Brexit til marks um „lokaða þjóðernishyggju“ fortíðarinnar að mati forsætisráðherra Ítalíu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. mars 2017 16:15 Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, til vinstri, ásamt Donald Tusk, forseta ráðherranefndar ESB og Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu. Vísir/EPA Ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið, var harðlega gagnrýnd af Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, í ræðu sem hann hélt á leiðtogafundi Evrópusambandsins í dag í Róm. Þar er um þessar mundir haldið upp á 60 ára afmæli sambandsins. Guardian greinir frá.Sjá einnig: Leiðtogar ESB ríkja fagna afmæli RómarsáttmálansHann sagði það hafa verið mistök af hálfu sambandsins að hafa ekki tekist með viðeigandi hætti á við þá efnahagskreppu sem upp hefði komið árið 2008 sem hrundið hefði af stað neikvæðum skoðunum í garð sambandsins. „Þau viðbrögð áttu hlut í því að breyta almenningsálitinu og því miður ýtti þetta undir skoðanir meðal bresks almennings um að hafna sambandinu og undir þá lokuðu þjóðernishyggju sem við héldum að væri fyrir löngu orðin hluti af fortíðinni.“ Á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í dag var skrifað undir sérstaka yfirlýsingu, þar sem lögð var áhersla á mikilvægi áframhaldandi Evrópusamruna. Segir meðal annars í tilkynningu leiðtoganna: „Fyrir sextíu árum, þegar heimsálfan var að jafna sig eftir tvær heimsstyrjaldir, ákváðum við að tengjast hvort öðru og endurreisa heimsálfuna úr öskustónni.“ „Við höfum sett á laggirnar einstakt ríkjasamband með sameiginlegum stofnunum og sterkum gildum, samfélag friðar, frelsis, lýðræðis, mannréttinda og dóms og laga.“ „Evrópsk sameining hófst sem draumur fárra, en varð að von margra. Evrópa varð heil aftur. Í dag stöndum við sameinaðri og sterkari en nokkurn tímann áður, á tímum þar sem hundruð milljónir manna lifa og njóta velsældar vegna öflugs sambands, þar sem sigrast hefur verið á gömlum ágreiningsefnum.“ Athygli vekur að lítið sem ekkert var minnst á Bretland á ráðstefnunni í dag, en næstkomandi miðvikudag mun Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, senda sambandinu bréf og tilkynna með formlegum hætti að Bretland muni hefja útgönguferlið úr sambandinu. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lét hafa eftir sér á samkomunni í dag, að samkoman væri frábær vettvangur til þess að ræða framtíð sambandsins með jákvæðum hætti, og hvernig hún verður eftir útgöngu Breta. Benti hann á að enginn ágreiningur hefði komið upp, meðal ríkjanna, um framtíð sambandsins. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið, var harðlega gagnrýnd af Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, í ræðu sem hann hélt á leiðtogafundi Evrópusambandsins í dag í Róm. Þar er um þessar mundir haldið upp á 60 ára afmæli sambandsins. Guardian greinir frá.Sjá einnig: Leiðtogar ESB ríkja fagna afmæli RómarsáttmálansHann sagði það hafa verið mistök af hálfu sambandsins að hafa ekki tekist með viðeigandi hætti á við þá efnahagskreppu sem upp hefði komið árið 2008 sem hrundið hefði af stað neikvæðum skoðunum í garð sambandsins. „Þau viðbrögð áttu hlut í því að breyta almenningsálitinu og því miður ýtti þetta undir skoðanir meðal bresks almennings um að hafna sambandinu og undir þá lokuðu þjóðernishyggju sem við héldum að væri fyrir löngu orðin hluti af fortíðinni.“ Á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í dag var skrifað undir sérstaka yfirlýsingu, þar sem lögð var áhersla á mikilvægi áframhaldandi Evrópusamruna. Segir meðal annars í tilkynningu leiðtoganna: „Fyrir sextíu árum, þegar heimsálfan var að jafna sig eftir tvær heimsstyrjaldir, ákváðum við að tengjast hvort öðru og endurreisa heimsálfuna úr öskustónni.“ „Við höfum sett á laggirnar einstakt ríkjasamband með sameiginlegum stofnunum og sterkum gildum, samfélag friðar, frelsis, lýðræðis, mannréttinda og dóms og laga.“ „Evrópsk sameining hófst sem draumur fárra, en varð að von margra. Evrópa varð heil aftur. Í dag stöndum við sameinaðri og sterkari en nokkurn tímann áður, á tímum þar sem hundruð milljónir manna lifa og njóta velsældar vegna öflugs sambands, þar sem sigrast hefur verið á gömlum ágreiningsefnum.“ Athygli vekur að lítið sem ekkert var minnst á Bretland á ráðstefnunni í dag, en næstkomandi miðvikudag mun Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, senda sambandinu bréf og tilkynna með formlegum hætti að Bretland muni hefja útgönguferlið úr sambandinu. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lét hafa eftir sér á samkomunni í dag, að samkoman væri frábær vettvangur til þess að ræða framtíð sambandsins með jákvæðum hætti, og hvernig hún verður eftir útgöngu Breta. Benti hann á að enginn ágreiningur hefði komið upp, meðal ríkjanna, um framtíð sambandsins.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira