Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 18:15 Vilhjálmur Vísir/Eyþór Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist ætla að mæta aðgerðum HB Granda af fullri hörku. Hann segist afar sorgmæddur yfir tíðindum dagsins og vill að stjórnvöld beiti sér í málinu. „Ég gerði forstjóra HB Granda grein fyrir því að við myndum mæta þessum áformum þeirra af fullri hörku og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fá þá til þess að endurskoða þessa ákvörðun,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. HB Grandi hyggst láta af landvinnslu á botnfiski á Akranesi og flytja starfsemi sína til Reykjavíkur. Hátt í hundrað manns eiga hættu á að missa vinnuna verði þessi áform að veruleika. Bæjaryfirvöld á Akranesi munu funda með stjórnvöldum í kvöld vegna málsins. Vilhjálmur mun jafnframt sitja fundinn en hann segir að lagabreytinga sé þörf. „Það sem ég nefndi meðal annars við forstjórann er að nú þarf Alþingi Íslendinga að spyrja sig að því hvort þetta fyrirkomulag við stjórnun fiskveiða sé eðlilegt, þar sem örfáir aðilar geta tekið ákvörðun um að smella saman fingri og segja við erum farnir, búið og bless og skilið fólkið sem hefur tekið þátt í að byggja upp fyrirtækin eftir allslaust. Það er það sem við sem þjóð þurfum að spyrja okkur að, að þeir sem hafa umráðaréttinn yfir auðlindum landsins hvort þeir eigi að hafa þetta ægivald,“ segir Vilhjálmur.Langstærsta uppsögnin Aðspurður segist hann ekki muna eftir jafnstórri uppsögn í bænum. Hún muni koma til með að hafa veruleg áhrif á samfélagið allt. „Ég er búinn að vera formaður frá 2003 og ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann staðið frammi fyrir svona. En þegar hundrað manns standa frammi fyrir svona löguðu þá teygir það anga sína í margar fjölskyldur. Ég minnti forsvarsmenn fyrirtækisins á að samfélagsleg ábyrgð við svona ákvörðun er gríðarlega sterk. Þær eru ekkert grín því það eru manneskjur þarna á bak við.“ Vilhjálmur segist afar sorgmæddur. „Maður er hryggur fyrir hönd fólksins sem hér hefur starfað í tugi ára og lagt sig í líma við að þjónusta þetta fyrirtæki af mikilli reisn og mikilli samviskusemi. HB Grandi er eitt af glæsilegustu sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi og við höfum verið stolt af þeirri keðju. En núna virðast þeir ætla að reka gaffalinn í bakið á okkur.“ Hann segist hins vegar fullviss um að Skagamenn muni standa þétt saman. „Við Skagamenn erum þekktir fyrir að standa saman þegar á móti blæs og ég er sannfærður um að við munum þjappa okkur saman sem einn maður núna. Krefjast þess af stjórnvöldum að þau komi og slái skjaldborg utan um sjávarútvegsbyggðir þessa lands.“ Tengdar fréttir Hlutabréf í HB Granda lækka Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa lækkað um tæplega 4 prósent í dag. 27. mars 2017 11:27 Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Bæjarstjórinn ætlar að beita sér fyrir því að HB Grandi verði áfram á Skaganum "Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um.“ 27. mars 2017 16:45 HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist ætla að mæta aðgerðum HB Granda af fullri hörku. Hann segist afar sorgmæddur yfir tíðindum dagsins og vill að stjórnvöld beiti sér í málinu. „Ég gerði forstjóra HB Granda grein fyrir því að við myndum mæta þessum áformum þeirra af fullri hörku og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fá þá til þess að endurskoða þessa ákvörðun,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. HB Grandi hyggst láta af landvinnslu á botnfiski á Akranesi og flytja starfsemi sína til Reykjavíkur. Hátt í hundrað manns eiga hættu á að missa vinnuna verði þessi áform að veruleika. Bæjaryfirvöld á Akranesi munu funda með stjórnvöldum í kvöld vegna málsins. Vilhjálmur mun jafnframt sitja fundinn en hann segir að lagabreytinga sé þörf. „Það sem ég nefndi meðal annars við forstjórann er að nú þarf Alþingi Íslendinga að spyrja sig að því hvort þetta fyrirkomulag við stjórnun fiskveiða sé eðlilegt, þar sem örfáir aðilar geta tekið ákvörðun um að smella saman fingri og segja við erum farnir, búið og bless og skilið fólkið sem hefur tekið þátt í að byggja upp fyrirtækin eftir allslaust. Það er það sem við sem þjóð þurfum að spyrja okkur að, að þeir sem hafa umráðaréttinn yfir auðlindum landsins hvort þeir eigi að hafa þetta ægivald,“ segir Vilhjálmur.Langstærsta uppsögnin Aðspurður segist hann ekki muna eftir jafnstórri uppsögn í bænum. Hún muni koma til með að hafa veruleg áhrif á samfélagið allt. „Ég er búinn að vera formaður frá 2003 og ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann staðið frammi fyrir svona. En þegar hundrað manns standa frammi fyrir svona löguðu þá teygir það anga sína í margar fjölskyldur. Ég minnti forsvarsmenn fyrirtækisins á að samfélagsleg ábyrgð við svona ákvörðun er gríðarlega sterk. Þær eru ekkert grín því það eru manneskjur þarna á bak við.“ Vilhjálmur segist afar sorgmæddur. „Maður er hryggur fyrir hönd fólksins sem hér hefur starfað í tugi ára og lagt sig í líma við að þjónusta þetta fyrirtæki af mikilli reisn og mikilli samviskusemi. HB Grandi er eitt af glæsilegustu sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi og við höfum verið stolt af þeirri keðju. En núna virðast þeir ætla að reka gaffalinn í bakið á okkur.“ Hann segist hins vegar fullviss um að Skagamenn muni standa þétt saman. „Við Skagamenn erum þekktir fyrir að standa saman þegar á móti blæs og ég er sannfærður um að við munum þjappa okkur saman sem einn maður núna. Krefjast þess af stjórnvöldum að þau komi og slái skjaldborg utan um sjávarútvegsbyggðir þessa lands.“
Tengdar fréttir Hlutabréf í HB Granda lækka Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa lækkað um tæplega 4 prósent í dag. 27. mars 2017 11:27 Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Bæjarstjórinn ætlar að beita sér fyrir því að HB Grandi verði áfram á Skaganum "Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um.“ 27. mars 2017 16:45 HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Hlutabréf í HB Granda lækka Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa lækkað um tæplega 4 prósent í dag. 27. mars 2017 11:27
Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57
Bæjarstjórinn ætlar að beita sér fyrir því að HB Grandi verði áfram á Skaganum "Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um.“ 27. mars 2017 16:45
HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24
Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26
HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57