Erlent

Mannskæð sprenging í grennd við Aleppo

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mikill fjöldi flóttamanna situr fastur á Rashidin-svæðinu í útjaðri Aleppo í Sýrlandi eftir að samkomulagi um brottfluttninga var rift.
Mikill fjöldi flóttamanna situr fastur á Rashidin-svæðinu í útjaðri Aleppo í Sýrlandi eftir að samkomulagi um brottfluttninga var rift. Vísir/AFP
Margir eru særðir og einhverjir létust eftir sprengingu í grennd við bílalest sem beið eftir að komast inn í sýrlensku borgina Aleppo í dag. Reuters greinir frá.

Talið er að sprengingin hafi verið sjálfsmorðsárás. Bílarnir sem urðu fyrir sprengingunni voru fullir af íbúum tveggja bæja. Þeir eru hluti af samkomulagi um brottflutning almennra borgara frá stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi.

Samningsaðilar standa nú í deilum um samkomulagið og fjöldi fólks situr því fastur í nágrenni Aleppo. 

Ekki er vitað hversu margir týndu lífi í árásinni. Bílarnir, með fólkið innanborðs, höfðu verið á Rashidin-svæðinu í útjaðri Aleppo síðan á föstudag.

Uppfært kl. 14:19

BBC greinir frá því að sextán manns hafi látist í árásinni.

Uppfært kl. 17:16

Í það minnsta þrjátíu og níu manns eru látnir.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.