Sparar gæslunni 500 milljónir á ári að eiga björgunarþyrlurnar Svavar Hávarðsson skrifar 3. apríl 2017 07:00 Líf er orðin þrítug og verður seld – tveimur leiguþyrlum verður skilað. Fréttablaðið/Anton Allur þyrlufloti Landhelgisgæslunnar verður endurnýjaður á næstu fimm árum, sem er stærsta verkefnið á sviði almanna- og réttaröryggismála sem var kynnt sem hluti fjármálaáætlunar fyrir hið opinbera árin 2018-2022. Kaupverð þeirra eru fjórtán milljarðar króna. Tveimur leiguþyrlum verður skilað og TF-LIF verður seld. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að áformunum sé fagnað. Endurnýjun þyrlukostsins verði ekki umflúin enda sé TF-LIF orðin þrítug. „Þetta skref sé því bæði tímabært og nauðsynlegt,“ segir Sveinn. Tillagan sem er birt í fjármálaáætluninni virðist að öllu eða mestu leyti byggjast á niðurstöðum stýrihóps um þyrlukaup Landhelgisgæslunnar og skilaði af sér árið 2016. Þar segir að líftími björgunarþyrla sé að jafnaði um 30 ár. Leigusamningar vegna leiguvélanna tveggja, TF-GNA og TF-SYN, renna út á árunum 2017 og 2018. Þess utan komst stýrihópurinn að þeirri niðurstöðu að hagkvæmara sé að eiga þyrlur en að leigja þær. Fyrir þrjár þyrlur geti sá kostnaðarmunur numið allt að 500 milljónum króna á ári. Tillaga stýrihópsins var sú að kaupa þrjár þyrlur af svipaðri stærð og LHG er með í sinni þjónustu í dag. Í fjármálaáætluninni segir að núverandi þyrlur séu mismunandi útbúnar sem veldur takmörkunum í starfi og minnkar öryggi. Aðeins önnur leiguþyrlanna er útbúin til leitar og björgunar við íslenskar aðstæður. „Með endurnýjun þyrluflotans eykst rekstraröryggi og hagkvæmni. Nýju þyrlurnar verða útbúnar fullkomnum tækjabúnaði sem gerir þeim enn betur kleift að koma sjófarendum til bjargar og sinna meira álagi í verkefnum á landi, svo sem vegna aukins ferðamannastraums,“ segir þar. Ábyrgðarsvæði Íslands vegna leitar- og björgunar er nær tvöfalt stærra en íslenska efnahagslögsagan. Ein stærsta áskorun málaflokksins er því eftirlit og aðstoð í landhelginni, en einnig fjölgun ferðamanna á landi í vanda. Aukningin sem hefur átt sér stað er farin að hafa áhrif á rekstur LHG og tvísýnt er hvort hægt sé að halda uppi nauðsynlegri þjónustu þar sem áhafnir eru ekki nægilega margar til að bregðast við þessari aukningu, segir í fjármálaáætluninni.Sjö þyrlur til taks til 2006 Fram á árið 2006 voru að jafnaði sjö vel útbúnar björgunarþyrlur staðsettar hérlendis. Á vegum bandaríska hersins í Keflavík voru fimm og tvær á vegum Íslendinga. Árið 2006 hætti bandaríski herinn rekstri hérlendis og þyrlur Bandaríkjamanna fóru af landi brott. Í framhaldi af því lýstu íslensk stjórnvöld því yfir að hér yrðu ávallt tvær björgunarþyrlur og tvær áhafnir til taks allan sólarhringinn, allt árið. Leigðar voru tvær þyrlur til viðbótar tveimur þyrlum í eigu LHG og ráðnar voru þrjár áhafnir til viðbótar þeim þremur áhöfnum sem fyrir voru. Þrjár Super Puma björgunarþyrlur eru í rekstri í dag. Þær gera LHG kleift að hafa tvær þyrlur til taks 92% ársins en vegna takmarkana á getu LIMSAR þyrlunnar á sjó er viðbragðsgeta fyrir utan 20 sjómílur aðeins hluta af þeim tíma sem tvær þyrlur eru til taks. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Sjá meira
Allur þyrlufloti Landhelgisgæslunnar verður endurnýjaður á næstu fimm árum, sem er stærsta verkefnið á sviði almanna- og réttaröryggismála sem var kynnt sem hluti fjármálaáætlunar fyrir hið opinbera árin 2018-2022. Kaupverð þeirra eru fjórtán milljarðar króna. Tveimur leiguþyrlum verður skilað og TF-LIF verður seld. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að áformunum sé fagnað. Endurnýjun þyrlukostsins verði ekki umflúin enda sé TF-LIF orðin þrítug. „Þetta skref sé því bæði tímabært og nauðsynlegt,“ segir Sveinn. Tillagan sem er birt í fjármálaáætluninni virðist að öllu eða mestu leyti byggjast á niðurstöðum stýrihóps um þyrlukaup Landhelgisgæslunnar og skilaði af sér árið 2016. Þar segir að líftími björgunarþyrla sé að jafnaði um 30 ár. Leigusamningar vegna leiguvélanna tveggja, TF-GNA og TF-SYN, renna út á árunum 2017 og 2018. Þess utan komst stýrihópurinn að þeirri niðurstöðu að hagkvæmara sé að eiga þyrlur en að leigja þær. Fyrir þrjár þyrlur geti sá kostnaðarmunur numið allt að 500 milljónum króna á ári. Tillaga stýrihópsins var sú að kaupa þrjár þyrlur af svipaðri stærð og LHG er með í sinni þjónustu í dag. Í fjármálaáætluninni segir að núverandi þyrlur séu mismunandi útbúnar sem veldur takmörkunum í starfi og minnkar öryggi. Aðeins önnur leiguþyrlanna er útbúin til leitar og björgunar við íslenskar aðstæður. „Með endurnýjun þyrluflotans eykst rekstraröryggi og hagkvæmni. Nýju þyrlurnar verða útbúnar fullkomnum tækjabúnaði sem gerir þeim enn betur kleift að koma sjófarendum til bjargar og sinna meira álagi í verkefnum á landi, svo sem vegna aukins ferðamannastraums,“ segir þar. Ábyrgðarsvæði Íslands vegna leitar- og björgunar er nær tvöfalt stærra en íslenska efnahagslögsagan. Ein stærsta áskorun málaflokksins er því eftirlit og aðstoð í landhelginni, en einnig fjölgun ferðamanna á landi í vanda. Aukningin sem hefur átt sér stað er farin að hafa áhrif á rekstur LHG og tvísýnt er hvort hægt sé að halda uppi nauðsynlegri þjónustu þar sem áhafnir eru ekki nægilega margar til að bregðast við þessari aukningu, segir í fjármálaáætluninni.Sjö þyrlur til taks til 2006 Fram á árið 2006 voru að jafnaði sjö vel útbúnar björgunarþyrlur staðsettar hérlendis. Á vegum bandaríska hersins í Keflavík voru fimm og tvær á vegum Íslendinga. Árið 2006 hætti bandaríski herinn rekstri hérlendis og þyrlur Bandaríkjamanna fóru af landi brott. Í framhaldi af því lýstu íslensk stjórnvöld því yfir að hér yrðu ávallt tvær björgunarþyrlur og tvær áhafnir til taks allan sólarhringinn, allt árið. Leigðar voru tvær þyrlur til viðbótar tveimur þyrlum í eigu LHG og ráðnar voru þrjár áhafnir til viðbótar þeim þremur áhöfnum sem fyrir voru. Þrjár Super Puma björgunarþyrlur eru í rekstri í dag. Þær gera LHG kleift að hafa tvær þyrlur til taks 92% ársins en vegna takmarkana á getu LIMSAR þyrlunnar á sjó er viðbragðsgeta fyrir utan 20 sjómílur aðeins hluta af þeim tíma sem tvær þyrlur eru til taks.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Sjá meira