Útlit fyrir sjöttu kjarnorkuvopnatilraun Norður-Kóreu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2017 13:00 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. Vísir/Getty Stjórnvöld í Norður-Kóreu virðast tilbúin að hefja kjarnorkutilraunir sínar í sjötta sinn. Þetta sýna gervihnattarmyndir af tilraunasvæði þeirra. Slíkt myndi auka verulega á spennuna í samskiptum þeirra og Bandaríkjamanna. Síðustu mánuði hafa borist vísbendingar um að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu að undirbúa kjarnorkutilraunir. Leyniþjónustur annarra ríkja hafa fylgst vel með og nú virðast þær sannfærðar um að Norður-Kóreumenn séu tilbúnir að sprengja. Spurningin sé frekar sú hvenær tilraunirnar verði framkvæmdar frekar en hvort. Síðast í gær voru teknar gervihnattarmyndir af tilraunasvæðinu sem þykja staðfesta að undirbúningi þeirra sé að mestu lokið. Ef af verður er þetta í sjötta sinn sem Norður-Kóreumenn gera tilraunir með kjarnorkuvopn. Þær myndu jafnframt magna verulega upp þá spennu sem þegar ríkir í samskiptum Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að bandarísk stjórnvöld komi til með að bregðast hart við kjarnorkutilraunum. Þegar hefur verið sendur fjöldi bandarískra herskipa að Kóreuskaganum. Þeirra á meðal flugmóðurskipið Carl Vinson. Skipin eru meðal annars útbúin langdrægum eldflaugum. Þá hefur Trump beðið kínversk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkutilraunum sínum og skoðaðar hafa verið leiðir til að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Sérfræðingar eru margir á því að dregið gæti til tíðinda á laugardaginn. Þá fagnar almenningur í Norður-Kóreu Degi sólarinnar en það er afmælisdagur Kim Il Sung fyrrum leiðtoga þjóðarinnar. Norður-Kórea Tengdar fréttir N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu virðast tilbúin að hefja kjarnorkutilraunir sínar í sjötta sinn. Þetta sýna gervihnattarmyndir af tilraunasvæði þeirra. Slíkt myndi auka verulega á spennuna í samskiptum þeirra og Bandaríkjamanna. Síðustu mánuði hafa borist vísbendingar um að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu að undirbúa kjarnorkutilraunir. Leyniþjónustur annarra ríkja hafa fylgst vel með og nú virðast þær sannfærðar um að Norður-Kóreumenn séu tilbúnir að sprengja. Spurningin sé frekar sú hvenær tilraunirnar verði framkvæmdar frekar en hvort. Síðast í gær voru teknar gervihnattarmyndir af tilraunasvæðinu sem þykja staðfesta að undirbúningi þeirra sé að mestu lokið. Ef af verður er þetta í sjötta sinn sem Norður-Kóreumenn gera tilraunir með kjarnorkuvopn. Þær myndu jafnframt magna verulega upp þá spennu sem þegar ríkir í samskiptum Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að bandarísk stjórnvöld komi til með að bregðast hart við kjarnorkutilraunum. Þegar hefur verið sendur fjöldi bandarískra herskipa að Kóreuskaganum. Þeirra á meðal flugmóðurskipið Carl Vinson. Skipin eru meðal annars útbúin langdrægum eldflaugum. Þá hefur Trump beðið kínversk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkutilraunum sínum og skoðaðar hafa verið leiðir til að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Sérfræðingar eru margir á því að dregið gæti til tíðinda á laugardaginn. Þá fagnar almenningur í Norður-Kóreu Degi sólarinnar en það er afmælisdagur Kim Il Sung fyrrum leiðtoga þjóðarinnar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57
Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00
Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00