Svartur dagur í sögu Akranesbæjar Sveinn Arnarsson skrifar 28. mars 2017 06:00 Stórt skarð yrði hoggið í atvinnulíf á skaganum ef þögnin myndi yfirtaka vinnslusal HB Granda í bænum. vísir/eyþór HB Grandi áformar að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi og hefur hafið samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaga starfsmanna vegna þess. 93 starfsmenn vinna við botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi. Heimildir Fréttablaðsins herma að öllum starfsmönnum botnfiskvinnslunnar verði sagt upp í lok mánaðarins. „Starfsmenn voru slegnir við fréttirnar og það var þungt hljóð í fólkinu. Það var mjög lítið um svör til okkar á fundinum. Þetta mun líklega skýrast örlítið betur á miðvikudag á fundi með trúnaðarmönnum, aðilum fyrirtækisins og verkalýðsfélagsins,“ segir Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna í botnfiskvinnslu HB Granda. „Við sem vinnum þarna höfum lent í þessu áður að vera sagt upp störfum svo við erum vön þessu. Auðvitað vonumst við eftir því að lausn finnist í þessu máli.“Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna, sést hér til vinstri.vísir/eyþórHagnaður HB Granda á síðasta ári var um þrír milljarðar króna og hefur fyrirtækið hagnast um 40 milljarða króna frá hruni. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður þann 5. maí næstkomandi, verður borin upp tillaga um að arðgreiðslur nemi um 1,8 milljörðum króna. Vilhjálmur Birgisson segir stöðuna sem upp er komin á Akranesi grafalvarlega, dapra og sorglega og að gærdagurinn hafi verið svartur dagur í sögu bæjarfélagsins. „Fyrirtæki sem lifði af tvær heimsstyrjaldir er að hætta starfsemi vegna stjórnunar fiskveiða þar sem örfáir aðilar geta tekið ákvörðun um að slökkva ljósin í heilu byggðarlögunum og skilja fólkið eftir án lífsviðurværis,“ segir Vilhjálmur. „Ég minnti forstjóra HB Granda á þá samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækið ber. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að sjávarauðlindinni án þess að axla neina ábyrgð á fólkinu í landinu og þeim samfélögum sem það starfar í.“ „Þetta hefur mikil áhrif á okkar starfsfólk og Skagamenn yfirhöfuð. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, á blaðamannafundi í gær. „Erfið staða í landvinnslu kallar á þessar aðgerðir. Þetta er neyðarákvörðun sem þarf að taka,“ segir hann. Ólafur Adolfsson, formaður bæjarráðs Akraness, sagði tíðindin alvarleg fyrir bæjarfélagið enda vinnustaðurinn mjög stór í bænum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
HB Grandi áformar að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi og hefur hafið samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaga starfsmanna vegna þess. 93 starfsmenn vinna við botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi. Heimildir Fréttablaðsins herma að öllum starfsmönnum botnfiskvinnslunnar verði sagt upp í lok mánaðarins. „Starfsmenn voru slegnir við fréttirnar og það var þungt hljóð í fólkinu. Það var mjög lítið um svör til okkar á fundinum. Þetta mun líklega skýrast örlítið betur á miðvikudag á fundi með trúnaðarmönnum, aðilum fyrirtækisins og verkalýðsfélagsins,“ segir Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna í botnfiskvinnslu HB Granda. „Við sem vinnum þarna höfum lent í þessu áður að vera sagt upp störfum svo við erum vön þessu. Auðvitað vonumst við eftir því að lausn finnist í þessu máli.“Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna, sést hér til vinstri.vísir/eyþórHagnaður HB Granda á síðasta ári var um þrír milljarðar króna og hefur fyrirtækið hagnast um 40 milljarða króna frá hruni. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður þann 5. maí næstkomandi, verður borin upp tillaga um að arðgreiðslur nemi um 1,8 milljörðum króna. Vilhjálmur Birgisson segir stöðuna sem upp er komin á Akranesi grafalvarlega, dapra og sorglega og að gærdagurinn hafi verið svartur dagur í sögu bæjarfélagsins. „Fyrirtæki sem lifði af tvær heimsstyrjaldir er að hætta starfsemi vegna stjórnunar fiskveiða þar sem örfáir aðilar geta tekið ákvörðun um að slökkva ljósin í heilu byggðarlögunum og skilja fólkið eftir án lífsviðurværis,“ segir Vilhjálmur. „Ég minnti forstjóra HB Granda á þá samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækið ber. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að sjávarauðlindinni án þess að axla neina ábyrgð á fólkinu í landinu og þeim samfélögum sem það starfar í.“ „Þetta hefur mikil áhrif á okkar starfsfólk og Skagamenn yfirhöfuð. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, á blaðamannafundi í gær. „Erfið staða í landvinnslu kallar á þessar aðgerðir. Þetta er neyðarákvörðun sem þarf að taka,“ segir hann. Ólafur Adolfsson, formaður bæjarráðs Akraness, sagði tíðindin alvarleg fyrir bæjarfélagið enda vinnustaðurinn mjög stór í bænum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57
Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15
Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00