Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2017 07:00 Varnarlið Khan Sheikhun hlúir að fórnarlambi árásarinnar. vísir/afp Að minnsta kosti 58 fórust í árás á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun í gær, þar af ellefu börn. Bærinn sem um ræðir er undir stjórn uppreisnarmanna. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með átökunum þar í landi, lýstu því yfir í gær að annaðhvort sýrlenski herinn eða rússneski flugherinn hefði varpað sprengjum á bæinn. Miðað við áverka fórnarlamba telja samtökin að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Þannig hafa samtökin eftir læknum á svæðinu að liðið hafi yfir fórnarlömb, þau hafi kastað upp og froðufellt. Blaðamaður AFP sagði sömu sögu og sá lík ungar stelpu, fullorðinnar konu og tveggja eldri borgara á spítala í bænum. Sjá mátti froðu í munni þeirra allra. Sami blaðamaður greindi frá því að sprengja hefði skollið á spítalanum stuttu síðar. Hafi þá brak hrunið yfir lækna sem voru að vinna við að aðstoða fórnarlömb fyrri árása. Mohammed Rasoul, sem rekur flota sjúkrabíla í góðgerðarskyni í borginni Idlib, skammt frá Khan Sheikhoun, sagði í viðtali við BBC að fjöldi hinna látnu væri 67 en ekki 58. Fréttastofa uppreisnarmanna, Step, sagði hins vegar að hundrað hefðu látið lífið.Sýrlenskt barn fær meðferð eftir árásina. Nordicphotos/AFPSyrian Observatory sagði óvíst hvaða efni hefði verið varpað á bæinn. Fréttastofan EMC, sem er á bandi uppreisnarmanna, sagði allt líta út fyrir að saríngasi hafi verið varpað á bæinn en það er talið tuttugu sinnum banvænna en blásýra. Heimildarmaður fréttaveitunnar Reuters innan sýrlenska hersins sagði í gær að sýrlenski herinn „hefði ekki beitt og beitti ekki“ efnavopnum. Sýrlenska stjórnarandstaðan var harðorð í gær. Fór hún fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hæfi rannsókn á árásinni þegar í stað. Vesturlönd hafa áður sakað sýrlensku ríkisstjórnina um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum, meðal annars saríngasi, einkum í baráttunni um höfuðborgina Damaskus. Þar féllu til dæmis rúmlega 500 manns í meintri efnavopnaárás í ágúst árið 2013. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur hins vegar alla tíð neitað þeim ásökunum. Samtökin Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons hafa þó endurtekið greint notkun eiturefna í árásum í Sýrlandi. Í janúar í fyrra greindist til að mynda saríngas í blóði fórnarlambs slíkrar árásar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Að minnsta kosti 58 fórust í árás á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun í gær, þar af ellefu börn. Bærinn sem um ræðir er undir stjórn uppreisnarmanna. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með átökunum þar í landi, lýstu því yfir í gær að annaðhvort sýrlenski herinn eða rússneski flugherinn hefði varpað sprengjum á bæinn. Miðað við áverka fórnarlamba telja samtökin að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Þannig hafa samtökin eftir læknum á svæðinu að liðið hafi yfir fórnarlömb, þau hafi kastað upp og froðufellt. Blaðamaður AFP sagði sömu sögu og sá lík ungar stelpu, fullorðinnar konu og tveggja eldri borgara á spítala í bænum. Sjá mátti froðu í munni þeirra allra. Sami blaðamaður greindi frá því að sprengja hefði skollið á spítalanum stuttu síðar. Hafi þá brak hrunið yfir lækna sem voru að vinna við að aðstoða fórnarlömb fyrri árása. Mohammed Rasoul, sem rekur flota sjúkrabíla í góðgerðarskyni í borginni Idlib, skammt frá Khan Sheikhoun, sagði í viðtali við BBC að fjöldi hinna látnu væri 67 en ekki 58. Fréttastofa uppreisnarmanna, Step, sagði hins vegar að hundrað hefðu látið lífið.Sýrlenskt barn fær meðferð eftir árásina. Nordicphotos/AFPSyrian Observatory sagði óvíst hvaða efni hefði verið varpað á bæinn. Fréttastofan EMC, sem er á bandi uppreisnarmanna, sagði allt líta út fyrir að saríngasi hafi verið varpað á bæinn en það er talið tuttugu sinnum banvænna en blásýra. Heimildarmaður fréttaveitunnar Reuters innan sýrlenska hersins sagði í gær að sýrlenski herinn „hefði ekki beitt og beitti ekki“ efnavopnum. Sýrlenska stjórnarandstaðan var harðorð í gær. Fór hún fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hæfi rannsókn á árásinni þegar í stað. Vesturlönd hafa áður sakað sýrlensku ríkisstjórnina um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum, meðal annars saríngasi, einkum í baráttunni um höfuðborgina Damaskus. Þar féllu til dæmis rúmlega 500 manns í meintri efnavopnaárás í ágúst árið 2013. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur hins vegar alla tíð neitað þeim ásökunum. Samtökin Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons hafa þó endurtekið greint notkun eiturefna í árásum í Sýrlandi. Í janúar í fyrra greindist til að mynda saríngas í blóði fórnarlambs slíkrar árásar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira