Hörður Björgvin: Ætlaði fyrst að setja boltann í markmannshornið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2017 22:53 Hörður Björgvin Magnússon var að vonum alsæll eftir að hafa tryggt Íslandi fyrsta sigurinn á Írlandi með sínu fyrsta landsliðsmarki. Hann skoraði þá með fallegu skoti beint úr aukaspyrnu. „Það var mikill léttir að ná sínu fyrsta marki fyrir landsliðið. Ég vil hrósa liðsheildinni, þetta sýnir hversu sterkir við erum. Við missum sterka leikmenn en það komu aðrir sterkir menn inn. Spilamennskan var mjög góð,“ sagði Hörður Björgvin í samtali við Vísi í kvöld. Hann segist að hafa fengið það hlutverk að taka aukaspyrnurnar í leiknum í kvöld. „Það var ákveðið fyrir leik. Þeir vita að ég get alveg tekið aukaspyrnur og hef tekið fyrir mitt félagslið. Það var gott að sýna að ég er sá sem er á hælunum á Gylfa að taka þessar aukaspyrnur. Það var gaman að skora,“ sagði Hörður Björgvin sem sneri boltann skemmtilega yfir varnarvegg Íranna. „Ég var mjög heppinn. Spyrnan hefði ekki mátt vera lægri, þá hefði boltinn örugglega farið í öxlina á einhverjum í veggnum. Ég hitti á milli hausanna á þeim. Veggurinn var ekkert rosalega vel upp stilltur. Ég ætlaði að skjóta í markmannshornið en svo sá ég hvernig þeir stilltu upp veggnum og ákvað að setja boltann yfir hann.“ Hörður Björgvin kvaðst ánægður með varnarleik Íslendinga sem réði vel við allar sóknaraðgerðir Íranna. „Þeir lágu vel á okkur í seinni hálfleik og við vissum að þeir myndu koma dýrvitlausir inn í hann. Við náðum að drepa tempóið hjá þeim. Okkar verkefni var að stoppa fyrirgjafirnar og þeirra skyndisóknir. Mér fannst þeir ekki fá mörg færi. Varnarleikurinn var mjög sterkur,“ sagði Hörður Björgvin að lokum. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30 Heimir: Man ekki eftir opnu færi hjá þeim Landsliðsþjálfarinn var sáttur með frammistöðuna gegn Írlandi. 28. mars 2017 21:39 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon var að vonum alsæll eftir að hafa tryggt Íslandi fyrsta sigurinn á Írlandi með sínu fyrsta landsliðsmarki. Hann skoraði þá með fallegu skoti beint úr aukaspyrnu. „Það var mikill léttir að ná sínu fyrsta marki fyrir landsliðið. Ég vil hrósa liðsheildinni, þetta sýnir hversu sterkir við erum. Við missum sterka leikmenn en það komu aðrir sterkir menn inn. Spilamennskan var mjög góð,“ sagði Hörður Björgvin í samtali við Vísi í kvöld. Hann segist að hafa fengið það hlutverk að taka aukaspyrnurnar í leiknum í kvöld. „Það var ákveðið fyrir leik. Þeir vita að ég get alveg tekið aukaspyrnur og hef tekið fyrir mitt félagslið. Það var gott að sýna að ég er sá sem er á hælunum á Gylfa að taka þessar aukaspyrnur. Það var gaman að skora,“ sagði Hörður Björgvin sem sneri boltann skemmtilega yfir varnarvegg Íranna. „Ég var mjög heppinn. Spyrnan hefði ekki mátt vera lægri, þá hefði boltinn örugglega farið í öxlina á einhverjum í veggnum. Ég hitti á milli hausanna á þeim. Veggurinn var ekkert rosalega vel upp stilltur. Ég ætlaði að skjóta í markmannshornið en svo sá ég hvernig þeir stilltu upp veggnum og ákvað að setja boltann yfir hann.“ Hörður Björgvin kvaðst ánægður með varnarleik Íslendinga sem réði vel við allar sóknaraðgerðir Íranna. „Þeir lágu vel á okkur í seinni hálfleik og við vissum að þeir myndu koma dýrvitlausir inn í hann. Við náðum að drepa tempóið hjá þeim. Okkar verkefni var að stoppa fyrirgjafirnar og þeirra skyndisóknir. Mér fannst þeir ekki fá mörg færi. Varnarleikurinn var mjög sterkur,“ sagði Hörður Björgvin að lokum.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30 Heimir: Man ekki eftir opnu færi hjá þeim Landsliðsþjálfarinn var sáttur með frammistöðuna gegn Írlandi. 28. mars 2017 21:39 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Sjá meira
Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30
Heimir: Man ekki eftir opnu færi hjá þeim Landsliðsþjálfarinn var sáttur með frammistöðuna gegn Írlandi. 28. mars 2017 21:39