Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. apríl 2017 14:27 Thomas Møller Olsen tók formlega afstöðu til ákærunnar í dag. Hann lýsti yfir sakleysi sínu í báðum ákæruliðum. vísir/vilhelm Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir breytta afstöðu Thomasar Møller Olsen til stórfellds fíkniefnalagabrots sem hann er ákærður fyrir, hafa komið sér nokkuð á óvart. Thomas, sem hefur játað brotið í yfirheyrslum lögreglu, lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Kolbrún segir í samtali við fréttastofu að væntanlega muni breytt afstaða mannsins skýrast við aðalmeðferð málsins, sem mun að öllum líkindum fara fram í næsta eða þarnæsta mánuði. Hún lagði fram ýmis gögn í málinu, meðal annars símagögn og geðheilbrigðisrannsókn.Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari lagði í dag fram ný gögn í málinu; símagögn og geðheilbrigðisrannsókn yfir Thomasi. Vísir/ValgarðurÞá fór verjandi Thomasar fram á frest til þess að kynna sér gögnin og sagðist í framhaldinu ætla að meta það hvort hann skili inn greinargerð í málinu. Var fresturinn ákveðinn tvær vikur.Huldi andlit sitt Thomas Møller sætir ákæru fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnalagabrot en rúmlega 23 kíló af kannabisefnum fundust í káetu sem hann hafði til umráða í togaranum Polar Nanoq. Hann tók formlega afstöðu til ákærunnar í dag þar sem hann neitaði sök í báðum ákæruliðum. Thomas huldi andlit sitt undir teppi þegar lögreglumenn leiddu hann inn í dómsal klukkan 13 í dag. Hann tók teppið svo af sér þegar dómarinn gekk inn í salinn. Með honum var danskur túlkur sem túlkaði það sem fram fór í salnum. Þinghaldið var um það bil fimmtán mínútna langt. Thomas er sakaður um að hafa slegið Birnu ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar í rauðri Kia Rio bifreið þann 14. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann í framhaldinu varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Birna hlaut af þessu höggáverka á andliti og höfði, auk þess sem hún nefbrotnaði, að því er segir í ákærunni. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir breytta afstöðu Thomasar Møller Olsen til stórfellds fíkniefnalagabrots sem hann er ákærður fyrir, hafa komið sér nokkuð á óvart. Thomas, sem hefur játað brotið í yfirheyrslum lögreglu, lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Kolbrún segir í samtali við fréttastofu að væntanlega muni breytt afstaða mannsins skýrast við aðalmeðferð málsins, sem mun að öllum líkindum fara fram í næsta eða þarnæsta mánuði. Hún lagði fram ýmis gögn í málinu, meðal annars símagögn og geðheilbrigðisrannsókn.Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari lagði í dag fram ný gögn í málinu; símagögn og geðheilbrigðisrannsókn yfir Thomasi. Vísir/ValgarðurÞá fór verjandi Thomasar fram á frest til þess að kynna sér gögnin og sagðist í framhaldinu ætla að meta það hvort hann skili inn greinargerð í málinu. Var fresturinn ákveðinn tvær vikur.Huldi andlit sitt Thomas Møller sætir ákæru fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnalagabrot en rúmlega 23 kíló af kannabisefnum fundust í káetu sem hann hafði til umráða í togaranum Polar Nanoq. Hann tók formlega afstöðu til ákærunnar í dag þar sem hann neitaði sök í báðum ákæruliðum. Thomas huldi andlit sitt undir teppi þegar lögreglumenn leiddu hann inn í dómsal klukkan 13 í dag. Hann tók teppið svo af sér þegar dómarinn gekk inn í salinn. Með honum var danskur túlkur sem túlkaði það sem fram fór í salnum. Þinghaldið var um það bil fimmtán mínútna langt. Thomas er sakaður um að hafa slegið Birnu ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar í rauðri Kia Rio bifreið þann 14. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann í framhaldinu varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Birna hlaut af þessu höggáverka á andliti og höfði, auk þess sem hún nefbrotnaði, að því er segir í ákærunni.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Sjá meira
Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15