Brexit til marks um „lokaða þjóðernishyggju“ fortíðarinnar að mati forsætisráðherra Ítalíu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. mars 2017 16:15 Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, til vinstri, ásamt Donald Tusk, forseta ráðherranefndar ESB og Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu. Vísir/EPA Ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið, var harðlega gagnrýnd af Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, í ræðu sem hann hélt á leiðtogafundi Evrópusambandsins í dag í Róm. Þar er um þessar mundir haldið upp á 60 ára afmæli sambandsins. Guardian greinir frá.Sjá einnig: Leiðtogar ESB ríkja fagna afmæli RómarsáttmálansHann sagði það hafa verið mistök af hálfu sambandsins að hafa ekki tekist með viðeigandi hætti á við þá efnahagskreppu sem upp hefði komið árið 2008 sem hrundið hefði af stað neikvæðum skoðunum í garð sambandsins. „Þau viðbrögð áttu hlut í því að breyta almenningsálitinu og því miður ýtti þetta undir skoðanir meðal bresks almennings um að hafna sambandinu og undir þá lokuðu þjóðernishyggju sem við héldum að væri fyrir löngu orðin hluti af fortíðinni.“ Á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í dag var skrifað undir sérstaka yfirlýsingu, þar sem lögð var áhersla á mikilvægi áframhaldandi Evrópusamruna. Segir meðal annars í tilkynningu leiðtoganna: „Fyrir sextíu árum, þegar heimsálfan var að jafna sig eftir tvær heimsstyrjaldir, ákváðum við að tengjast hvort öðru og endurreisa heimsálfuna úr öskustónni.“ „Við höfum sett á laggirnar einstakt ríkjasamband með sameiginlegum stofnunum og sterkum gildum, samfélag friðar, frelsis, lýðræðis, mannréttinda og dóms og laga.“ „Evrópsk sameining hófst sem draumur fárra, en varð að von margra. Evrópa varð heil aftur. Í dag stöndum við sameinaðri og sterkari en nokkurn tímann áður, á tímum þar sem hundruð milljónir manna lifa og njóta velsældar vegna öflugs sambands, þar sem sigrast hefur verið á gömlum ágreiningsefnum.“ Athygli vekur að lítið sem ekkert var minnst á Bretland á ráðstefnunni í dag, en næstkomandi miðvikudag mun Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, senda sambandinu bréf og tilkynna með formlegum hætti að Bretland muni hefja útgönguferlið úr sambandinu. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lét hafa eftir sér á samkomunni í dag, að samkoman væri frábær vettvangur til þess að ræða framtíð sambandsins með jákvæðum hætti, og hvernig hún verður eftir útgöngu Breta. Benti hann á að enginn ágreiningur hefði komið upp, meðal ríkjanna, um framtíð sambandsins. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið, var harðlega gagnrýnd af Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, í ræðu sem hann hélt á leiðtogafundi Evrópusambandsins í dag í Róm. Þar er um þessar mundir haldið upp á 60 ára afmæli sambandsins. Guardian greinir frá.Sjá einnig: Leiðtogar ESB ríkja fagna afmæli RómarsáttmálansHann sagði það hafa verið mistök af hálfu sambandsins að hafa ekki tekist með viðeigandi hætti á við þá efnahagskreppu sem upp hefði komið árið 2008 sem hrundið hefði af stað neikvæðum skoðunum í garð sambandsins. „Þau viðbrögð áttu hlut í því að breyta almenningsálitinu og því miður ýtti þetta undir skoðanir meðal bresks almennings um að hafna sambandinu og undir þá lokuðu þjóðernishyggju sem við héldum að væri fyrir löngu orðin hluti af fortíðinni.“ Á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í dag var skrifað undir sérstaka yfirlýsingu, þar sem lögð var áhersla á mikilvægi áframhaldandi Evrópusamruna. Segir meðal annars í tilkynningu leiðtoganna: „Fyrir sextíu árum, þegar heimsálfan var að jafna sig eftir tvær heimsstyrjaldir, ákváðum við að tengjast hvort öðru og endurreisa heimsálfuna úr öskustónni.“ „Við höfum sett á laggirnar einstakt ríkjasamband með sameiginlegum stofnunum og sterkum gildum, samfélag friðar, frelsis, lýðræðis, mannréttinda og dóms og laga.“ „Evrópsk sameining hófst sem draumur fárra, en varð að von margra. Evrópa varð heil aftur. Í dag stöndum við sameinaðri og sterkari en nokkurn tímann áður, á tímum þar sem hundruð milljónir manna lifa og njóta velsældar vegna öflugs sambands, þar sem sigrast hefur verið á gömlum ágreiningsefnum.“ Athygli vekur að lítið sem ekkert var minnst á Bretland á ráðstefnunni í dag, en næstkomandi miðvikudag mun Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, senda sambandinu bréf og tilkynna með formlegum hætti að Bretland muni hefja útgönguferlið úr sambandinu. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lét hafa eftir sér á samkomunni í dag, að samkoman væri frábær vettvangur til þess að ræða framtíð sambandsins með jákvæðum hætti, og hvernig hún verður eftir útgöngu Breta. Benti hann á að enginn ágreiningur hefði komið upp, meðal ríkjanna, um framtíð sambandsins.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira