Enski boltinn

Varnarmaður með þrennu í stórsigri Aberdeen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrew Considine.
Andrew Considine. Vísir/Getty
Aberdeen frestaði því að Celtic tryggði sér skoska meistaratitilinn í fótbolta með því að vinna 7-0 stórsigur á Dundee. Celtic hefði orðið meistari hefði Aberdeen tapar leiknum.

Varnarmaðurinn Andrew Considine skoraði þrennu í leiknum þar af tvö þeirra í fyrri hálfleiknum sem Aberdeen vann 4-0. Adam Rooney og Kenny McLean skoruðu hin mörkin í fyrri hálfleiknum.

Ryan Jack og Niall McGinn bættu síðan við mörkum í seinni hálfleiknum áður en Andrew Considine innsiglaði sigurinn og þrennuna sína.

Andrew Considine skoraði fyrsta markið sitt með skalla eftir hornspyrnu á 17. mínútu, annað markið með skalla af stuttu fær eftir hornspyrnu á 39. mínútu og þriðja markið hans kom með skoti af stuttu færi eftir aukaspyrnu á 83. mínútu.

Considine er þrítugur og getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og miðvörður. Hann hefur spilað með Aberdeen frá 2005.

Andrew Considine hafði skorað samtals 3 mörk í fyrstu 26 leikjum sínum í skosku deildinni og tvöfaldaði því markaskor sitt í kvöld. Considine hafði fyrir þetta tímabil aldrei skorað meira en þrjú deildarmörk á tímabili.

Celtic getur tryggt sér skoska meistaratitilinn með sigri á Hearts á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×