Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 10:57 Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. vísir/gva Styrking krónunnar er meginástæða þess að HB Grandi ætlar að draga verulega úr eða hætta að kaupa botnfisk á fiskmarkaði, segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort segja þurfi upp fólki. „Rekstrarhorfur eru lakar fyrst og fremst vegna styrkingar íslensku krónunnar og styrkleika hennar en einnig vegna kostnaðarhækkana innanlands og þess að lítil breyting hefur verið á fiskverði síðustu ár,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. HB Grandi sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun um að rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafi ekki verið lakari í áratugi, og að útlit sé fyrir tap af landvinnslu. Því hafi verið tekin ákvörðun um að draga verulega úr eða hætta kaupum á botnfiski á fiskmarkaði. Fundar með verkalýðsforingja vegna málsins Vilhjálmur segist aðspurður ekki hafa tekið ákvörðun um hvort fjöldauppsagnir séu í vændum. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að segja upp fólki, og þessi einstaka ráðstöfun þarf ekki að þýða fækkun starfsfólks. Þetta þýðir einfaldlega það að það er verið að draga saman í landvinnslu sem nemur fjögur þúsund tonnum. Við erum bara að skoða okkar mál í rekstri og uppsetningu félagsins.“ Vilhjálmur óskaði síðastliðinn föstudag eftir fundi með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og er sá fundur fyrirhugaður klukkan 14.30 í dag. Hann vill ekki gefa upp á þessum tímapunkti hvað rætt verði á fundinum, en í kringum 150 manns starfa við landvinnsluna á Akranesi. Árið 2016 voru unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af voru keypt 4 þúsund tonn af ufsa og þorski af öðrum útgerðum og á fiskmarkaði.Væntanlega flestir að glíma við sömu erfiðleika Þá segist hann ekki gera ráð fyrir öðru en að aðrar útgerðir séu að glíma við þessa sömu erfiðleika, sem vissulega sé mikið áhyggjuefni. „Við erum einfaldlega núna að huga að varnarleik og reyna að halda okkar vinnslu í landinu. Það eru íslensk fyrirtæki sem eru að vinna að hluta að sinni framleiðslu erlendis og sé þetta ástand til lengri tíma þá hlýtur sá kostur að blasa við.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagðist í samtali við Vísi í morgun hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Hann viðraði áhyggjur sínar á Facebook fyrir helgi þar sem hann sagði útlit fyrir að óveðurský væru að hrannast upp í atvinnumálum Akurnesinga. Fréttatilkynning HB Granda sé væntanlega að staðfesta þessar áhyggjur. Tengdar fréttir HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Styrking krónunnar er meginástæða þess að HB Grandi ætlar að draga verulega úr eða hætta að kaupa botnfisk á fiskmarkaði, segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort segja þurfi upp fólki. „Rekstrarhorfur eru lakar fyrst og fremst vegna styrkingar íslensku krónunnar og styrkleika hennar en einnig vegna kostnaðarhækkana innanlands og þess að lítil breyting hefur verið á fiskverði síðustu ár,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. HB Grandi sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun um að rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafi ekki verið lakari í áratugi, og að útlit sé fyrir tap af landvinnslu. Því hafi verið tekin ákvörðun um að draga verulega úr eða hætta kaupum á botnfiski á fiskmarkaði. Fundar með verkalýðsforingja vegna málsins Vilhjálmur segist aðspurður ekki hafa tekið ákvörðun um hvort fjöldauppsagnir séu í vændum. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að segja upp fólki, og þessi einstaka ráðstöfun þarf ekki að þýða fækkun starfsfólks. Þetta þýðir einfaldlega það að það er verið að draga saman í landvinnslu sem nemur fjögur þúsund tonnum. Við erum bara að skoða okkar mál í rekstri og uppsetningu félagsins.“ Vilhjálmur óskaði síðastliðinn föstudag eftir fundi með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og er sá fundur fyrirhugaður klukkan 14.30 í dag. Hann vill ekki gefa upp á þessum tímapunkti hvað rætt verði á fundinum, en í kringum 150 manns starfa við landvinnsluna á Akranesi. Árið 2016 voru unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af voru keypt 4 þúsund tonn af ufsa og þorski af öðrum útgerðum og á fiskmarkaði.Væntanlega flestir að glíma við sömu erfiðleika Þá segist hann ekki gera ráð fyrir öðru en að aðrar útgerðir séu að glíma við þessa sömu erfiðleika, sem vissulega sé mikið áhyggjuefni. „Við erum einfaldlega núna að huga að varnarleik og reyna að halda okkar vinnslu í landinu. Það eru íslensk fyrirtæki sem eru að vinna að hluta að sinni framleiðslu erlendis og sé þetta ástand til lengri tíma þá hlýtur sá kostur að blasa við.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagðist í samtali við Vísi í morgun hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Hann viðraði áhyggjur sínar á Facebook fyrir helgi þar sem hann sagði útlit fyrir að óveðurský væru að hrannast upp í atvinnumálum Akurnesinga. Fréttatilkynning HB Granda sé væntanlega að staðfesta þessar áhyggjur.
Tengdar fréttir HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24