Erlent

Dómstóll hafnar beiðni Polanski um enga fangelsisvist

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Roman Polanski
Roman Polanski Vísir/Getty
Dómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni leikstjórans Romans Polanski um að hann verði ekki settur í fangelsi ef hann snýr aftur til Bandaríkjanna.

Polanski flúði landið árið 1978, eða fyrir 39 árum, eftir að hann viðurkenndi hafa nauðgað þrettán ára stúlku. Bandaríkjamenn hafa í áratugi reynt að fá leikstjórann framseldan til landsins en hann býr í Frakklandi og er með pólskt ríkisfang.

Hæstiréttur Póllands hafnaði framsalsbeiðni Bandaríkjamanna í desember á síðasta ári en þar áður höfðu yfirvöld Sviss hafnað því að framseljan hann til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×