Birta myndir frá stærstu heræfingu í sögu Norður-Kóreu Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2017 11:51 Sjónarspilið var mikið KCNA Fyrstu myndirnar frá stærstu heræfingu í sögu Norður-Kóreu, sem blásið var til í gær í tilefni 85 ára afmælis hersins, hafa litið dagsins ljós. Á myndunum má sjá langar raðir af hverskyns hertólum, svo sem skriðdrekum og fallbyssum, meðfram strandlengju skammt frá hafnarborginni Wosnan í austurhluta landsins. Talið er að á bilinu 300 til 400 farartæki hafi verið viðruð á æfingunni, undir vökulu augu einræðisherrans Kim Jong-Un sem fylgdist með herlegheitunum úr glæsikerru sinni - að sögn norður-kóreska ríkisfjölmiðilsins.Einræðisherrann fylgdist grannt með gangi mála.KCNAMiðillinn sparaði ekki stóru orðin í lýsingum sínum af æfingunni og sagði hana til þess fallna að „slá botn í ráðabrugg Bandaríkjanna og kjarnorkukúganir þeirra.“Sjá einnig: Trump býður öllum öldungadeildarþingmönnum til fundar vegna Norður-Kóreu „Árásargeta hersins er takmarkalaus en hann er búinn margvíslegum háþróuðum vopnum, svo sem hárnákvæmum kjarnavopnum og kafbátaloftskeytum,“ sagði í forsíðufrétt málgagnsins Rodong Sinmun á þriðjudag.KCNATalið er að stór hluti hersins hafi sérstaklega verið þjálfaður til þess að ráðast á og verjast innrás frá Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. „Æfing gærdagsins markar lokahnykkinn í vetrarlöngum heræfingu norður-kóreska hersins,“ ályktaði prófessorinn Kim Dong-yub í samtali við hina suður-kóresku fréttastofu Yonhap. Bandaríski herinn hefur sjálfur verið við æfingar við Kóreuskaga að undanförnu. Greint var frá því að kjarnorkukafbáturinn USS Michigan hafi komið að ströndum Suður-Kóreu í gær og bættist þar í hóp flotadeildarinnar sem leidd er af flugmóðurskipinu Carl Vinson.KCNAKCNAKCNAKCNAKCNA Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Fyrstu myndirnar frá stærstu heræfingu í sögu Norður-Kóreu, sem blásið var til í gær í tilefni 85 ára afmælis hersins, hafa litið dagsins ljós. Á myndunum má sjá langar raðir af hverskyns hertólum, svo sem skriðdrekum og fallbyssum, meðfram strandlengju skammt frá hafnarborginni Wosnan í austurhluta landsins. Talið er að á bilinu 300 til 400 farartæki hafi verið viðruð á æfingunni, undir vökulu augu einræðisherrans Kim Jong-Un sem fylgdist með herlegheitunum úr glæsikerru sinni - að sögn norður-kóreska ríkisfjölmiðilsins.Einræðisherrann fylgdist grannt með gangi mála.KCNAMiðillinn sparaði ekki stóru orðin í lýsingum sínum af æfingunni og sagði hana til þess fallna að „slá botn í ráðabrugg Bandaríkjanna og kjarnorkukúganir þeirra.“Sjá einnig: Trump býður öllum öldungadeildarþingmönnum til fundar vegna Norður-Kóreu „Árásargeta hersins er takmarkalaus en hann er búinn margvíslegum háþróuðum vopnum, svo sem hárnákvæmum kjarnavopnum og kafbátaloftskeytum,“ sagði í forsíðufrétt málgagnsins Rodong Sinmun á þriðjudag.KCNATalið er að stór hluti hersins hafi sérstaklega verið þjálfaður til þess að ráðast á og verjast innrás frá Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. „Æfing gærdagsins markar lokahnykkinn í vetrarlöngum heræfingu norður-kóreska hersins,“ ályktaði prófessorinn Kim Dong-yub í samtali við hina suður-kóresku fréttastofu Yonhap. Bandaríski herinn hefur sjálfur verið við æfingar við Kóreuskaga að undanförnu. Greint var frá því að kjarnorkukafbáturinn USS Michigan hafi komið að ströndum Suður-Kóreu í gær og bættist þar í hóp flotadeildarinnar sem leidd er af flugmóðurskipinu Carl Vinson.KCNAKCNAKCNAKCNAKCNA
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira