Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir sumarkosningar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2017 12:09 Jeremy Corbyn og Nicola Sturgeon á fundi í Frakklandi í fyrra. Vísir/getty Á annað þúsund manns gengu til liðs við breska Frjálslynda flokkinn á fyrsta klukkutímanum eftir að Theresa May tilkynnti um sumarkosningarnar í Bretlandi, þremur árum á undan áætlun. Telja forsvarsmenn flokksins þetta vera til marks um að breska kjósendur þyrsti í að hverfa frá áformum um „hart Brexit“ eins og allt stefni í undir forystu Íhaldsflokksins. „Skráningum hefur stórfjölgað og hafa meðlimir ekki verið fleiri á þessari öld,“ segir í tilkynningu frá flokknum.Sjá einnig: May boðar til kosninga í sumar Forseti flokksins, Sal Brinton, segir í sömu tilkynningu; „Þetta er tíminn fyrir frjálslynda til að standa saman og það er einmit það sem fólk um allt land er að gera. Fjölgunin í flokknum staðfestir að litið er á Frjálslynda flokkinn sem hina raunverulegu andstöðu við þessa íhaldssömu Brexit-ríkisstjórn. Meðan Theresa May reynir að kljúfa þjóðina eru frjálslyndir þeir einu sem berjast fyrir opnu, umburðarlyndu og sameinuðu Bretlandi,“ segir forsetinn í tilkynningunni.We've gained 1000 members in the last hour. This election is your chance to change the direction of our country. pic.twitter.com/8IWDxXA0A1— Lib Dem Press Office (@LibDemPress) April 18, 2017 Tónninn ákveðinn Þrátt fyrir að stutt sé liðið frá tilkynningunni og þó svo að hún hafi komið alveg flatt upp á Verkamannaflokkinn (sem hélt neyðarfund í morgun að blaðamannafundi May loknum) er ljóst að orðræða stjórnarandstæðinga fyrir kosningarnar er farin að taka á sig mynd. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðarflokksins og nú forseti Frjálslynda flokksins hafa öll talað á svipuðum nótum í morgun. Forsætisráðherrann hafi það eitt að markmiði að þröngva Bretum í gegnum hart, sársaukafullt Brexit meðan flokkur hennar nýtur yfirburðafylgis samkvæmt skoðanakönnunum. Sjá einnig: Jeremy Corbyn til í slaginn í sumar Nýjasta könnun YouGov sýnir Íhaldsflokkinn njóta 44% stuðnings, Verkamannaflokkurinn er með 23%, frjálslyndir með 12% og aðrir minna. Þá telur helmingur Breta að Theresa May sé sá leiðtogi stjórnmálaflokks sem sé best til þess fallinn að gegna embætti forsætisráðherra.With the PM calling a general election for 8 June, here's YouGov's most recent voting intentionCon - 44%Lab - 23%LD - 12%UKIP - 10% pic.twitter.com/t6v36qPSrn— YouGov (@YouGov) April 18, 2017 Í þessu ljósi sé því varla hægt að ræða um kosningar í sumar, eðlilegra væri að tala um valdarán eins og einn álitsgjafi Guardian orðar það. Þrátt fyrir það hafa allir fyrrnefndu flokkarnir sagst styðja hugmyndina um kosningar í sumar.Stjórnmálaskýrendur eru á einu máli um að kosningabaráttan verði hörð og reglulega áhugaverð. Þá muni úrslit frönsku forsetakosninganna einnig geta haft töluverð áhrif á niðurstöður sumarkosninganna í Bretlandi. Ef þjóðernissinninn og Evrópusambandsandstæðingurinn Marine Le Pen stendur uppi sem sigurvegari gera álitsgjafar sterklega ráð fyrir að það muni gefa Theresu May og félögum byr undir báða vængi. Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:55 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Á annað þúsund manns gengu til liðs við breska Frjálslynda flokkinn á fyrsta klukkutímanum eftir að Theresa May tilkynnti um sumarkosningarnar í Bretlandi, þremur árum á undan áætlun. Telja forsvarsmenn flokksins þetta vera til marks um að breska kjósendur þyrsti í að hverfa frá áformum um „hart Brexit“ eins og allt stefni í undir forystu Íhaldsflokksins. „Skráningum hefur stórfjölgað og hafa meðlimir ekki verið fleiri á þessari öld,“ segir í tilkynningu frá flokknum.Sjá einnig: May boðar til kosninga í sumar Forseti flokksins, Sal Brinton, segir í sömu tilkynningu; „Þetta er tíminn fyrir frjálslynda til að standa saman og það er einmit það sem fólk um allt land er að gera. Fjölgunin í flokknum staðfestir að litið er á Frjálslynda flokkinn sem hina raunverulegu andstöðu við þessa íhaldssömu Brexit-ríkisstjórn. Meðan Theresa May reynir að kljúfa þjóðina eru frjálslyndir þeir einu sem berjast fyrir opnu, umburðarlyndu og sameinuðu Bretlandi,“ segir forsetinn í tilkynningunni.We've gained 1000 members in the last hour. This election is your chance to change the direction of our country. pic.twitter.com/8IWDxXA0A1— Lib Dem Press Office (@LibDemPress) April 18, 2017 Tónninn ákveðinn Þrátt fyrir að stutt sé liðið frá tilkynningunni og þó svo að hún hafi komið alveg flatt upp á Verkamannaflokkinn (sem hélt neyðarfund í morgun að blaðamannafundi May loknum) er ljóst að orðræða stjórnarandstæðinga fyrir kosningarnar er farin að taka á sig mynd. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðarflokksins og nú forseti Frjálslynda flokksins hafa öll talað á svipuðum nótum í morgun. Forsætisráðherrann hafi það eitt að markmiði að þröngva Bretum í gegnum hart, sársaukafullt Brexit meðan flokkur hennar nýtur yfirburðafylgis samkvæmt skoðanakönnunum. Sjá einnig: Jeremy Corbyn til í slaginn í sumar Nýjasta könnun YouGov sýnir Íhaldsflokkinn njóta 44% stuðnings, Verkamannaflokkurinn er með 23%, frjálslyndir með 12% og aðrir minna. Þá telur helmingur Breta að Theresa May sé sá leiðtogi stjórnmálaflokks sem sé best til þess fallinn að gegna embætti forsætisráðherra.With the PM calling a general election for 8 June, here's YouGov's most recent voting intentionCon - 44%Lab - 23%LD - 12%UKIP - 10% pic.twitter.com/t6v36qPSrn— YouGov (@YouGov) April 18, 2017 Í þessu ljósi sé því varla hægt að ræða um kosningar í sumar, eðlilegra væri að tala um valdarán eins og einn álitsgjafi Guardian orðar það. Þrátt fyrir það hafa allir fyrrnefndu flokkarnir sagst styðja hugmyndina um kosningar í sumar.Stjórnmálaskýrendur eru á einu máli um að kosningabaráttan verði hörð og reglulega áhugaverð. Þá muni úrslit frönsku forsetakosninganna einnig geta haft töluverð áhrif á niðurstöður sumarkosninganna í Bretlandi. Ef þjóðernissinninn og Evrópusambandsandstæðingurinn Marine Le Pen stendur uppi sem sigurvegari gera álitsgjafar sterklega ráð fyrir að það muni gefa Theresu May og félögum byr undir báða vængi.
Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:55 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00
Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00
Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:55