Zlatan bjargaði stigi | Úrslit kvöldsins í enska boltanum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. apríl 2017 21:00 Zlatan var sár og svekktur að fá aðeins eitt stig í kvöld. vísir/getty Zlatan Ibrahimovic sá til þess að Man. Utd fékk eitt stig í leiknum gegn Everton í kvöld. Hann jafnaði þá leikinn með marki úr vítaspyrnu á síðustu mínútu uppbótartímans. Phil Jagielka kom Everton yfir í fyrri hálfleik. Löglegt mark var tekið af Zlatan í síðari hálfleik er hann var dæmdur rangstæður. Sá dómur var rangur. Þetta var níunda jafntefli Man. Utd á heimavelli í vetur. Leicester City vann sinn fimmta leik í röð er það kláraði Sunderland. Liðið getur ekki hætt að vinna undir stjórn Shakespeare. Jóhann Berg Guðmundsson gat svo ekki leikið með Burnley vegna meiðsla er liðið lagði Stoke, 1-0.Úrslit kvöldsins: Burnley-Stoke 1-0 Leicester-Sunderland 2-0 Watford-WBA 2-0 Man. Utd-Everton 1-1 Fylgst var með gangi mála í kvöld og má sjá það hér að neðan.Bein textalýsing:20.53: Leik lokið á Old Trafford. Lokatölur 1-1.20.52: Man. Utd - Leicester 1-1 !!!!!!! Zlatan jafnar úr víti í uppbótartíma. Hendi dæmd á Ashley Williams sem fékk svo að líta rauða spjaldið.20.47: United með tvö fín færi en eru ótrúlegir klaufar fyrir framan markið.20.43: Watford skellir WBA, 2-0. Aðeins einn leikur eftir. Enn 0-1 fyrir Everton á Old Trafford.20.39: Burnley leggur Stoke. Ótrúlega seigir. 1-0 lokatölur.20.36: Leicester vinnur 2-0 sigur á Sunderland. Fimm sigrar í röð með Shakespeare. Eins og í lygasögu. Sunderland ekki skorað í sex leikjum í röð eða í 540 mínútur. Ekkert fararsnið samt á Moyes.20.20: Zlatan skorar með skalla en markið dæmt af vegna rangstöðu. Afar tæpt og sóknarmaðurinn var klárlega ekki að njóta vafans. Í endursýningu sést að þetta var kolrangur dómur. Mark tekið af United þarna.20.19. Leicester - Sunderland 2-0 !!!! Jamie Vardy með sitt sjöunda mark í síðustu níu leikjum. Hann er líka búinn að gefa tvær stoðsendingar í þessum níu leikjum. Leicester að loka þessum leik.20.12. Leicester - Sunderland 1-0 !!!! Aumingja Moyes. Islam Slimani með markið fyrir Leicester.20.00. Burnley-Stoke 1-0 !!!! Burnley er ótrúlegt lið á heimavelli og því kemur lítið á óvart að Jói Berg og félagar séu komnir yfir. George Burley með markið.19.55. WATFORD - WBA 2-0 !!! Watford er ekkert að leika sér og hinn seigi Troy Deeney var að koma Watford í 2-0. Hann er þar með kominn í tíu mörk sjötta tímabilið í röð.19.52: Hálfleikur á Old Trafford. Everton leiðir, 0-1. Mourinho hlýtur að íhuga breytingar strax í leikhléi.19.36: Hálfleikur í fyrri leikjunum þremur. Watford 1-0 yfir gegn WBA en markalaust hjá Leicester og Sunderland sem og hjá Burnley og Stoke.19.22: MAN. UTD - EVERTON 0-1 !!!!! Gestirnir komast yfir. Hár boltinn inn í teignum sem endar með því að Phil Jagielka setur tána í hann, með Marcos Rojo í bakinu, og boltinn lekur inn. Kæruleysislega gert hjá heimamönnum að verjast þessu ekki betur.19.15: Marcus Rashford byrjar mjög vel í liði United í kvöld en ekki nógu vel því hann var að klúðra dauðafæri.19.02: Okkar menn í Stoke frekar fyrirsjáanlegir í kvöld. 94,4 prósent sendinga upp völlinn fara til vinstri á Erik Pieters. Ekki einn bolti kominn upp hægra megin.18.57: WATFORD-WBA 1-0 !!!! Auðvitað mátti ekki minnast á markaleysi og þá kom mark. M'Baye Niang búinn að skora fyrsta mark kvöldsins fyrir Watford gegn WBA.18.56: Engin mörk komin en mikið af löngum sendingum í leik Burnley og Stoke.18.45: Þrír leikir af fjórum farnir af stað. Leikur Man. Utd og Everton hefst klukkan 19.00.18.36: Jose Mourinho segist hafa verið hundóánægður með Mkhitaryan í síðasta leik og því sé hann ekki leikfær. Pogba er aftur á móti ekki leikfær. Valencia er þreyttur og því er hann hvíldur. Rooney er slæmur í báðum ökklum og því ekki í hópnum.18.32: Stjórnarformaður Leicester City á afmæli. Áhorfendur á King Power fá af því tilefni gefins kökusneið og bjór. Talað um það sé mögnuð tvenna.18.29: Leicester kemur með sjálfstraustið í botni í leikinn gegn Sunderland þar sem liðið er búið að vinna fimm leiki í röð. Það er aftur á móti sjóðheitt undir David Moyes, stjóra Sunderland, og ekki síst eftir að hann sagðist vilja slá fréttakonu utan undir. Það sló ekki beint í gegn hjá honum en Sunderland stendur með honum. Enn sem komið er.18.24: Það eru þrjár breytingar á liði Man. Utd frá síðasta leik er liðið gerði markalaust jafntefli gegn WBA. Ander Herrera og Zlatan koma til baka eftir bann en Daley Blind tekur stöðu Antonio Valencia í bakverðinum. Mkhitaryan og Martial er hent á bekkinn en Fellaini er að sjálfsögðu í liðinu. Pogba og Shaw eru líka á bekknum en Wayne Rooney er ekki í leikmannahópnum. Það eru tvær breytingar hjá Everton eftir tapið gegn Liverpool. Gareth Barry og Kevin Mirallas koma inn fyrir Matthew Pennington og Dominic Calvert-Lewin.18.00 Fjórir leikir eru á dagskrá í kvöld en þar ber hæst viðureign Manchester United og Everton. Er United að fara að gera tólfta jafnteflið á tímabilinu? Enski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic sá til þess að Man. Utd fékk eitt stig í leiknum gegn Everton í kvöld. Hann jafnaði þá leikinn með marki úr vítaspyrnu á síðustu mínútu uppbótartímans. Phil Jagielka kom Everton yfir í fyrri hálfleik. Löglegt mark var tekið af Zlatan í síðari hálfleik er hann var dæmdur rangstæður. Sá dómur var rangur. Þetta var níunda jafntefli Man. Utd á heimavelli í vetur. Leicester City vann sinn fimmta leik í röð er það kláraði Sunderland. Liðið getur ekki hætt að vinna undir stjórn Shakespeare. Jóhann Berg Guðmundsson gat svo ekki leikið með Burnley vegna meiðsla er liðið lagði Stoke, 1-0.Úrslit kvöldsins: Burnley-Stoke 1-0 Leicester-Sunderland 2-0 Watford-WBA 2-0 Man. Utd-Everton 1-1 Fylgst var með gangi mála í kvöld og má sjá það hér að neðan.Bein textalýsing:20.53: Leik lokið á Old Trafford. Lokatölur 1-1.20.52: Man. Utd - Leicester 1-1 !!!!!!! Zlatan jafnar úr víti í uppbótartíma. Hendi dæmd á Ashley Williams sem fékk svo að líta rauða spjaldið.20.47: United með tvö fín færi en eru ótrúlegir klaufar fyrir framan markið.20.43: Watford skellir WBA, 2-0. Aðeins einn leikur eftir. Enn 0-1 fyrir Everton á Old Trafford.20.39: Burnley leggur Stoke. Ótrúlega seigir. 1-0 lokatölur.20.36: Leicester vinnur 2-0 sigur á Sunderland. Fimm sigrar í röð með Shakespeare. Eins og í lygasögu. Sunderland ekki skorað í sex leikjum í röð eða í 540 mínútur. Ekkert fararsnið samt á Moyes.20.20: Zlatan skorar með skalla en markið dæmt af vegna rangstöðu. Afar tæpt og sóknarmaðurinn var klárlega ekki að njóta vafans. Í endursýningu sést að þetta var kolrangur dómur. Mark tekið af United þarna.20.19. Leicester - Sunderland 2-0 !!!! Jamie Vardy með sitt sjöunda mark í síðustu níu leikjum. Hann er líka búinn að gefa tvær stoðsendingar í þessum níu leikjum. Leicester að loka þessum leik.20.12. Leicester - Sunderland 1-0 !!!! Aumingja Moyes. Islam Slimani með markið fyrir Leicester.20.00. Burnley-Stoke 1-0 !!!! Burnley er ótrúlegt lið á heimavelli og því kemur lítið á óvart að Jói Berg og félagar séu komnir yfir. George Burley með markið.19.55. WATFORD - WBA 2-0 !!! Watford er ekkert að leika sér og hinn seigi Troy Deeney var að koma Watford í 2-0. Hann er þar með kominn í tíu mörk sjötta tímabilið í röð.19.52: Hálfleikur á Old Trafford. Everton leiðir, 0-1. Mourinho hlýtur að íhuga breytingar strax í leikhléi.19.36: Hálfleikur í fyrri leikjunum þremur. Watford 1-0 yfir gegn WBA en markalaust hjá Leicester og Sunderland sem og hjá Burnley og Stoke.19.22: MAN. UTD - EVERTON 0-1 !!!!! Gestirnir komast yfir. Hár boltinn inn í teignum sem endar með því að Phil Jagielka setur tána í hann, með Marcos Rojo í bakinu, og boltinn lekur inn. Kæruleysislega gert hjá heimamönnum að verjast þessu ekki betur.19.15: Marcus Rashford byrjar mjög vel í liði United í kvöld en ekki nógu vel því hann var að klúðra dauðafæri.19.02: Okkar menn í Stoke frekar fyrirsjáanlegir í kvöld. 94,4 prósent sendinga upp völlinn fara til vinstri á Erik Pieters. Ekki einn bolti kominn upp hægra megin.18.57: WATFORD-WBA 1-0 !!!! Auðvitað mátti ekki minnast á markaleysi og þá kom mark. M'Baye Niang búinn að skora fyrsta mark kvöldsins fyrir Watford gegn WBA.18.56: Engin mörk komin en mikið af löngum sendingum í leik Burnley og Stoke.18.45: Þrír leikir af fjórum farnir af stað. Leikur Man. Utd og Everton hefst klukkan 19.00.18.36: Jose Mourinho segist hafa verið hundóánægður með Mkhitaryan í síðasta leik og því sé hann ekki leikfær. Pogba er aftur á móti ekki leikfær. Valencia er þreyttur og því er hann hvíldur. Rooney er slæmur í báðum ökklum og því ekki í hópnum.18.32: Stjórnarformaður Leicester City á afmæli. Áhorfendur á King Power fá af því tilefni gefins kökusneið og bjór. Talað um það sé mögnuð tvenna.18.29: Leicester kemur með sjálfstraustið í botni í leikinn gegn Sunderland þar sem liðið er búið að vinna fimm leiki í röð. Það er aftur á móti sjóðheitt undir David Moyes, stjóra Sunderland, og ekki síst eftir að hann sagðist vilja slá fréttakonu utan undir. Það sló ekki beint í gegn hjá honum en Sunderland stendur með honum. Enn sem komið er.18.24: Það eru þrjár breytingar á liði Man. Utd frá síðasta leik er liðið gerði markalaust jafntefli gegn WBA. Ander Herrera og Zlatan koma til baka eftir bann en Daley Blind tekur stöðu Antonio Valencia í bakverðinum. Mkhitaryan og Martial er hent á bekkinn en Fellaini er að sjálfsögðu í liðinu. Pogba og Shaw eru líka á bekknum en Wayne Rooney er ekki í leikmannahópnum. Það eru tvær breytingar hjá Everton eftir tapið gegn Liverpool. Gareth Barry og Kevin Mirallas koma inn fyrir Matthew Pennington og Dominic Calvert-Lewin.18.00 Fjórir leikir eru á dagskrá í kvöld en þar ber hæst viðureign Manchester United og Everton. Er United að fara að gera tólfta jafnteflið á tímabilinu?
Enski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira