Lærisveinar Mourinhos fara með útivallarmark í seinni leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2017 20:45 Mkhitaryan kemur United yfir. vísir/getty Anderlecht og Manchester United skildu jöfn, 1-1, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. United var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var nálægt því að komast yfir á 19. mínútu þegar Jesse Lingard skaut í stöngina. United náði forystunni á 36. mínútu. Henrikh Mkhitaryan tók þá frákast og skoraði eftir að Ruben, markvörður Anderlecht, varði frá Marcus Rashford. Staðan var 0-1 í hálfleik. Leikmenn Anderlecht voru ákveðnari eftir hlé en ógnuðu ekki mikið. Á 83. mínútu fékk Paul Pogba dauðafæri en Ruben varði frá honum. Það átti eftir að reynast dýrt því Leander Dendoncker jafnaði metin þremur mínútum síðar með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Ivans Obradovic. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-1. Seinni leikurinn fer fram á Old Trafford eftir viku. Hér að neðan má lesa beina textalýsingu frá leiknum.Leik lokið: Ágætis úrslit fyrir United.86. mín: MARK!!! Dendocker jafnar metin með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Obradovic! Fyrsta skot Anderlecht á markið í leiknum.83. mín: Pogba í dauðafæri en Ruben ver! Í kjölfarið fær United horn og Fellaini á skot beint á Ruben.81. mín: Fellaini með skot beint á Ruben.75. mín: Fellaini kemur inn fyrir Rashford sem var mjög góður í fyrri hálfleik. Það er baulað á Fellaini, enda fyrrum leikmaður Standard Liege.63. mín: Martial kemur inn á fyrir Lingard. Fyrsta skipting United í leiknum.55. mín: Mkhitaryan með skot rétt framhjá eftir fyrirgjöf Darmians.50. mín: Valencia bjargar í tvígang eftir harða sókn Anderlecht.Seinni hálfleikur hafinn: Hvernig mæta heimamenn til leiks í seinni hálfleiknum?Fyrri hálfleik lokið: Brych flautar til hálfleiks. United hefur verið mun sterkari aðilinn og forystan er verðskulduð.36. mín: MARK!!! United er komið yfir! Valencia með fyrirgjöf á Rashford sem á fínt skot sem Ruben ver. Mkhitaryan tekur hins vegar frákastið og skorar sitt níunda mark á tímabilinu.29. mín: Mkhitaryan setur Lingard í gegn en Mbodji bjargar með frábærri tæklingu.17. mín: United hársbreidd frá því að komast yfir! Rashford með sendingu inn á teiginn, Zlatan á skot sem Ruben ver en Lingard fylgir á eftir og skýtur boltanum í stöngina.14. mín: Þetta fer nokkuð rólega af stað. Engin teljandi færi litið dagsins ljós.Leikur hafinn: Þýski dómarinn Felix Brych flautar til leiks!Fyrir leik: United sló Saint-Étienne út í 32-liða úrslitum og Rostov í 16-liða úrslitunum. Anderlecht er búið að slá Zenit og APOEL úr leik.Fyrir leik: José Mourinho, knattspyrnustjóri United, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 0-3 sigrinum á Sunderland á sunnudaginn. Antonio Valencia, Marcus Rashford og Michael Carrick koma inn fyrir Ander Herrera, Luke Shaw og Maraoune Fellaini.Fyrir leik:Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá leik Anderlecht og Manchester United í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Evrópudeild UEFA Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sjá meira
Anderlecht og Manchester United skildu jöfn, 1-1, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. United var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var nálægt því að komast yfir á 19. mínútu þegar Jesse Lingard skaut í stöngina. United náði forystunni á 36. mínútu. Henrikh Mkhitaryan tók þá frákast og skoraði eftir að Ruben, markvörður Anderlecht, varði frá Marcus Rashford. Staðan var 0-1 í hálfleik. Leikmenn Anderlecht voru ákveðnari eftir hlé en ógnuðu ekki mikið. Á 83. mínútu fékk Paul Pogba dauðafæri en Ruben varði frá honum. Það átti eftir að reynast dýrt því Leander Dendoncker jafnaði metin þremur mínútum síðar með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Ivans Obradovic. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-1. Seinni leikurinn fer fram á Old Trafford eftir viku. Hér að neðan má lesa beina textalýsingu frá leiknum.Leik lokið: Ágætis úrslit fyrir United.86. mín: MARK!!! Dendocker jafnar metin með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Obradovic! Fyrsta skot Anderlecht á markið í leiknum.83. mín: Pogba í dauðafæri en Ruben ver! Í kjölfarið fær United horn og Fellaini á skot beint á Ruben.81. mín: Fellaini með skot beint á Ruben.75. mín: Fellaini kemur inn fyrir Rashford sem var mjög góður í fyrri hálfleik. Það er baulað á Fellaini, enda fyrrum leikmaður Standard Liege.63. mín: Martial kemur inn á fyrir Lingard. Fyrsta skipting United í leiknum.55. mín: Mkhitaryan með skot rétt framhjá eftir fyrirgjöf Darmians.50. mín: Valencia bjargar í tvígang eftir harða sókn Anderlecht.Seinni hálfleikur hafinn: Hvernig mæta heimamenn til leiks í seinni hálfleiknum?Fyrri hálfleik lokið: Brych flautar til hálfleiks. United hefur verið mun sterkari aðilinn og forystan er verðskulduð.36. mín: MARK!!! United er komið yfir! Valencia með fyrirgjöf á Rashford sem á fínt skot sem Ruben ver. Mkhitaryan tekur hins vegar frákastið og skorar sitt níunda mark á tímabilinu.29. mín: Mkhitaryan setur Lingard í gegn en Mbodji bjargar með frábærri tæklingu.17. mín: United hársbreidd frá því að komast yfir! Rashford með sendingu inn á teiginn, Zlatan á skot sem Ruben ver en Lingard fylgir á eftir og skýtur boltanum í stöngina.14. mín: Þetta fer nokkuð rólega af stað. Engin teljandi færi litið dagsins ljós.Leikur hafinn: Þýski dómarinn Felix Brych flautar til leiks!Fyrir leik: United sló Saint-Étienne út í 32-liða úrslitum og Rostov í 16-liða úrslitunum. Anderlecht er búið að slá Zenit og APOEL úr leik.Fyrir leik: José Mourinho, knattspyrnustjóri United, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 0-3 sigrinum á Sunderland á sunnudaginn. Antonio Valencia, Marcus Rashford og Michael Carrick koma inn fyrir Ander Herrera, Luke Shaw og Maraoune Fellaini.Fyrir leik:Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá leik Anderlecht og Manchester United í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sjá meira