Árásarmaðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. mars 2017 07:00 Breskir lögreglumenn minnast félaga síns, Keiths Palmer, sem var myrtur í árásinni á miðvikudag. vísir/epa Lögreglan í Bretlandi hefur handtekið átta manns í Birmingham og London í tengslum við rannsókn á árásinni í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn var 52 ára gamall breskur ríkisborgari, Khalid Masood að nafni, fæddur í Kent á Englandi. Hann hafði ítrekað komist í kast við lögin og hlotið dóma, fyrst árið 1983 og síðast árið 2003, meðal annars fyrir alvarleg ofbeldisbrot en ekki fyrir tengsl við hryðjuverk af neinu tagi. Masood náði að drepa þrjá og slasa fjölmarga áður en lögregla skaut hann til bana fyrir utan þinghúsið í London. Síðan þá hafa tveir látist af sárum sínum. Theresa May forsætisráðherra upplýsti á þingi í gær að leyniþjónustan MI5 hefði vitað af honum. Hann hafi áður sætt rannsókn í tengslum við hryðjuverk, en hann hafi ekki verið í miðpunkti þeirrar rannsóknar. Enginn grunur hafði þó vaknað hjá lögreglu um að hann væri að undirbúa hryðjuverk. Þótt átta manns hafi verið handteknir segist breska lögreglan enn telja að árásarmaðurinn hafi staðið einn að verki. Lítið hefur verið gefið upp um hann, annað en að hann hafi verið fæddur í Bretlandi og að hann hafi verið hallur undir hugmyndir herskárra íslamista. Lögreglan vildi í fyrstu ekki nafngreina manninn og bað fjölmiðla um að gera það ekki heldur á meðan rannsóknin væri á viðkvæmu stigi. Hún sagði árásina hafa beinst gegn frjálsu fólki alls staðar, en bestu viðbrögðin fælust í því að fólk héldi áfram að lifa lífinu eins og ekkert hefði í skorist. Með því að bregðast þannig við sé verið að sýna óvinunum fram á að þeim takist ekki að sigra. Þetta séu viðbrögð sem sýna að Bretar muni aldrei gefa eftir. Sadiq Khan, borgarstjóri í London, tók í sama streng og sagði að hryðjuverkamönnum myndi ekki takast að fá íbúa borgarinnar til að breyta lífsháttum sínum. Öfgasamtökin Íslamskt ríki, sem hafa haldið uppi ógnarstjórn í Sýrlandi og Írak og hvatt fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk, lýstu í gær yfir ábyrgð á árásinni. Tilkynningin frá Íslamska ríkinu bendir þó ekki til þess að samtökin hafi tekið neinn beinan þátt í að undirbúa eða skipuleggja árásina. Lögregla hefur sagt að árásarmaðurinn hafi verið undir áhrifum af hryðjuverkastefnu herskárra íslamista. Í gærmorgun reyndi svo maður í belgísku borginni Antwerpen að aka á fjölda fólks á fjölfarinni götu, en hann var handtekinn áður en honum tókst að valda tjóni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Lögreglan í Bretlandi hefur handtekið átta manns í Birmingham og London í tengslum við rannsókn á árásinni í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn var 52 ára gamall breskur ríkisborgari, Khalid Masood að nafni, fæddur í Kent á Englandi. Hann hafði ítrekað komist í kast við lögin og hlotið dóma, fyrst árið 1983 og síðast árið 2003, meðal annars fyrir alvarleg ofbeldisbrot en ekki fyrir tengsl við hryðjuverk af neinu tagi. Masood náði að drepa þrjá og slasa fjölmarga áður en lögregla skaut hann til bana fyrir utan þinghúsið í London. Síðan þá hafa tveir látist af sárum sínum. Theresa May forsætisráðherra upplýsti á þingi í gær að leyniþjónustan MI5 hefði vitað af honum. Hann hafi áður sætt rannsókn í tengslum við hryðjuverk, en hann hafi ekki verið í miðpunkti þeirrar rannsóknar. Enginn grunur hafði þó vaknað hjá lögreglu um að hann væri að undirbúa hryðjuverk. Þótt átta manns hafi verið handteknir segist breska lögreglan enn telja að árásarmaðurinn hafi staðið einn að verki. Lítið hefur verið gefið upp um hann, annað en að hann hafi verið fæddur í Bretlandi og að hann hafi verið hallur undir hugmyndir herskárra íslamista. Lögreglan vildi í fyrstu ekki nafngreina manninn og bað fjölmiðla um að gera það ekki heldur á meðan rannsóknin væri á viðkvæmu stigi. Hún sagði árásina hafa beinst gegn frjálsu fólki alls staðar, en bestu viðbrögðin fælust í því að fólk héldi áfram að lifa lífinu eins og ekkert hefði í skorist. Með því að bregðast þannig við sé verið að sýna óvinunum fram á að þeim takist ekki að sigra. Þetta séu viðbrögð sem sýna að Bretar muni aldrei gefa eftir. Sadiq Khan, borgarstjóri í London, tók í sama streng og sagði að hryðjuverkamönnum myndi ekki takast að fá íbúa borgarinnar til að breyta lífsháttum sínum. Öfgasamtökin Íslamskt ríki, sem hafa haldið uppi ógnarstjórn í Sýrlandi og Írak og hvatt fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk, lýstu í gær yfir ábyrgð á árásinni. Tilkynningin frá Íslamska ríkinu bendir þó ekki til þess að samtökin hafi tekið neinn beinan þátt í að undirbúa eða skipuleggja árásina. Lögregla hefur sagt að árásarmaðurinn hafi verið undir áhrifum af hryðjuverkastefnu herskárra íslamista. Í gærmorgun reyndi svo maður í belgísku borginni Antwerpen að aka á fjölda fólks á fjölfarinni götu, en hann var handtekinn áður en honum tókst að valda tjóni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira