Segja reynt að koma í veg fyrir framburð fyrrverandi dómsmálaráðherrans Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2017 17:49 Sally Yates var aðstoðardómsmálaráðherra í tíð Obama. Hún var starfandi dómsmálaráðherra til skamms tíma eftir að Trump tók við. Vísir/AFP Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi reynt að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna bæri vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar tengsl forsetans og samstarfsmanna hans við Rússland.Washington Post greindi frá því í dag að ríkisstjórn Trump hafi reynt að koma í veg fyrir að Sally Yates, sem var skipuð aðstoðardómsmálaráðherra af Barack Obama en Trump rak sem starfandi dómsmálaráðherra þegar hún neitaði að verja ferðabann hans, bæri vitni fyrir leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Nefndin rannsakar tengsl rússneskra embættismanna við forsetaframboð Trump. Blaðið byggir þetta á skjölum sem blaðamenn þess fengu aðgang að. Stjórn Trump telur að stór hluti þess sem Yates gæti borið vitni um megi hún ekki ræða vegna þagnarskyldu. Yates átti að bera vitni fyrir nefndinni í þessari viku en formaður hennar aflýsti hins vegar frekari vitnaleiðslum skyndilega.Demókratar vilja nefndarformaninn fráYates átti stóran þátt í rannsókninni sem beindist að Michael Flynn og samskiptum hans við rússneska sendiherrann. Flynn sagði af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump þegar hann varð uppvís að því að segja ósatt um samskiptin. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, hafnaði því alfarið að reynt hafi verið að stöðva vitnisburð Yates á blaðamannafundi í dag. „Að gefa í skyn á einhvern hátt að við höfum staðið í vegi fyrir því er hundrað prósent rangt,“ fullyrti Spicer. Washington Post brást við fullyrðingu Spicer með því að birta skjölin sem frétt blaðsins byggðist á. Rannsókn þingnefndarinnar er í uppnámi eftir að formaður hennar, repúblikaninn Devin Nunes, fór á fund Trump til að greina honum frá rannsókninni án þess að vera búinn að upplýsa aðra nefndarmenn áður. Fulltrúar Demókrataflokksins krefjast nú afsagnar Nunes en hann starfaði fyrir teymið sem hafði yfirsjón með valdatöku Trump, samkvæmt frétt New York Times. Tengdar fréttir Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00 Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01 Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Sjá meira
Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi reynt að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna bæri vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar tengsl forsetans og samstarfsmanna hans við Rússland.Washington Post greindi frá því í dag að ríkisstjórn Trump hafi reynt að koma í veg fyrir að Sally Yates, sem var skipuð aðstoðardómsmálaráðherra af Barack Obama en Trump rak sem starfandi dómsmálaráðherra þegar hún neitaði að verja ferðabann hans, bæri vitni fyrir leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Nefndin rannsakar tengsl rússneskra embættismanna við forsetaframboð Trump. Blaðið byggir þetta á skjölum sem blaðamenn þess fengu aðgang að. Stjórn Trump telur að stór hluti þess sem Yates gæti borið vitni um megi hún ekki ræða vegna þagnarskyldu. Yates átti að bera vitni fyrir nefndinni í þessari viku en formaður hennar aflýsti hins vegar frekari vitnaleiðslum skyndilega.Demókratar vilja nefndarformaninn fráYates átti stóran þátt í rannsókninni sem beindist að Michael Flynn og samskiptum hans við rússneska sendiherrann. Flynn sagði af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump þegar hann varð uppvís að því að segja ósatt um samskiptin. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, hafnaði því alfarið að reynt hafi verið að stöðva vitnisburð Yates á blaðamannafundi í dag. „Að gefa í skyn á einhvern hátt að við höfum staðið í vegi fyrir því er hundrað prósent rangt,“ fullyrti Spicer. Washington Post brást við fullyrðingu Spicer með því að birta skjölin sem frétt blaðsins byggðist á. Rannsókn þingnefndarinnar er í uppnámi eftir að formaður hennar, repúblikaninn Devin Nunes, fór á fund Trump til að greina honum frá rannsókninni án þess að vera búinn að upplýsa aðra nefndarmenn áður. Fulltrúar Demókrataflokksins krefjast nú afsagnar Nunes en hann starfaði fyrir teymið sem hafði yfirsjón með valdatöku Trump, samkvæmt frétt New York Times.
Tengdar fréttir Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00 Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01 Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Sjá meira
Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00
Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24
Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01
Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00
Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40