernissinna við völd. Við sáum Brexit og Donald Trump en ég held ekki að það sama muni gerast í Frakklandi.“
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira