Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. mars 2017 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, og bæjarstjórinn Sævar Freyr Þráinsson fyrir fundinn. vísir/ernir Bæjarstjórn og bæjarstjóri Akraness funduðu í gær með þingmönnum Norðvesturkjördæmis og Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, í ráðhúsi sveitarfélagsins. Umræðuefni fundarins var fyrirhuguð breyting á rekstri HB Granda en fyrirtækið stefnir að því að hætta botnfiskvinnslu á staðnum og flytja starfsemina til Reykjavíkur. Forsvarsmenn HB Granda hafa haft samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaganna um aðgerðina. Á Akranesi starfa um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. Helmingur alls kvóta HB Granda kom í gegnum sameiningu félagsins við Harald Böðvarsson & co í árslok 2004, en fyrir þann tíma hét félagið Grandi ehf. Er það stefna bæjaryfirvalda að tryggja að ef vinnslan á að sameinast á einum stað þá verði það á Akranesi. „Við Skagamenn erum slegnir yfir þessum fréttum. Við viljum halda starfsemi áfram á Akranesi og byggja upp. Staðan er ótrúlega döpur og vekur upp spurningar um hvort við séum á réttri leið,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að fundi loknum. Í tilkynningu frá HB Granda segir að hvorki sé hafnaraðstaða né aðstaða til vinnslu alls botnfiskafla ísfisktogara á Akranesi. Forsvarsmenn félagsins og Akranesbæjar eiga í viðræðum um mögulegar breytingar á því. „Það eru miklar áhyggjur hjá bæjarstjórninni og við þingmenn tökum undir þær. Menn eru ekki úrkula vonar um að stjórnarmenn fyrirtækisins horfi til samfélagslegrar ábyrgðar og langrar sögu fyrirtækisins,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í kjördæminu. „Hérna eru heimamenn tilbúnir til að byggja upp og bæta aðstöðu sem þarf til hér við höfnina. Það er okkar von að þeir fái frest til að skoða þessi mál í samhengi áður en afdrifaríkar ákvarðanir verða teknar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svartur dagur í sögu Akranesbæjar 93 starfsmenn munu að öllum líkindum missa vinnuna hjá HB Granda í lok mánaðar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir stöðuna í bænum grafalvarlega. 28. mars 2017 06:00 Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15 Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Bæjarstjórn og bæjarstjóri Akraness funduðu í gær með þingmönnum Norðvesturkjördæmis og Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, í ráðhúsi sveitarfélagsins. Umræðuefni fundarins var fyrirhuguð breyting á rekstri HB Granda en fyrirtækið stefnir að því að hætta botnfiskvinnslu á staðnum og flytja starfsemina til Reykjavíkur. Forsvarsmenn HB Granda hafa haft samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaganna um aðgerðina. Á Akranesi starfa um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. Helmingur alls kvóta HB Granda kom í gegnum sameiningu félagsins við Harald Böðvarsson & co í árslok 2004, en fyrir þann tíma hét félagið Grandi ehf. Er það stefna bæjaryfirvalda að tryggja að ef vinnslan á að sameinast á einum stað þá verði það á Akranesi. „Við Skagamenn erum slegnir yfir þessum fréttum. Við viljum halda starfsemi áfram á Akranesi og byggja upp. Staðan er ótrúlega döpur og vekur upp spurningar um hvort við séum á réttri leið,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að fundi loknum. Í tilkynningu frá HB Granda segir að hvorki sé hafnaraðstaða né aðstaða til vinnslu alls botnfiskafla ísfisktogara á Akranesi. Forsvarsmenn félagsins og Akranesbæjar eiga í viðræðum um mögulegar breytingar á því. „Það eru miklar áhyggjur hjá bæjarstjórninni og við þingmenn tökum undir þær. Menn eru ekki úrkula vonar um að stjórnarmenn fyrirtækisins horfi til samfélagslegrar ábyrgðar og langrar sögu fyrirtækisins,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í kjördæminu. „Hérna eru heimamenn tilbúnir til að byggja upp og bæta aðstöðu sem þarf til hér við höfnina. Það er okkar von að þeir fái frest til að skoða þessi mál í samhengi áður en afdrifaríkar ákvarðanir verða teknar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svartur dagur í sögu Akranesbæjar 93 starfsmenn munu að öllum líkindum missa vinnuna hjá HB Granda í lok mánaðar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir stöðuna í bænum grafalvarlega. 28. mars 2017 06:00 Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15 Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Svartur dagur í sögu Akranesbæjar 93 starfsmenn munu að öllum líkindum missa vinnuna hjá HB Granda í lok mánaðar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir stöðuna í bænum grafalvarlega. 28. mars 2017 06:00
Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15
Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26