„Hann var með hnífinn og óð í lögreglumanninn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. mars 2017 23:30 Mikill viðbúnaður var í London. Vísir/EPA Sjónarvottar að árásinni við breska þingið fyrr í dag lýsa henni með miklum hryllingi. Fimm eru látnir, þar með talið árásarmaðurinn, og um fjörutíu eru særðir. Lögregla telur að maðurinn sé tengdum íslömskum öfgatrúarhópum. „Við vorum að labba að lestarstöðinni þegar við heyrum skell og sjáum einhvern keyra á vegfarendur. Þeir lágu þarna bara og allir sem voru á brúnni hlupu burt,“ sagði Rick Longley sem varð vitni að árásinni og sá árásarmanninn ráðast á lögreglumanninn sem lést. „Hann var með hnífinn og óð í lögreglumanninn. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Astley.Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Vísir/Graphic newsLögreglumaðurinn lést af sárum sínum skömmu seinna þrátt fyrir endurlífgunartilraunir á staðnum. Hann er einn fjögurra fórnarlamba árásarinnar en þrír til viðbótar létust einnig í árásinni, auk árásarmannsins.Myndband sem BBC hefur birt sýnir árásarmanninn keyra á fullum hraða yfir Westminster-brúnna við þinghúsið. Þar keyrði hann niður vegfarendur og á myndbandinu má meðal annar sjá konu falla af brúnni niður í Thames-ánna. Henni var skömmu síðar bjargað og er hún á lífi. Meðal þeirra sem hann ók á voru þrír lögreglumenn, erlendir nemendur frá Frakklandi og hópur suður kóreskra ferðamanna. Því næst virðist árásarmaðurinn hafa keyrt á handrið eftir að hafa komist yfir brúnna. Þar steig hann úr bílnum áður en að hópur lögreglumanna nálgaðist hann. Réðist hann að þeim með hnífi og stakk einn þeirra til bana. Hljóp hann af stað í átt að þinghúsinu og virðist hann hafa ætlað að komast inn. Óeinkennisklæddir lögreglumenn reyndu að stöðva manninn og vöruðu hann við því að þeir myndu skjóta myndi hann ekki gefast upp. Maðurinn sinnti ekki aðvörunum lögreglumannanna sem skutu hann til bana. Lögreglan telur að hann hafi verið einn að verki. Mark Rowley, yfirmaður Scotland Yard, í London segir að lögreglu gruni að árásarmaðurinn sé tengdur íslömskum öfgatrúarhópum. Verið er að rannsaka hvort maðurinn hafi átt sér vitorðsmenn. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur fordæmt árásina, sem og þjóðarleiðtogar víða um heim. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð vegna árásarinnar sem rannsökuð er sem hryðjuverk.Video shows woman falling into River Thames in #Westminster terror attack; she is being treated for serious injuries https://t.co/FJuqZFlFyJ pic.twitter.com/BKujsPhqFj— BBC Breaking News (@BBCBreaking) March 22, 2017 Police confirm five dead and 40 injured in #Westminster terror attack. Several with serious injuries, including three police officers pic.twitter.com/2AyXtw2UBg— Sky News (@SkyNews) March 22, 2017 People were flying like footballs, eyewitness Ismail tells #newsnight's @JamesClayton5 #Westminster pic.twitter.com/cwgqSXrFOb— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) March 22, 2017 UK Parliament shooting: Eyewitness Steve Voake was on Westminster Bridge, where a car struck pedestrianshttps://t.co/bjzHvmx6lT pic.twitter.com/V86AydZSaY— BBC News (UK) (@BBCNews) March 22, 2017 WATCH: Paris' Eiffel Tower goes dark in solidarity with London after deadly attack https://t.co/GmZoiaP1VM pic.twitter.com/gaO9OZ7JT0— Reuters Live (@ReutersLive) March 22, 2017 A car on Westminster Bridge has just mowed down at least 5 people. pic.twitter.com/tdCR9I0NgJ— Radosław Sikorski (@sikorskiradek) March 22, 2017 Tengdar fréttir Kristinn var í þinghúsinu þegar árásin var gerð: "Örugglega öruggasti staðurinn í London í dag“ Segir andrúmsloftið hafa verið yfirvegað og fólk þar inni sem hefur lent í öðru eins. 22. mars 2017 21:53 Íslendingar í London hvattir til að láta vita af sér Íslendingar í London eru hvattir til þess að láta aðstandendur sína vita af sér eftir árásina við breska þinghúsið fyrr í dag. 22. mars 2017 18:52 Salka vinnur í byggingu til móts við breska þingið: „Ég er auðvitað voðalega óttaslegin“ „Ég sá fréttir af þessu og svo var sendur út tölvupóstur þar sem tilkynnt var að enginn mætti yfirgefa vinnustaðinn og var öllum gert að halda sig inni“ 22. mars 2017 17:43 Árásarmaðurinn og fjórir aðrir látnir eftir árásina við breska þinghúsið Minnst fjórir eru látnir eftir að árásarmaður lét til skarar skríða við þinghúsið í London í dag. 22. mars 2017 18:10 Skotum hleypt af fyrir utan breska þingið Árásarmaður ók bíl á gangandi vegfarendur á Westminsterbrúnni í London, áður en hann reyndi að komast inn í þinghúsið. 22. mars 2017 14:58 „Þetta er óþægileg tilfinning“ Garðar Agnarsson Hall starfar sem matreiðslumeistari hjá lávarðadeild breska þingsins og er ásamt öðrum starfsmönnum lokaður inni í húsinu. 22. mars 2017 19:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Sjónarvottar að árásinni við breska þingið fyrr í dag lýsa henni með miklum hryllingi. Fimm eru látnir, þar með talið árásarmaðurinn, og um fjörutíu eru særðir. Lögregla telur að maðurinn sé tengdum íslömskum öfgatrúarhópum. „Við vorum að labba að lestarstöðinni þegar við heyrum skell og sjáum einhvern keyra á vegfarendur. Þeir lágu þarna bara og allir sem voru á brúnni hlupu burt,“ sagði Rick Longley sem varð vitni að árásinni og sá árásarmanninn ráðast á lögreglumanninn sem lést. „Hann var með hnífinn og óð í lögreglumanninn. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Astley.Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Vísir/Graphic newsLögreglumaðurinn lést af sárum sínum skömmu seinna þrátt fyrir endurlífgunartilraunir á staðnum. Hann er einn fjögurra fórnarlamba árásarinnar en þrír til viðbótar létust einnig í árásinni, auk árásarmannsins.Myndband sem BBC hefur birt sýnir árásarmanninn keyra á fullum hraða yfir Westminster-brúnna við þinghúsið. Þar keyrði hann niður vegfarendur og á myndbandinu má meðal annar sjá konu falla af brúnni niður í Thames-ánna. Henni var skömmu síðar bjargað og er hún á lífi. Meðal þeirra sem hann ók á voru þrír lögreglumenn, erlendir nemendur frá Frakklandi og hópur suður kóreskra ferðamanna. Því næst virðist árásarmaðurinn hafa keyrt á handrið eftir að hafa komist yfir brúnna. Þar steig hann úr bílnum áður en að hópur lögreglumanna nálgaðist hann. Réðist hann að þeim með hnífi og stakk einn þeirra til bana. Hljóp hann af stað í átt að þinghúsinu og virðist hann hafa ætlað að komast inn. Óeinkennisklæddir lögreglumenn reyndu að stöðva manninn og vöruðu hann við því að þeir myndu skjóta myndi hann ekki gefast upp. Maðurinn sinnti ekki aðvörunum lögreglumannanna sem skutu hann til bana. Lögreglan telur að hann hafi verið einn að verki. Mark Rowley, yfirmaður Scotland Yard, í London segir að lögreglu gruni að árásarmaðurinn sé tengdur íslömskum öfgatrúarhópum. Verið er að rannsaka hvort maðurinn hafi átt sér vitorðsmenn. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur fordæmt árásina, sem og þjóðarleiðtogar víða um heim. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð vegna árásarinnar sem rannsökuð er sem hryðjuverk.Video shows woman falling into River Thames in #Westminster terror attack; she is being treated for serious injuries https://t.co/FJuqZFlFyJ pic.twitter.com/BKujsPhqFj— BBC Breaking News (@BBCBreaking) March 22, 2017 Police confirm five dead and 40 injured in #Westminster terror attack. Several with serious injuries, including three police officers pic.twitter.com/2AyXtw2UBg— Sky News (@SkyNews) March 22, 2017 People were flying like footballs, eyewitness Ismail tells #newsnight's @JamesClayton5 #Westminster pic.twitter.com/cwgqSXrFOb— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) March 22, 2017 UK Parliament shooting: Eyewitness Steve Voake was on Westminster Bridge, where a car struck pedestrianshttps://t.co/bjzHvmx6lT pic.twitter.com/V86AydZSaY— BBC News (UK) (@BBCNews) March 22, 2017 WATCH: Paris' Eiffel Tower goes dark in solidarity with London after deadly attack https://t.co/GmZoiaP1VM pic.twitter.com/gaO9OZ7JT0— Reuters Live (@ReutersLive) March 22, 2017 A car on Westminster Bridge has just mowed down at least 5 people. pic.twitter.com/tdCR9I0NgJ— Radosław Sikorski (@sikorskiradek) March 22, 2017
Tengdar fréttir Kristinn var í þinghúsinu þegar árásin var gerð: "Örugglega öruggasti staðurinn í London í dag“ Segir andrúmsloftið hafa verið yfirvegað og fólk þar inni sem hefur lent í öðru eins. 22. mars 2017 21:53 Íslendingar í London hvattir til að láta vita af sér Íslendingar í London eru hvattir til þess að láta aðstandendur sína vita af sér eftir árásina við breska þinghúsið fyrr í dag. 22. mars 2017 18:52 Salka vinnur í byggingu til móts við breska þingið: „Ég er auðvitað voðalega óttaslegin“ „Ég sá fréttir af þessu og svo var sendur út tölvupóstur þar sem tilkynnt var að enginn mætti yfirgefa vinnustaðinn og var öllum gert að halda sig inni“ 22. mars 2017 17:43 Árásarmaðurinn og fjórir aðrir látnir eftir árásina við breska þinghúsið Minnst fjórir eru látnir eftir að árásarmaður lét til skarar skríða við þinghúsið í London í dag. 22. mars 2017 18:10 Skotum hleypt af fyrir utan breska þingið Árásarmaður ók bíl á gangandi vegfarendur á Westminsterbrúnni í London, áður en hann reyndi að komast inn í þinghúsið. 22. mars 2017 14:58 „Þetta er óþægileg tilfinning“ Garðar Agnarsson Hall starfar sem matreiðslumeistari hjá lávarðadeild breska þingsins og er ásamt öðrum starfsmönnum lokaður inni í húsinu. 22. mars 2017 19:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Kristinn var í þinghúsinu þegar árásin var gerð: "Örugglega öruggasti staðurinn í London í dag“ Segir andrúmsloftið hafa verið yfirvegað og fólk þar inni sem hefur lent í öðru eins. 22. mars 2017 21:53
Íslendingar í London hvattir til að láta vita af sér Íslendingar í London eru hvattir til þess að láta aðstandendur sína vita af sér eftir árásina við breska þinghúsið fyrr í dag. 22. mars 2017 18:52
Salka vinnur í byggingu til móts við breska þingið: „Ég er auðvitað voðalega óttaslegin“ „Ég sá fréttir af þessu og svo var sendur út tölvupóstur þar sem tilkynnt var að enginn mætti yfirgefa vinnustaðinn og var öllum gert að halda sig inni“ 22. mars 2017 17:43
Árásarmaðurinn og fjórir aðrir látnir eftir árásina við breska þinghúsið Minnst fjórir eru látnir eftir að árásarmaður lét til skarar skríða við þinghúsið í London í dag. 22. mars 2017 18:10
Skotum hleypt af fyrir utan breska þingið Árásarmaður ók bíl á gangandi vegfarendur á Westminsterbrúnni í London, áður en hann reyndi að komast inn í þinghúsið. 22. mars 2017 14:58
„Þetta er óþægileg tilfinning“ Garðar Agnarsson Hall starfar sem matreiðslumeistari hjá lávarðadeild breska þingsins og er ásamt öðrum starfsmönnum lokaður inni í húsinu. 22. mars 2017 19:00