Brexit til marks um „lokaða þjóðernishyggju“ fortíðarinnar að mati forsætisráðherra Ítalíu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. mars 2017 16:15 Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, til vinstri, ásamt Donald Tusk, forseta ráðherranefndar ESB og Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu. Vísir/EPA Ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið, var harðlega gagnrýnd af Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, í ræðu sem hann hélt á leiðtogafundi Evrópusambandsins í dag í Róm. Þar er um þessar mundir haldið upp á 60 ára afmæli sambandsins. Guardian greinir frá.Sjá einnig: Leiðtogar ESB ríkja fagna afmæli RómarsáttmálansHann sagði það hafa verið mistök af hálfu sambandsins að hafa ekki tekist með viðeigandi hætti á við þá efnahagskreppu sem upp hefði komið árið 2008 sem hrundið hefði af stað neikvæðum skoðunum í garð sambandsins. „Þau viðbrögð áttu hlut í því að breyta almenningsálitinu og því miður ýtti þetta undir skoðanir meðal bresks almennings um að hafna sambandinu og undir þá lokuðu þjóðernishyggju sem við héldum að væri fyrir löngu orðin hluti af fortíðinni.“ Á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í dag var skrifað undir sérstaka yfirlýsingu, þar sem lögð var áhersla á mikilvægi áframhaldandi Evrópusamruna. Segir meðal annars í tilkynningu leiðtoganna: „Fyrir sextíu árum, þegar heimsálfan var að jafna sig eftir tvær heimsstyrjaldir, ákváðum við að tengjast hvort öðru og endurreisa heimsálfuna úr öskustónni.“ „Við höfum sett á laggirnar einstakt ríkjasamband með sameiginlegum stofnunum og sterkum gildum, samfélag friðar, frelsis, lýðræðis, mannréttinda og dóms og laga.“ „Evrópsk sameining hófst sem draumur fárra, en varð að von margra. Evrópa varð heil aftur. Í dag stöndum við sameinaðri og sterkari en nokkurn tímann áður, á tímum þar sem hundruð milljónir manna lifa og njóta velsældar vegna öflugs sambands, þar sem sigrast hefur verið á gömlum ágreiningsefnum.“ Athygli vekur að lítið sem ekkert var minnst á Bretland á ráðstefnunni í dag, en næstkomandi miðvikudag mun Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, senda sambandinu bréf og tilkynna með formlegum hætti að Bretland muni hefja útgönguferlið úr sambandinu. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lét hafa eftir sér á samkomunni í dag, að samkoman væri frábær vettvangur til þess að ræða framtíð sambandsins með jákvæðum hætti, og hvernig hún verður eftir útgöngu Breta. Benti hann á að enginn ágreiningur hefði komið upp, meðal ríkjanna, um framtíð sambandsins. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið, var harðlega gagnrýnd af Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, í ræðu sem hann hélt á leiðtogafundi Evrópusambandsins í dag í Róm. Þar er um þessar mundir haldið upp á 60 ára afmæli sambandsins. Guardian greinir frá.Sjá einnig: Leiðtogar ESB ríkja fagna afmæli RómarsáttmálansHann sagði það hafa verið mistök af hálfu sambandsins að hafa ekki tekist með viðeigandi hætti á við þá efnahagskreppu sem upp hefði komið árið 2008 sem hrundið hefði af stað neikvæðum skoðunum í garð sambandsins. „Þau viðbrögð áttu hlut í því að breyta almenningsálitinu og því miður ýtti þetta undir skoðanir meðal bresks almennings um að hafna sambandinu og undir þá lokuðu þjóðernishyggju sem við héldum að væri fyrir löngu orðin hluti af fortíðinni.“ Á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í dag var skrifað undir sérstaka yfirlýsingu, þar sem lögð var áhersla á mikilvægi áframhaldandi Evrópusamruna. Segir meðal annars í tilkynningu leiðtoganna: „Fyrir sextíu árum, þegar heimsálfan var að jafna sig eftir tvær heimsstyrjaldir, ákváðum við að tengjast hvort öðru og endurreisa heimsálfuna úr öskustónni.“ „Við höfum sett á laggirnar einstakt ríkjasamband með sameiginlegum stofnunum og sterkum gildum, samfélag friðar, frelsis, lýðræðis, mannréttinda og dóms og laga.“ „Evrópsk sameining hófst sem draumur fárra, en varð að von margra. Evrópa varð heil aftur. Í dag stöndum við sameinaðri og sterkari en nokkurn tímann áður, á tímum þar sem hundruð milljónir manna lifa og njóta velsældar vegna öflugs sambands, þar sem sigrast hefur verið á gömlum ágreiningsefnum.“ Athygli vekur að lítið sem ekkert var minnst á Bretland á ráðstefnunni í dag, en næstkomandi miðvikudag mun Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, senda sambandinu bréf og tilkynna með formlegum hætti að Bretland muni hefja útgönguferlið úr sambandinu. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lét hafa eftir sér á samkomunni í dag, að samkoman væri frábær vettvangur til þess að ræða framtíð sambandsins með jákvæðum hætti, og hvernig hún verður eftir útgöngu Breta. Benti hann á að enginn ágreiningur hefði komið upp, meðal ríkjanna, um framtíð sambandsins.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira