Útlit fyrir sjöttu kjarnorkuvopnatilraun Norður-Kóreu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2017 13:00 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. Vísir/Getty Stjórnvöld í Norður-Kóreu virðast tilbúin að hefja kjarnorkutilraunir sínar í sjötta sinn. Þetta sýna gervihnattarmyndir af tilraunasvæði þeirra. Slíkt myndi auka verulega á spennuna í samskiptum þeirra og Bandaríkjamanna. Síðustu mánuði hafa borist vísbendingar um að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu að undirbúa kjarnorkutilraunir. Leyniþjónustur annarra ríkja hafa fylgst vel með og nú virðast þær sannfærðar um að Norður-Kóreumenn séu tilbúnir að sprengja. Spurningin sé frekar sú hvenær tilraunirnar verði framkvæmdar frekar en hvort. Síðast í gær voru teknar gervihnattarmyndir af tilraunasvæðinu sem þykja staðfesta að undirbúningi þeirra sé að mestu lokið. Ef af verður er þetta í sjötta sinn sem Norður-Kóreumenn gera tilraunir með kjarnorkuvopn. Þær myndu jafnframt magna verulega upp þá spennu sem þegar ríkir í samskiptum Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að bandarísk stjórnvöld komi til með að bregðast hart við kjarnorkutilraunum. Þegar hefur verið sendur fjöldi bandarískra herskipa að Kóreuskaganum. Þeirra á meðal flugmóðurskipið Carl Vinson. Skipin eru meðal annars útbúin langdrægum eldflaugum. Þá hefur Trump beðið kínversk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkutilraunum sínum og skoðaðar hafa verið leiðir til að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Sérfræðingar eru margir á því að dregið gæti til tíðinda á laugardaginn. Þá fagnar almenningur í Norður-Kóreu Degi sólarinnar en það er afmælisdagur Kim Il Sung fyrrum leiðtoga þjóðarinnar. Norður-Kórea Tengdar fréttir N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu virðast tilbúin að hefja kjarnorkutilraunir sínar í sjötta sinn. Þetta sýna gervihnattarmyndir af tilraunasvæði þeirra. Slíkt myndi auka verulega á spennuna í samskiptum þeirra og Bandaríkjamanna. Síðustu mánuði hafa borist vísbendingar um að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu að undirbúa kjarnorkutilraunir. Leyniþjónustur annarra ríkja hafa fylgst vel með og nú virðast þær sannfærðar um að Norður-Kóreumenn séu tilbúnir að sprengja. Spurningin sé frekar sú hvenær tilraunirnar verði framkvæmdar frekar en hvort. Síðast í gær voru teknar gervihnattarmyndir af tilraunasvæðinu sem þykja staðfesta að undirbúningi þeirra sé að mestu lokið. Ef af verður er þetta í sjötta sinn sem Norður-Kóreumenn gera tilraunir með kjarnorkuvopn. Þær myndu jafnframt magna verulega upp þá spennu sem þegar ríkir í samskiptum Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að bandarísk stjórnvöld komi til með að bregðast hart við kjarnorkutilraunum. Þegar hefur verið sendur fjöldi bandarískra herskipa að Kóreuskaganum. Þeirra á meðal flugmóðurskipið Carl Vinson. Skipin eru meðal annars útbúin langdrægum eldflaugum. Þá hefur Trump beðið kínversk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkutilraunum sínum og skoðaðar hafa verið leiðir til að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Sérfræðingar eru margir á því að dregið gæti til tíðinda á laugardaginn. Þá fagnar almenningur í Norður-Kóreu Degi sólarinnar en það er afmælisdagur Kim Il Sung fyrrum leiðtoga þjóðarinnar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57
Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00
Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00