Ævintýralega vandræðaleg spurning á blaðamannafundi Schweinsteiger | Myndband 30. mars 2017 09:00 Bastian Schweinsteiger hefur fengið margar spurningar á ferlinum en líklega enga svona asnalega. vísir/getty Þó fótbolti sé ört vaxandi íþróttagrein í Bandaríkjunum og engin deild stækkað jafnört og MLS-deildin á undanförnum árum vestanhafs eru Bandaríkjamenn aðeins á eftir öðrum þegar kemur að íþróttinni. Það sannaðist best á blaðamannafundi MLS-liðsins Chicago Fire þar sem það var að kynna þýska heimsmeistarann Bastian Schweinsteiger til leiks en hann gekk óvænt í raðir liðsins frá Manchester United á dögunum. Einn bandarískur blaðamaður á fundinum var ekki alveg með á nótunum og spurði einnar vandræðalegustu spurningar sem heyrst hefur. Hann sannaði svo með endurtekningu sinni að hann mismælti sig ekki. „Er eðlilegt að búast við því að með tilkomu þinni geti Chicago barist um heimsmeistaratitilinn?“ spurði blaðamaðurinn. Schweinsteiger og hinir tveir sem sátu með honum skildu ekkert hvað var í gangi og síst sá þýski sem skildi ekki hvað var að gerast. Til að forðast allan misskilning sagðist blaðamaðurinn ætla að umorða spurninguna og bjuggust þá flestir við einhverju eðlilegu. En svo varð ekki. Hann spurði aftur: „Býstu við því Bastian, fyrst þú ert kominn hingað, að það sé raunverulegt að Chicago Fire geti orðið heimsmeistari?“ Á endanum var spurningin afgreidd þannig að blaðamaðurinn væri að tala um MLS-bikarinn en ekki heimsmeistarabikarinn og svaraði Scwheinsteiger þá spurningunni af mikilli fagmennsku. Þessa svakalega vandræðalegu stund má sjá hér að neðan.Schweinsteiger being asked if he can help Chicago Fire win the World Cup... pic.twitter.com/Qws6GrFa8b— Oddschanger (@Oddschanger) March 30, 2017 Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Þó fótbolti sé ört vaxandi íþróttagrein í Bandaríkjunum og engin deild stækkað jafnört og MLS-deildin á undanförnum árum vestanhafs eru Bandaríkjamenn aðeins á eftir öðrum þegar kemur að íþróttinni. Það sannaðist best á blaðamannafundi MLS-liðsins Chicago Fire þar sem það var að kynna þýska heimsmeistarann Bastian Schweinsteiger til leiks en hann gekk óvænt í raðir liðsins frá Manchester United á dögunum. Einn bandarískur blaðamaður á fundinum var ekki alveg með á nótunum og spurði einnar vandræðalegustu spurningar sem heyrst hefur. Hann sannaði svo með endurtekningu sinni að hann mismælti sig ekki. „Er eðlilegt að búast við því að með tilkomu þinni geti Chicago barist um heimsmeistaratitilinn?“ spurði blaðamaðurinn. Schweinsteiger og hinir tveir sem sátu með honum skildu ekkert hvað var í gangi og síst sá þýski sem skildi ekki hvað var að gerast. Til að forðast allan misskilning sagðist blaðamaðurinn ætla að umorða spurninguna og bjuggust þá flestir við einhverju eðlilegu. En svo varð ekki. Hann spurði aftur: „Býstu við því Bastian, fyrst þú ert kominn hingað, að það sé raunverulegt að Chicago Fire geti orðið heimsmeistari?“ Á endanum var spurningin afgreidd þannig að blaðamaðurinn væri að tala um MLS-bikarinn en ekki heimsmeistarabikarinn og svaraði Scwheinsteiger þá spurningunni af mikilli fagmennsku. Þessa svakalega vandræðalegu stund má sjá hér að neðan.Schweinsteiger being asked if he can help Chicago Fire win the World Cup... pic.twitter.com/Qws6GrFa8b— Oddschanger (@Oddschanger) March 30, 2017
Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira