Fótbolti

Baðst afsökunar á heimskulegustu spurningu ársins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henkle í sjónvarpsþætti í Chicago í gær.
Henkle í sjónvarpsþætti í Chicago í gær.
Blaðamaðurinn Derek Henkle var í heimsfréttunum í gær eftir að hafa spurt Bastian Schweinsteiger að svo heimskulegri spurningu að hún var sýnd út um allan heim.

Bandaríska liðið Chicago Fire var þá að kynna Schweinsteiger sem nýjan leikmann liðsins og Henkle spurði að því hvort hann gæti hjálpað Fire að vinna heimsmeistarakeppnina.

Eðlilega skildi enginn hvað blessaður maðurinn var að fara með þessari ruglspurningu. Hann ákvað því að umorða spurninguna en spurði aftur að því sama.

Sjá einnig: Ævintýralega vandræðaleg spurning á blaðamannafundi Schweinsteiger | Myndband

Henkle reyndi að rétta sinn hlut í gær. Baðst afsökunar, gerði tilraun til þess að snúa út úr en viðurkennir svo að vita í raun ekki mikið um fótbolta.

„Ég biðst afsökunar ef ég hef móðgað einhvern. Ég veit að ég talaði um vitlausa keppni. Ég þakka Bastian fyrir að taka fagmannlega á málinu,“ sagði Henkle.

„Spurningin mín var skot fram hjá og ég veit nú að ég verð að kynna mér knattspyrnuna betur.“

Henkle mætti í sjónvarpsþátt í Chicago í gær til þess að biðjast afsökunar en búið er að gera stólpagrin að blessuðum manninum út um allan heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×