Zlatan bjargaði stigi | Úrslit kvöldsins í enska boltanum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. apríl 2017 21:00 Zlatan var sár og svekktur að fá aðeins eitt stig í kvöld. vísir/getty Zlatan Ibrahimovic sá til þess að Man. Utd fékk eitt stig í leiknum gegn Everton í kvöld. Hann jafnaði þá leikinn með marki úr vítaspyrnu á síðustu mínútu uppbótartímans. Phil Jagielka kom Everton yfir í fyrri hálfleik. Löglegt mark var tekið af Zlatan í síðari hálfleik er hann var dæmdur rangstæður. Sá dómur var rangur. Þetta var níunda jafntefli Man. Utd á heimavelli í vetur. Leicester City vann sinn fimmta leik í röð er það kláraði Sunderland. Liðið getur ekki hætt að vinna undir stjórn Shakespeare. Jóhann Berg Guðmundsson gat svo ekki leikið með Burnley vegna meiðsla er liðið lagði Stoke, 1-0.Úrslit kvöldsins: Burnley-Stoke 1-0 Leicester-Sunderland 2-0 Watford-WBA 2-0 Man. Utd-Everton 1-1 Fylgst var með gangi mála í kvöld og má sjá það hér að neðan.Bein textalýsing:20.53: Leik lokið á Old Trafford. Lokatölur 1-1.20.52: Man. Utd - Leicester 1-1 !!!!!!! Zlatan jafnar úr víti í uppbótartíma. Hendi dæmd á Ashley Williams sem fékk svo að líta rauða spjaldið.20.47: United með tvö fín færi en eru ótrúlegir klaufar fyrir framan markið.20.43: Watford skellir WBA, 2-0. Aðeins einn leikur eftir. Enn 0-1 fyrir Everton á Old Trafford.20.39: Burnley leggur Stoke. Ótrúlega seigir. 1-0 lokatölur.20.36: Leicester vinnur 2-0 sigur á Sunderland. Fimm sigrar í röð með Shakespeare. Eins og í lygasögu. Sunderland ekki skorað í sex leikjum í röð eða í 540 mínútur. Ekkert fararsnið samt á Moyes.20.20: Zlatan skorar með skalla en markið dæmt af vegna rangstöðu. Afar tæpt og sóknarmaðurinn var klárlega ekki að njóta vafans. Í endursýningu sést að þetta var kolrangur dómur. Mark tekið af United þarna.20.19. Leicester - Sunderland 2-0 !!!! Jamie Vardy með sitt sjöunda mark í síðustu níu leikjum. Hann er líka búinn að gefa tvær stoðsendingar í þessum níu leikjum. Leicester að loka þessum leik.20.12. Leicester - Sunderland 1-0 !!!! Aumingja Moyes. Islam Slimani með markið fyrir Leicester.20.00. Burnley-Stoke 1-0 !!!! Burnley er ótrúlegt lið á heimavelli og því kemur lítið á óvart að Jói Berg og félagar séu komnir yfir. George Burley með markið.19.55. WATFORD - WBA 2-0 !!! Watford er ekkert að leika sér og hinn seigi Troy Deeney var að koma Watford í 2-0. Hann er þar með kominn í tíu mörk sjötta tímabilið í röð.19.52: Hálfleikur á Old Trafford. Everton leiðir, 0-1. Mourinho hlýtur að íhuga breytingar strax í leikhléi.19.36: Hálfleikur í fyrri leikjunum þremur. Watford 1-0 yfir gegn WBA en markalaust hjá Leicester og Sunderland sem og hjá Burnley og Stoke.19.22: MAN. UTD - EVERTON 0-1 !!!!! Gestirnir komast yfir. Hár boltinn inn í teignum sem endar með því að Phil Jagielka setur tána í hann, með Marcos Rojo í bakinu, og boltinn lekur inn. Kæruleysislega gert hjá heimamönnum að verjast þessu ekki betur.19.15: Marcus Rashford byrjar mjög vel í liði United í kvöld en ekki nógu vel því hann var að klúðra dauðafæri.19.02: Okkar menn í Stoke frekar fyrirsjáanlegir í kvöld. 94,4 prósent sendinga upp völlinn fara til vinstri á Erik Pieters. Ekki einn bolti kominn upp hægra megin.18.57: WATFORD-WBA 1-0 !!!! Auðvitað mátti ekki minnast á markaleysi og þá kom mark. M'Baye Niang búinn að skora fyrsta mark kvöldsins fyrir Watford gegn WBA.18.56: Engin mörk komin en mikið af löngum sendingum í leik Burnley og Stoke.18.45: Þrír leikir af fjórum farnir af stað. Leikur Man. Utd og Everton hefst klukkan 19.00.18.36: Jose Mourinho segist hafa verið hundóánægður með Mkhitaryan í síðasta leik og því sé hann ekki leikfær. Pogba er aftur á móti ekki leikfær. Valencia er þreyttur og því er hann hvíldur. Rooney er slæmur í báðum ökklum og því ekki í hópnum.18.32: Stjórnarformaður Leicester City á afmæli. Áhorfendur á King Power fá af því tilefni gefins kökusneið og bjór. Talað um það sé mögnuð tvenna.18.29: Leicester kemur með sjálfstraustið í botni í leikinn gegn Sunderland þar sem liðið er búið að vinna fimm leiki í röð. Það er aftur á móti sjóðheitt undir David Moyes, stjóra Sunderland, og ekki síst eftir að hann sagðist vilja slá fréttakonu utan undir. Það sló ekki beint í gegn hjá honum en Sunderland stendur með honum. Enn sem komið er.18.24: Það eru þrjár breytingar á liði Man. Utd frá síðasta leik er liðið gerði markalaust jafntefli gegn WBA. Ander Herrera og Zlatan koma til baka eftir bann en Daley Blind tekur stöðu Antonio Valencia í bakverðinum. Mkhitaryan og Martial er hent á bekkinn en Fellaini er að sjálfsögðu í liðinu. Pogba og Shaw eru líka á bekknum en Wayne Rooney er ekki í leikmannahópnum. Það eru tvær breytingar hjá Everton eftir tapið gegn Liverpool. Gareth Barry og Kevin Mirallas koma inn fyrir Matthew Pennington og Dominic Calvert-Lewin.18.00 Fjórir leikir eru á dagskrá í kvöld en þar ber hæst viðureign Manchester United og Everton. Er United að fara að gera tólfta jafnteflið á tímabilinu? Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic sá til þess að Man. Utd fékk eitt stig í leiknum gegn Everton í kvöld. Hann jafnaði þá leikinn með marki úr vítaspyrnu á síðustu mínútu uppbótartímans. Phil Jagielka kom Everton yfir í fyrri hálfleik. Löglegt mark var tekið af Zlatan í síðari hálfleik er hann var dæmdur rangstæður. Sá dómur var rangur. Þetta var níunda jafntefli Man. Utd á heimavelli í vetur. Leicester City vann sinn fimmta leik í röð er það kláraði Sunderland. Liðið getur ekki hætt að vinna undir stjórn Shakespeare. Jóhann Berg Guðmundsson gat svo ekki leikið með Burnley vegna meiðsla er liðið lagði Stoke, 1-0.Úrslit kvöldsins: Burnley-Stoke 1-0 Leicester-Sunderland 2-0 Watford-WBA 2-0 Man. Utd-Everton 1-1 Fylgst var með gangi mála í kvöld og má sjá það hér að neðan.Bein textalýsing:20.53: Leik lokið á Old Trafford. Lokatölur 1-1.20.52: Man. Utd - Leicester 1-1 !!!!!!! Zlatan jafnar úr víti í uppbótartíma. Hendi dæmd á Ashley Williams sem fékk svo að líta rauða spjaldið.20.47: United með tvö fín færi en eru ótrúlegir klaufar fyrir framan markið.20.43: Watford skellir WBA, 2-0. Aðeins einn leikur eftir. Enn 0-1 fyrir Everton á Old Trafford.20.39: Burnley leggur Stoke. Ótrúlega seigir. 1-0 lokatölur.20.36: Leicester vinnur 2-0 sigur á Sunderland. Fimm sigrar í röð með Shakespeare. Eins og í lygasögu. Sunderland ekki skorað í sex leikjum í röð eða í 540 mínútur. Ekkert fararsnið samt á Moyes.20.20: Zlatan skorar með skalla en markið dæmt af vegna rangstöðu. Afar tæpt og sóknarmaðurinn var klárlega ekki að njóta vafans. Í endursýningu sést að þetta var kolrangur dómur. Mark tekið af United þarna.20.19. Leicester - Sunderland 2-0 !!!! Jamie Vardy með sitt sjöunda mark í síðustu níu leikjum. Hann er líka búinn að gefa tvær stoðsendingar í þessum níu leikjum. Leicester að loka þessum leik.20.12. Leicester - Sunderland 1-0 !!!! Aumingja Moyes. Islam Slimani með markið fyrir Leicester.20.00. Burnley-Stoke 1-0 !!!! Burnley er ótrúlegt lið á heimavelli og því kemur lítið á óvart að Jói Berg og félagar séu komnir yfir. George Burley með markið.19.55. WATFORD - WBA 2-0 !!! Watford er ekkert að leika sér og hinn seigi Troy Deeney var að koma Watford í 2-0. Hann er þar með kominn í tíu mörk sjötta tímabilið í röð.19.52: Hálfleikur á Old Trafford. Everton leiðir, 0-1. Mourinho hlýtur að íhuga breytingar strax í leikhléi.19.36: Hálfleikur í fyrri leikjunum þremur. Watford 1-0 yfir gegn WBA en markalaust hjá Leicester og Sunderland sem og hjá Burnley og Stoke.19.22: MAN. UTD - EVERTON 0-1 !!!!! Gestirnir komast yfir. Hár boltinn inn í teignum sem endar með því að Phil Jagielka setur tána í hann, með Marcos Rojo í bakinu, og boltinn lekur inn. Kæruleysislega gert hjá heimamönnum að verjast þessu ekki betur.19.15: Marcus Rashford byrjar mjög vel í liði United í kvöld en ekki nógu vel því hann var að klúðra dauðafæri.19.02: Okkar menn í Stoke frekar fyrirsjáanlegir í kvöld. 94,4 prósent sendinga upp völlinn fara til vinstri á Erik Pieters. Ekki einn bolti kominn upp hægra megin.18.57: WATFORD-WBA 1-0 !!!! Auðvitað mátti ekki minnast á markaleysi og þá kom mark. M'Baye Niang búinn að skora fyrsta mark kvöldsins fyrir Watford gegn WBA.18.56: Engin mörk komin en mikið af löngum sendingum í leik Burnley og Stoke.18.45: Þrír leikir af fjórum farnir af stað. Leikur Man. Utd og Everton hefst klukkan 19.00.18.36: Jose Mourinho segist hafa verið hundóánægður með Mkhitaryan í síðasta leik og því sé hann ekki leikfær. Pogba er aftur á móti ekki leikfær. Valencia er þreyttur og því er hann hvíldur. Rooney er slæmur í báðum ökklum og því ekki í hópnum.18.32: Stjórnarformaður Leicester City á afmæli. Áhorfendur á King Power fá af því tilefni gefins kökusneið og bjór. Talað um það sé mögnuð tvenna.18.29: Leicester kemur með sjálfstraustið í botni í leikinn gegn Sunderland þar sem liðið er búið að vinna fimm leiki í röð. Það er aftur á móti sjóðheitt undir David Moyes, stjóra Sunderland, og ekki síst eftir að hann sagðist vilja slá fréttakonu utan undir. Það sló ekki beint í gegn hjá honum en Sunderland stendur með honum. Enn sem komið er.18.24: Það eru þrjár breytingar á liði Man. Utd frá síðasta leik er liðið gerði markalaust jafntefli gegn WBA. Ander Herrera og Zlatan koma til baka eftir bann en Daley Blind tekur stöðu Antonio Valencia í bakverðinum. Mkhitaryan og Martial er hent á bekkinn en Fellaini er að sjálfsögðu í liðinu. Pogba og Shaw eru líka á bekknum en Wayne Rooney er ekki í leikmannahópnum. Það eru tvær breytingar hjá Everton eftir tapið gegn Liverpool. Gareth Barry og Kevin Mirallas koma inn fyrir Matthew Pennington og Dominic Calvert-Lewin.18.00 Fjórir leikir eru á dagskrá í kvöld en þar ber hæst viðureign Manchester United og Everton. Er United að fara að gera tólfta jafnteflið á tímabilinu?
Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira