Faðir Lubitz: Vill hreinsa mannorð sonar síns Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2017 13:15 Fjallið sem Andreas Lubitz flaug á svo 150 manns létu lífið. Vísir/AFP Faðir Andreas Lubitz, sem flaug vísvitandi á fjall í Frakklandi svo 150 létu lífið, segist geta sannað að hann hafi ekki gert það viljandi. Günter Lubitz hefur boðað til blaðamannafundar á föstudaginn, en þá verða tvö ár frá því að flugvélin fórst. Fjölskyldur þeirra sem létu lífið eru sagðar vera reiðar vegna komandi blaðamannafundar Günter Lubitz. Niðurstöður rannsóknar á atvikinu, sem lauk í janúar, eru að Lubitz bar einn ábyrgð á því að fljúga flugvélinni á fjall í frönsku ölpunum. Um var að ræða flug frá Barcelona til Dusseldorf þann 24. mars 2015. Skömmu eftir flugtak fór flugstjóri vélarinnar út úr stjórnklefanum og Lubitz læsti hann úti og hleypti honum ekki aftur inn. Heyra mátti á upptökum að flugstjórinn reyndi að brjóta sér leið inn í stjórnklefann áður en flugvélin brotlenti.Sjá einnig: Minnast látinna ættingja og vina Rannsakendur beindu sjónum sínum að því hvort að einhver af læknunum sem Lubitz leitaði til hefðu brotið gegn lögum með því að tilkynna þunglyndi hans ekki. Komið hefur í ljós að Lubitz leitaði til 41 læknis á mánuðunum fyrir atvikið. Enginn þeirra varaði vinnuveitendur hans, Germanwings, við því að hann ætti við þunglyndi að stríða. Árið 2009 tilkynnti Lubitz sjálfur þunglyndi til Lufthansa og var gert hlé á flugmannaþjálfun hans. Þjálfunin hélt svo áfram eftir að læknar úrskurðuðu hann heilbrigðan. „Fram til þessa, trúa allir því að aðstoðarflugmaður flugvélarinnar hafi verið þunglyndur um langt skeið og hann hafi vísvitandi flogið flugvélinni á fjall. Við erum sannfærð um að það sé rangt,“ sagði Günter Lubitz í tilkynningu samkvæmt frétt Deutsche welle. Lögmaður fjölskyldumeðlima fólks sem dó segir tímasetningu yfirlýsinga Günter Lubitz vera „mjög óþægilega“ og það sé ábyrgðarlaust að grípa til þessara aðgerða sléttum tveimur árum eftir atvikið. „Frá sjónarhóli fórnarlambanna er þetta taktlaust og verður líklega erfitt fyrir mörg þeirra,“ segir Elmar Giemulla. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Faðir Andreas Lubitz, sem flaug vísvitandi á fjall í Frakklandi svo 150 létu lífið, segist geta sannað að hann hafi ekki gert það viljandi. Günter Lubitz hefur boðað til blaðamannafundar á föstudaginn, en þá verða tvö ár frá því að flugvélin fórst. Fjölskyldur þeirra sem létu lífið eru sagðar vera reiðar vegna komandi blaðamannafundar Günter Lubitz. Niðurstöður rannsóknar á atvikinu, sem lauk í janúar, eru að Lubitz bar einn ábyrgð á því að fljúga flugvélinni á fjall í frönsku ölpunum. Um var að ræða flug frá Barcelona til Dusseldorf þann 24. mars 2015. Skömmu eftir flugtak fór flugstjóri vélarinnar út úr stjórnklefanum og Lubitz læsti hann úti og hleypti honum ekki aftur inn. Heyra mátti á upptökum að flugstjórinn reyndi að brjóta sér leið inn í stjórnklefann áður en flugvélin brotlenti.Sjá einnig: Minnast látinna ættingja og vina Rannsakendur beindu sjónum sínum að því hvort að einhver af læknunum sem Lubitz leitaði til hefðu brotið gegn lögum með því að tilkynna þunglyndi hans ekki. Komið hefur í ljós að Lubitz leitaði til 41 læknis á mánuðunum fyrir atvikið. Enginn þeirra varaði vinnuveitendur hans, Germanwings, við því að hann ætti við þunglyndi að stríða. Árið 2009 tilkynnti Lubitz sjálfur þunglyndi til Lufthansa og var gert hlé á flugmannaþjálfun hans. Þjálfunin hélt svo áfram eftir að læknar úrskurðuðu hann heilbrigðan. „Fram til þessa, trúa allir því að aðstoðarflugmaður flugvélarinnar hafi verið þunglyndur um langt skeið og hann hafi vísvitandi flogið flugvélinni á fjall. Við erum sannfærð um að það sé rangt,“ sagði Günter Lubitz í tilkynningu samkvæmt frétt Deutsche welle. Lögmaður fjölskyldumeðlima fólks sem dó segir tímasetningu yfirlýsinga Günter Lubitz vera „mjög óþægilega“ og það sé ábyrgðarlaust að grípa til þessara aðgerða sléttum tveimur árum eftir atvikið. „Frá sjónarhóli fórnarlambanna er þetta taktlaust og verður líklega erfitt fyrir mörg þeirra,“ segir Elmar Giemulla.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira