Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 10:57 Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. vísir/gva Styrking krónunnar er meginástæða þess að HB Grandi ætlar að draga verulega úr eða hætta að kaupa botnfisk á fiskmarkaði, segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort segja þurfi upp fólki. „Rekstrarhorfur eru lakar fyrst og fremst vegna styrkingar íslensku krónunnar og styrkleika hennar en einnig vegna kostnaðarhækkana innanlands og þess að lítil breyting hefur verið á fiskverði síðustu ár,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. HB Grandi sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun um að rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafi ekki verið lakari í áratugi, og að útlit sé fyrir tap af landvinnslu. Því hafi verið tekin ákvörðun um að draga verulega úr eða hætta kaupum á botnfiski á fiskmarkaði. Fundar með verkalýðsforingja vegna málsins Vilhjálmur segist aðspurður ekki hafa tekið ákvörðun um hvort fjöldauppsagnir séu í vændum. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að segja upp fólki, og þessi einstaka ráðstöfun þarf ekki að þýða fækkun starfsfólks. Þetta þýðir einfaldlega það að það er verið að draga saman í landvinnslu sem nemur fjögur þúsund tonnum. Við erum bara að skoða okkar mál í rekstri og uppsetningu félagsins.“ Vilhjálmur óskaði síðastliðinn föstudag eftir fundi með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og er sá fundur fyrirhugaður klukkan 14.30 í dag. Hann vill ekki gefa upp á þessum tímapunkti hvað rætt verði á fundinum, en í kringum 150 manns starfa við landvinnsluna á Akranesi. Árið 2016 voru unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af voru keypt 4 þúsund tonn af ufsa og þorski af öðrum útgerðum og á fiskmarkaði.Væntanlega flestir að glíma við sömu erfiðleika Þá segist hann ekki gera ráð fyrir öðru en að aðrar útgerðir séu að glíma við þessa sömu erfiðleika, sem vissulega sé mikið áhyggjuefni. „Við erum einfaldlega núna að huga að varnarleik og reyna að halda okkar vinnslu í landinu. Það eru íslensk fyrirtæki sem eru að vinna að hluta að sinni framleiðslu erlendis og sé þetta ástand til lengri tíma þá hlýtur sá kostur að blasa við.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagðist í samtali við Vísi í morgun hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Hann viðraði áhyggjur sínar á Facebook fyrir helgi þar sem hann sagði útlit fyrir að óveðurský væru að hrannast upp í atvinnumálum Akurnesinga. Fréttatilkynning HB Granda sé væntanlega að staðfesta þessar áhyggjur. Tengdar fréttir HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Styrking krónunnar er meginástæða þess að HB Grandi ætlar að draga verulega úr eða hætta að kaupa botnfisk á fiskmarkaði, segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort segja þurfi upp fólki. „Rekstrarhorfur eru lakar fyrst og fremst vegna styrkingar íslensku krónunnar og styrkleika hennar en einnig vegna kostnaðarhækkana innanlands og þess að lítil breyting hefur verið á fiskverði síðustu ár,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. HB Grandi sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun um að rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafi ekki verið lakari í áratugi, og að útlit sé fyrir tap af landvinnslu. Því hafi verið tekin ákvörðun um að draga verulega úr eða hætta kaupum á botnfiski á fiskmarkaði. Fundar með verkalýðsforingja vegna málsins Vilhjálmur segist aðspurður ekki hafa tekið ákvörðun um hvort fjöldauppsagnir séu í vændum. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að segja upp fólki, og þessi einstaka ráðstöfun þarf ekki að þýða fækkun starfsfólks. Þetta þýðir einfaldlega það að það er verið að draga saman í landvinnslu sem nemur fjögur þúsund tonnum. Við erum bara að skoða okkar mál í rekstri og uppsetningu félagsins.“ Vilhjálmur óskaði síðastliðinn föstudag eftir fundi með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og er sá fundur fyrirhugaður klukkan 14.30 í dag. Hann vill ekki gefa upp á þessum tímapunkti hvað rætt verði á fundinum, en í kringum 150 manns starfa við landvinnsluna á Akranesi. Árið 2016 voru unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af voru keypt 4 þúsund tonn af ufsa og þorski af öðrum útgerðum og á fiskmarkaði.Væntanlega flestir að glíma við sömu erfiðleika Þá segist hann ekki gera ráð fyrir öðru en að aðrar útgerðir séu að glíma við þessa sömu erfiðleika, sem vissulega sé mikið áhyggjuefni. „Við erum einfaldlega núna að huga að varnarleik og reyna að halda okkar vinnslu í landinu. Það eru íslensk fyrirtæki sem eru að vinna að hluta að sinni framleiðslu erlendis og sé þetta ástand til lengri tíma þá hlýtur sá kostur að blasa við.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagðist í samtali við Vísi í morgun hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Hann viðraði áhyggjur sínar á Facebook fyrir helgi þar sem hann sagði útlit fyrir að óveðurský væru að hrannast upp í atvinnumálum Akurnesinga. Fréttatilkynning HB Granda sé væntanlega að staðfesta þessar áhyggjur.
Tengdar fréttir HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24