Lengja gæsluvarðhald yfir Halldóri Sanne: „Brotahrina sem þurfi að stöðva“ Anton Egilsson skrifar 8. apríl 2017 10:51 Fjölmargir Íslendingar hafa kært Halldór á síðustu dögum og vikum vegna svika og pretta. Vísir Hæstiréttur hefur lengt gæsluvarðhald yfir Halldóri Viðari Sanne vegna rannsóknarhagsmuna. Lögregla rannsakar nú umfangsmikil fjársvik Halldórs en fjölmargir aðilar hafa lagt fram kæru á hendur honum. Mun Halldór sæta gæsluvarðhaldi til 2. maí næstkomandi en áður hafði Héraðsdómur Reykjaness úrskurðað hann í gæsluvarðhald til 21. apríl. Halldór hefur ítrekað ratað á síður blaðanna vegna svindls, svika og pretta. Hann á sér langa sögu og hefur áður hlotið þungan dóm fyrir fjárdrátt. Til að mynda hlaut hann þungan dóm í Danmörku og var gerður brottrækur þaðan fyrir umfangsmikið símasvindl þar sem hann vélaði um 800 farsíma af fólki með loforði um skjótan hagnað. Afplánaði Halldór hluta þess dóms á Kvíabryggju. Brotahrina Halldórs er ítarlega rakin í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Flest brotin varða leigusvindl en Halldór hefur ítrekað gerst milliliður fyrir fólk í leit að húsnæði til leigu og stolið undan leigugreiðslum. Þá er hann einnig grunaður um að hafa selt farsíma sem svo aldrei fengust afhentir.Leigði út einbýli án heimildarÞrír aðilar hafa kært Halldórs vegna svika í tenglsum við útleigu einbýlishúss í Njarðvík. Allir greiddu þeir Halldóri umtalsverða fjármuni sem ekki fengust greiddir til baka. Í einu tilvikinu greiddi aðili Hallldóri rúmar 1,3 milljónir króna inn á bankareikning félags á vegum hans. Greiddi hann 428 þúsund fyrir þriggja mánaða leigu á húsinu og 900 þúsund krónur í tryggingu. Hafði hann séð húsið auglýst til leigu á vefsíðunni Bland.is. Hinn tilvonandi leigjandi hafi svo fengið símtal frá réttmætum eiganda húsnæðisins þar sem hann bar að Halldór væri ekki réttmætur eigandi og hefði þar af leiðandi ekki heimild til að leigja húsnæðið.Hafði fengið íbúðina afhentaHalldór leigði þá aðila íbúð í Hafnarfirði en sá hafði séð íbúðina auglýsta til útleigu á Bland.is. Hann hafi hitt Halldór fyrir í íbúðinni og skoðað sig um. Daginn eftir greiddi hann Halldóri 700 þúsund krónur sem tryggingu, en hann hafði boðið íbúðina með skilyrði um tryggingu. Fékk hann í kjölfarið lykla og íbúðina afhenta. Síðar kom í ljós við þinglýsingu leigusamnings að íbúðin hafi verið í eigu annars félags og þar hafi komið fram að Halldór hafi ekki haft umboð til leigja íbúðina. Félag á vegum Halldórs hafði haft íbúðina á leigu og ekki staðið við neitt og hafi átt að bera aðilann út. Aðilinn hafi svo verið í samskiptum við Halldór um að hann endurgreiddi og hafi hann lofað greiðslu en ekkert orðið úr því.Útbjó samninga í nafni fyrrum vinnuveitandaÞá er Halldór grunaður um að hafa með blekkingum svikið út tæpar 1,4 milljónir vegna leigu á húsnæði í Kópavogi. Kom svo í ljós að Halldór hefði ekki haft umboð til að leigja húsnæðið en það hafi verið í eigu þriðja aðila. Er talið að Halldór hafi útbúið samninga í nafni fasteignasölu sem hann hafði starfað á. Var hann hættur störfum þegar hann útbjó umrædda samninga.Blekkti símakaupendurHalldór er þá grunaður um að hafa svikið aðila með því að auglýsa síma til sölu á Bland.is sem aldrei fengust afhentir. Annars vegar auglýsti hann Iphone síma til sölu og hins vegar Samsung síma. Fyrir Iphone símann greiddi aðili 105 þúsund krónur með þremur greiðslum. Hann fékk þó símann aldrei í hendurnar þrátt fyrir að Halldór hafi lofað að endurgreiða andvirðið. Sama var upp á teningnum með Samsung símann sem Halldór auglýsti á síðunni. Þar hafði aðili lagt 90 þúsund krónur inn á reikning hans en fékk hvorki símann afhentan né andvirði hans greitt til baka.Brotahrina sem þarf að stöðvaÍ greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu segir að lögregla telji vera sterkan rökstuddan grun um að Halldór hafi svikið út fé af aðilum með blekkingum og því sé nauðsynlegt að hann sæti gæsluvarðhaldi. Um sé að ræða fjársvik sem beinist að fólki sem oft sé í erfiðri aðstöðu vegna erfiðs leigumarkaðar. „Það sé mat lögreglu að um sé að ræða brotahrinu, sem þurfi að stöðva og því sé nauðsynlegt að kærði sæti gæsluvarðhaldi.” Tengdar fréttir Alræmdur svikari kominn á stjá: Reyndi að leigja hús sem hann á ekki Halldór Viðar Sanne, dæmdur svikari, hefur verið kærður fyrir að hafa fé af konu um fyrirframgreidda leigu húsnæðis sem hann átti ekki. Halldór sér eftir því sem hann gerði en segir ásakanirnar bull og vitleysu. 18. mars 2017 07:00 Íslenskir námsmenn í skuldasúpu eftir viðskipti við Halldór Viðar Sanne Tugir Íslendinga, í mörgum tilvikum ungir námsmenn með lítið fé milli handanna, sitja í skuldasúpu eftir viðskipti sín við svikahrappinn Halldór Viðar Sanne sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þeir sem verst urðu úti skulda milljónir. 15. janúar 2013 18:45 Alræmdur svindlari í gæsluvarðhald: Fjöldi örvæntingarfullra leigjenda í sárum Halldór Sanne var í fyrradag færður fyrir dómstóla og dæmdur í viku gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Hann er talinn hafa svikið út milljónir með því að framleigja íbúðir sem hann á ekki. 29. mars 2017 23:15 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur lengt gæsluvarðhald yfir Halldóri Viðari Sanne vegna rannsóknarhagsmuna. Lögregla rannsakar nú umfangsmikil fjársvik Halldórs en fjölmargir aðilar hafa lagt fram kæru á hendur honum. Mun Halldór sæta gæsluvarðhaldi til 2. maí næstkomandi en áður hafði Héraðsdómur Reykjaness úrskurðað hann í gæsluvarðhald til 21. apríl. Halldór hefur ítrekað ratað á síður blaðanna vegna svindls, svika og pretta. Hann á sér langa sögu og hefur áður hlotið þungan dóm fyrir fjárdrátt. Til að mynda hlaut hann þungan dóm í Danmörku og var gerður brottrækur þaðan fyrir umfangsmikið símasvindl þar sem hann vélaði um 800 farsíma af fólki með loforði um skjótan hagnað. Afplánaði Halldór hluta þess dóms á Kvíabryggju. Brotahrina Halldórs er ítarlega rakin í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Flest brotin varða leigusvindl en Halldór hefur ítrekað gerst milliliður fyrir fólk í leit að húsnæði til leigu og stolið undan leigugreiðslum. Þá er hann einnig grunaður um að hafa selt farsíma sem svo aldrei fengust afhentir.Leigði út einbýli án heimildarÞrír aðilar hafa kært Halldórs vegna svika í tenglsum við útleigu einbýlishúss í Njarðvík. Allir greiddu þeir Halldóri umtalsverða fjármuni sem ekki fengust greiddir til baka. Í einu tilvikinu greiddi aðili Hallldóri rúmar 1,3 milljónir króna inn á bankareikning félags á vegum hans. Greiddi hann 428 þúsund fyrir þriggja mánaða leigu á húsinu og 900 þúsund krónur í tryggingu. Hafði hann séð húsið auglýst til leigu á vefsíðunni Bland.is. Hinn tilvonandi leigjandi hafi svo fengið símtal frá réttmætum eiganda húsnæðisins þar sem hann bar að Halldór væri ekki réttmætur eigandi og hefði þar af leiðandi ekki heimild til að leigja húsnæðið.Hafði fengið íbúðina afhentaHalldór leigði þá aðila íbúð í Hafnarfirði en sá hafði séð íbúðina auglýsta til útleigu á Bland.is. Hann hafi hitt Halldór fyrir í íbúðinni og skoðað sig um. Daginn eftir greiddi hann Halldóri 700 þúsund krónur sem tryggingu, en hann hafði boðið íbúðina með skilyrði um tryggingu. Fékk hann í kjölfarið lykla og íbúðina afhenta. Síðar kom í ljós við þinglýsingu leigusamnings að íbúðin hafi verið í eigu annars félags og þar hafi komið fram að Halldór hafi ekki haft umboð til leigja íbúðina. Félag á vegum Halldórs hafði haft íbúðina á leigu og ekki staðið við neitt og hafi átt að bera aðilann út. Aðilinn hafi svo verið í samskiptum við Halldór um að hann endurgreiddi og hafi hann lofað greiðslu en ekkert orðið úr því.Útbjó samninga í nafni fyrrum vinnuveitandaÞá er Halldór grunaður um að hafa með blekkingum svikið út tæpar 1,4 milljónir vegna leigu á húsnæði í Kópavogi. Kom svo í ljós að Halldór hefði ekki haft umboð til að leigja húsnæðið en það hafi verið í eigu þriðja aðila. Er talið að Halldór hafi útbúið samninga í nafni fasteignasölu sem hann hafði starfað á. Var hann hættur störfum þegar hann útbjó umrædda samninga.Blekkti símakaupendurHalldór er þá grunaður um að hafa svikið aðila með því að auglýsa síma til sölu á Bland.is sem aldrei fengust afhentir. Annars vegar auglýsti hann Iphone síma til sölu og hins vegar Samsung síma. Fyrir Iphone símann greiddi aðili 105 þúsund krónur með þremur greiðslum. Hann fékk þó símann aldrei í hendurnar þrátt fyrir að Halldór hafi lofað að endurgreiða andvirðið. Sama var upp á teningnum með Samsung símann sem Halldór auglýsti á síðunni. Þar hafði aðili lagt 90 þúsund krónur inn á reikning hans en fékk hvorki símann afhentan né andvirði hans greitt til baka.Brotahrina sem þarf að stöðvaÍ greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu segir að lögregla telji vera sterkan rökstuddan grun um að Halldór hafi svikið út fé af aðilum með blekkingum og því sé nauðsynlegt að hann sæti gæsluvarðhaldi. Um sé að ræða fjársvik sem beinist að fólki sem oft sé í erfiðri aðstöðu vegna erfiðs leigumarkaðar. „Það sé mat lögreglu að um sé að ræða brotahrinu, sem þurfi að stöðva og því sé nauðsynlegt að kærði sæti gæsluvarðhaldi.”
Tengdar fréttir Alræmdur svikari kominn á stjá: Reyndi að leigja hús sem hann á ekki Halldór Viðar Sanne, dæmdur svikari, hefur verið kærður fyrir að hafa fé af konu um fyrirframgreidda leigu húsnæðis sem hann átti ekki. Halldór sér eftir því sem hann gerði en segir ásakanirnar bull og vitleysu. 18. mars 2017 07:00 Íslenskir námsmenn í skuldasúpu eftir viðskipti við Halldór Viðar Sanne Tugir Íslendinga, í mörgum tilvikum ungir námsmenn með lítið fé milli handanna, sitja í skuldasúpu eftir viðskipti sín við svikahrappinn Halldór Viðar Sanne sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þeir sem verst urðu úti skulda milljónir. 15. janúar 2013 18:45 Alræmdur svindlari í gæsluvarðhald: Fjöldi örvæntingarfullra leigjenda í sárum Halldór Sanne var í fyrradag færður fyrir dómstóla og dæmdur í viku gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Hann er talinn hafa svikið út milljónir með því að framleigja íbúðir sem hann á ekki. 29. mars 2017 23:15 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Alræmdur svikari kominn á stjá: Reyndi að leigja hús sem hann á ekki Halldór Viðar Sanne, dæmdur svikari, hefur verið kærður fyrir að hafa fé af konu um fyrirframgreidda leigu húsnæðis sem hann átti ekki. Halldór sér eftir því sem hann gerði en segir ásakanirnar bull og vitleysu. 18. mars 2017 07:00
Íslenskir námsmenn í skuldasúpu eftir viðskipti við Halldór Viðar Sanne Tugir Íslendinga, í mörgum tilvikum ungir námsmenn með lítið fé milli handanna, sitja í skuldasúpu eftir viðskipti sín við svikahrappinn Halldór Viðar Sanne sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þeir sem verst urðu úti skulda milljónir. 15. janúar 2013 18:45
Alræmdur svindlari í gæsluvarðhald: Fjöldi örvæntingarfullra leigjenda í sárum Halldór Sanne var í fyrradag færður fyrir dómstóla og dæmdur í viku gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Hann er talinn hafa svikið út milljónir með því að framleigja íbúðir sem hann á ekki. 29. mars 2017 23:15