Íslendingur í helgarferð í Stokkhólmi lýsir öskrum og gráti á vettvangi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2017 14:15 Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubíln var ekið inn í hóp fólks um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag Mynd/Jakob Johannsson Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubílnum var ekið inn í hóp fólks um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. Skilti hefur verið komið upp í tölvubúðinni King í miðbæ Stokkhólms þar sem mæðgurnar halda til ásamt fleira fólki.Helga Margrét Mæðgurnar eru í helgarferð og voru rétt búnar að fá sér hádegismat eftir að hafa flogið utan til Svíþjóðar í morgun. Sjá einnig: Allt sem við vitum um árásina í Stokkhólmi „Ég var á Drottningargötunni, á neðri hæð í verslun,“ segir Helga Margrét. Vörubílnum var ekið inn í verslun Åhlens og er talið að tveir hið minnsta séu látnir. Helga og dóttir hennar heyrðu að eitthvað væri í gangi en gáfu því lítinn gaum rétt fyrst. En strax í kjölfarið komst starfsfólkið í mikið uppnám. „Þau segja okkur að sleppa öllu sem við komum með og koma út bakdyramegin,“ segir Helga Margrét. Frá vettvangi í Stokkhólmi á öðrum tímanum í dag.Vísir/EPA Mæðgurnar hafi skilið dótið sitt eftir og drifið sig út. „Þá er fólk byrjað að gráta og þegar við erum komin út heyrum við öskrin. Það var bara algjört ástand úti. Fólk var algjörlega brjálað, hljóp í allar áttir frá miðborginni,“ segir Helga. Helga vissi sjálf ekki hvert hún átti að hlaupa enda aðeins verið nokkrar klukkustundir í borginni. Hún fylgdi mannfjöldanum og fékk skömmu síðar inni í tölvuverslun í nágrenninu sem opnaði dyr sínar fyrir borgurum sem flýðu vettvanginn. „Við erum þar og það er ekki mælt með því að við hreyfum okkur,“ segir Helga Margrét. Á meðan Vísir ræddi við Helgu Margréti var henni tjáð að skothvellir heyrðust fyrir utan. Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubílnum var ekið inn í hóp fólks um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. Skilti hefur verið komið upp í tölvubúðinni King í miðbæ Stokkhólms þar sem mæðgurnar halda til ásamt fleira fólki.Helga Margrét Mæðgurnar eru í helgarferð og voru rétt búnar að fá sér hádegismat eftir að hafa flogið utan til Svíþjóðar í morgun. Sjá einnig: Allt sem við vitum um árásina í Stokkhólmi „Ég var á Drottningargötunni, á neðri hæð í verslun,“ segir Helga Margrét. Vörubílnum var ekið inn í verslun Åhlens og er talið að tveir hið minnsta séu látnir. Helga og dóttir hennar heyrðu að eitthvað væri í gangi en gáfu því lítinn gaum rétt fyrst. En strax í kjölfarið komst starfsfólkið í mikið uppnám. „Þau segja okkur að sleppa öllu sem við komum með og koma út bakdyramegin,“ segir Helga Margrét. Frá vettvangi í Stokkhólmi á öðrum tímanum í dag.Vísir/EPA Mæðgurnar hafi skilið dótið sitt eftir og drifið sig út. „Þá er fólk byrjað að gráta og þegar við erum komin út heyrum við öskrin. Það var bara algjört ástand úti. Fólk var algjörlega brjálað, hljóp í allar áttir frá miðborginni,“ segir Helga. Helga vissi sjálf ekki hvert hún átti að hlaupa enda aðeins verið nokkrar klukkustundir í borginni. Hún fylgdi mannfjöldanum og fékk skömmu síðar inni í tölvuverslun í nágrenninu sem opnaði dyr sínar fyrir borgurum sem flýðu vettvanginn. „Við erum þar og það er ekki mælt með því að við hreyfum okkur,“ segir Helga Margrét. Á meðan Vísir ræddi við Helgu Margréti var henni tjáð að skothvellir heyrðust fyrir utan.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36