Fox búið að reka Bill O'Reilly Anton Egilsson skrifar 19. apríl 2017 19:24 Bill O'Reilly hefur verið sagt upp störfum á Fox. Nordicphotos/AFP Bandaríska sjónvarpsfréttastöðin Fox hefur sagt þáttastjórnandanum Bill O’Reilly upp störfum hjá stöðinni. Reuters greinir frá þessu. Uppsögnin kemur stuttu eftir að fregnir bárust af því að fimm samstarfskonur O’Reilly hefðu sakað hann um að hafa áreitt sig kynferðislega á vinnustaðnum. Í kjölfarið greiddi O’Reilly, ásamt Fox fyrirtækinu, sáttagreiðslur til kvennanna fimm og námu greiðslurnar þrettán milljónum Bandaríkjadollara. Sjá: Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitniMálin sem um er að ræða hafa komið upp á undanförnum tveimur áratugum. Samkomulag náðist um sáttagreiðslurnar en í stað þeirra lofa konurnar því að „sækja ekki málin frammi fyrir dómstólum eða segja nánar frá þeim.“ O’Reilly stýrði þættinum „The O'Reilly Factor“ á Fox stöðinni og var um að ræða vinsælasta þátt sjónvarpsstöðvarinnar. Eftir að fréttir bárust af ásökununum gáfu ýmis stórfyrirtæki það út að þau væru hætt að kaupa auglýsingar hjá Fox á tímum þar sem þáttur O'Reilly var á dagskrá. Sjá: Stórfyrirtæki neita að auglýsa hjá FoxÍ yfirlýsingu sem O’Reilly birti á heimasíðu sinni sagðist hann hafa innt af hendi sáttagreiðslurnar til að hlífa börnum sínum. „Á tuttugu ára starfsferli mínum hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni, hefur enginn kvartað vegna mín til mannauðsdeildar Fox. Ég er faðir og mér þykir vænt um börnin mín og þess vegna hef ég ákveðið að ganga frá þessum sáttagreiðslum, til þess að hlífa þeim.“ Tengdar fréttir Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilly er sakaður um að hafa kynferðislega áreitt fimm samstarfskonur og hefur borgað 13 milljónir Bandaríkjadollara í sáttagreiðslur. 1. apríl 2017 22:32 Stórfyrirtæki neita að auglýsa hjá Fox vegna fregna af áreitni O'Reilly Ýmis fyrirtæki hafa ákveðið að auglýsa ekki hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni vegna fregna af kynferðislegri áreitni Bill O'Reilly í garð samstarfskvenna. 4. apríl 2017 17:51 Fær meira áhorf eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Ásakanir um að hafa áreitt samstarfsmenn kynferðislega og fréttir um að hafa greitt viðkomandi samstarfsmönnum til að greina ekki frá áreitninni hafa ekki haft áhrif á áhorf á þátt bandaríska fréttamannsins Bill O'Reilly, The O'Reilly Factor. 10. apríl 2017 07:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsfréttastöðin Fox hefur sagt þáttastjórnandanum Bill O’Reilly upp störfum hjá stöðinni. Reuters greinir frá þessu. Uppsögnin kemur stuttu eftir að fregnir bárust af því að fimm samstarfskonur O’Reilly hefðu sakað hann um að hafa áreitt sig kynferðislega á vinnustaðnum. Í kjölfarið greiddi O’Reilly, ásamt Fox fyrirtækinu, sáttagreiðslur til kvennanna fimm og námu greiðslurnar þrettán milljónum Bandaríkjadollara. Sjá: Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitniMálin sem um er að ræða hafa komið upp á undanförnum tveimur áratugum. Samkomulag náðist um sáttagreiðslurnar en í stað þeirra lofa konurnar því að „sækja ekki málin frammi fyrir dómstólum eða segja nánar frá þeim.“ O’Reilly stýrði þættinum „The O'Reilly Factor“ á Fox stöðinni og var um að ræða vinsælasta þátt sjónvarpsstöðvarinnar. Eftir að fréttir bárust af ásökununum gáfu ýmis stórfyrirtæki það út að þau væru hætt að kaupa auglýsingar hjá Fox á tímum þar sem þáttur O'Reilly var á dagskrá. Sjá: Stórfyrirtæki neita að auglýsa hjá FoxÍ yfirlýsingu sem O’Reilly birti á heimasíðu sinni sagðist hann hafa innt af hendi sáttagreiðslurnar til að hlífa börnum sínum. „Á tuttugu ára starfsferli mínum hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni, hefur enginn kvartað vegna mín til mannauðsdeildar Fox. Ég er faðir og mér þykir vænt um börnin mín og þess vegna hef ég ákveðið að ganga frá þessum sáttagreiðslum, til þess að hlífa þeim.“
Tengdar fréttir Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilly er sakaður um að hafa kynferðislega áreitt fimm samstarfskonur og hefur borgað 13 milljónir Bandaríkjadollara í sáttagreiðslur. 1. apríl 2017 22:32 Stórfyrirtæki neita að auglýsa hjá Fox vegna fregna af áreitni O'Reilly Ýmis fyrirtæki hafa ákveðið að auglýsa ekki hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni vegna fregna af kynferðislegri áreitni Bill O'Reilly í garð samstarfskvenna. 4. apríl 2017 17:51 Fær meira áhorf eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Ásakanir um að hafa áreitt samstarfsmenn kynferðislega og fréttir um að hafa greitt viðkomandi samstarfsmönnum til að greina ekki frá áreitninni hafa ekki haft áhrif á áhorf á þátt bandaríska fréttamannsins Bill O'Reilly, The O'Reilly Factor. 10. apríl 2017 07:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilly er sakaður um að hafa kynferðislega áreitt fimm samstarfskonur og hefur borgað 13 milljónir Bandaríkjadollara í sáttagreiðslur. 1. apríl 2017 22:32
Stórfyrirtæki neita að auglýsa hjá Fox vegna fregna af áreitni O'Reilly Ýmis fyrirtæki hafa ákveðið að auglýsa ekki hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni vegna fregna af kynferðislegri áreitni Bill O'Reilly í garð samstarfskvenna. 4. apríl 2017 17:51
Fær meira áhorf eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Ásakanir um að hafa áreitt samstarfsmenn kynferðislega og fréttir um að hafa greitt viðkomandi samstarfsmönnum til að greina ekki frá áreitninni hafa ekki haft áhrif á áhorf á þátt bandaríska fréttamannsins Bill O'Reilly, The O'Reilly Factor. 10. apríl 2017 07:00