Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Flugmóðurskipið Carl Vinson. vísir/epa Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. Eru skipin þar staðsett til að bregðast við eldflaugatilraunum Norður-Kóreu. „Við grátbiðjum aldrei um frið en við munum beita hörðustu gagnaðgerðum gegn þessum ögrandi aðgerðum Bandaríkjamanna. Við munum verja okkur með miklu vopnaafli,“ segir í frétt KCNA sem birt var á ensku. Vísað var í starfsmann utanríkisráðuneytis ríkisins. „Við munum sjá til þess að Bandaríkjamenn beri ábyrgð á hörmulegum afleiðingum sem munu verða vegna svívirðilegra gjörða þeirra,“ segir enn fremur. Í kóreskri útgáfu fréttarinnar kemur fram að ríkið muni ekki missa af tækifærinu til þess að fella heimsveldið með „réttlátum eldi kjarnorkunnar“. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um Norður-Kóreu á Twitter í gær. Sagðist hann hafa látið Xi Jinping, forseta Kína, vita að væntanlegur fríverslunarsamningur ríkjanna yrði betri ef Kínverjar „hjálpuðu til við að leysa Norður-Kóreuvandann“. Trump fundaði með Xi í síðustu viku. „Norður-Kórea er að leita eftir vandræðum. Ef Kínverjar ákveða að hjálpa væri það frábært. Ef ekki þá munum við leysa málin án þeirra!“ segir í tísti Trumps frá því í gær. Þá greindu erlendir miðlar frá því í gær að kínverski herinn hefði sent 150.000 hermenn að landamærunum við Norður-Kóreu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. Eru skipin þar staðsett til að bregðast við eldflaugatilraunum Norður-Kóreu. „Við grátbiðjum aldrei um frið en við munum beita hörðustu gagnaðgerðum gegn þessum ögrandi aðgerðum Bandaríkjamanna. Við munum verja okkur með miklu vopnaafli,“ segir í frétt KCNA sem birt var á ensku. Vísað var í starfsmann utanríkisráðuneytis ríkisins. „Við munum sjá til þess að Bandaríkjamenn beri ábyrgð á hörmulegum afleiðingum sem munu verða vegna svívirðilegra gjörða þeirra,“ segir enn fremur. Í kóreskri útgáfu fréttarinnar kemur fram að ríkið muni ekki missa af tækifærinu til þess að fella heimsveldið með „réttlátum eldi kjarnorkunnar“. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um Norður-Kóreu á Twitter í gær. Sagðist hann hafa látið Xi Jinping, forseta Kína, vita að væntanlegur fríverslunarsamningur ríkjanna yrði betri ef Kínverjar „hjálpuðu til við að leysa Norður-Kóreuvandann“. Trump fundaði með Xi í síðustu viku. „Norður-Kórea er að leita eftir vandræðum. Ef Kínverjar ákveða að hjálpa væri það frábært. Ef ekki þá munum við leysa málin án þeirra!“ segir í tísti Trumps frá því í gær. Þá greindu erlendir miðlar frá því í gær að kínverski herinn hefði sent 150.000 hermenn að landamærunum við Norður-Kóreu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57
Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21