Heimir: Man ekki eftir opnu færi hjá þeim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2017 21:39 Heimir á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty „Við getum gengið mjög sáttir frá þessum leik. Þetta er góður andstæðingur og það er alltaf erfitt að spila á móti Írlandi. Það stemning og þetta er erfiður útivöllur. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Írlandi og góð frammistaða á öllum sviðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi eftir sigurinn á Írum á Aviva vellinum í Dublin í kvöld. Íslenska liðið varðist afar vel í leiknum í kvöld og til marks um það átti Írland ekki eitt einasta skot á íslenska markið. „Ég man ekki eftir opnu marktækifæri hjá þeim. Þeir áttu nokkrar fyrirgjafir sem við réðum mjög vel við. Varnarlínan spilaði þennan leik mjög vel og liðið allt, frá fremsta manni til hins aftasta, varðist mjög skipulega,“ sagði Heimir sem kvaðst mjög ánægður með leikmennina sem komu inn í íslenska liðið í kvöld. „Þetta setur mann í vandræði með að velja hópinn gegn Króatíu. Þetta var flottur undirbúningsleikur fyrir þann leik því hann mun á margan hátt spilast eins. Við verðum að vera jafn skipulagðir og við vorum í þessum leik.“ Heimir segir að eftir leikinn í kvöld sé hann kominn með fleiri leikmenn sem hann getur notað í landsliðinu. „Það er ekki spurning. Menn hafa sýnt að þeir eru traustins verðir. Það er afleiðing þess að menn hafa fengið mínútur, því öðruvísi fá menn ekki reynslu,“ sagði Heimir. En var eitthvað sem íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í kvöld? „Það má alltaf gera betur á einhverjum sviðum. Mér fannst varnarleikurinn ákaflega vel útfærður og menn gerðu nákvæmlega það sem þeir áttu að gera. Auðvitað má alltaf bæta sóknarleikinn og það verður líklega alltaf eitthvað við Íslendingar þurfum að vinna í,“ sagði Eyjamaðurinn sem var ánægður með að íslenska liðið stjórnaði hraðanum í leiknum í kvöld. „Við náðum að stjórna tempóinu og róa leikinn á réttum augnablikum. Þá fengum við tíma til að ná andanum,“ sagði Heimir að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
„Við getum gengið mjög sáttir frá þessum leik. Þetta er góður andstæðingur og það er alltaf erfitt að spila á móti Írlandi. Það stemning og þetta er erfiður útivöllur. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Írlandi og góð frammistaða á öllum sviðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi eftir sigurinn á Írum á Aviva vellinum í Dublin í kvöld. Íslenska liðið varðist afar vel í leiknum í kvöld og til marks um það átti Írland ekki eitt einasta skot á íslenska markið. „Ég man ekki eftir opnu marktækifæri hjá þeim. Þeir áttu nokkrar fyrirgjafir sem við réðum mjög vel við. Varnarlínan spilaði þennan leik mjög vel og liðið allt, frá fremsta manni til hins aftasta, varðist mjög skipulega,“ sagði Heimir sem kvaðst mjög ánægður með leikmennina sem komu inn í íslenska liðið í kvöld. „Þetta setur mann í vandræði með að velja hópinn gegn Króatíu. Þetta var flottur undirbúningsleikur fyrir þann leik því hann mun á margan hátt spilast eins. Við verðum að vera jafn skipulagðir og við vorum í þessum leik.“ Heimir segir að eftir leikinn í kvöld sé hann kominn með fleiri leikmenn sem hann getur notað í landsliðinu. „Það er ekki spurning. Menn hafa sýnt að þeir eru traustins verðir. Það er afleiðing þess að menn hafa fengið mínútur, því öðruvísi fá menn ekki reynslu,“ sagði Heimir. En var eitthvað sem íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í kvöld? „Það má alltaf gera betur á einhverjum sviðum. Mér fannst varnarleikurinn ákaflega vel útfærður og menn gerðu nákvæmlega það sem þeir áttu að gera. Auðvitað má alltaf bæta sóknarleikinn og það verður líklega alltaf eitthvað við Íslendingar þurfum að vinna í,“ sagði Eyjamaðurinn sem var ánægður með að íslenska liðið stjórnaði hraðanum í leiknum í kvöld. „Við náðum að stjórna tempóinu og róa leikinn á réttum augnablikum. Þá fengum við tíma til að ná andanum,“ sagði Heimir að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30