Sigrún Sjöfn: Fyrsta skrefið í rétta átt Smári Jökull Jónsson skrifar 29. mars 2017 21:50 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í leik á móti Keflavík fyrr í vetur. Vísir/Andri Marinó Sigrún Sjöfn Ámundadóttir leikmaður Skallagríms var hæstánægð með sigur liðsins gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld. Hún biðlaði til stuðningsmanna í Borgarnesi að fylla Fjárhúsið á sunnudag. „Ég er mjög sátt og ánægð með liðið hvernig það barðist allan leikinn. Það er fínt að ná 1-0 forystu en þetta er langt einvígi og aðeins fyrsta skrefið í rétta átt,“ sagði Sigrún Sjöfn við Vísi strax að leik loknum. Skallagrímur var að elta Keflavík lengst af en misstu þær aldrei of langt frá sér. Gestirnir náðu svo forystunni í síðasta leikhlutanum og létu hana ekki af hendi eftir það. „Það er erfitt að elta og það tekur af okkur. Við vildum ekki missa þær of langt frá okkur, munurinn var 5-10 stig og þetta var staðurinn þar sem við vorum kannski bara sáttar að hafa þær á. Svo myndum við taka yfir í lokin og Tavelyn (Tillman) steig virkilega vel upp og sótti stigin. Liðið var hörkugott varnarlega þar að auki,“ bætti Sigrún við en hún setti mikilvægar körfur og þar af tvær þriggja stiga sem fóru af spjaldinu og ofan í. „Ég held að í öllum mínum skotum hafi spjaldið hjálpað og þá er ágætt bara að miða á það og gá hvort að fleiri skot detti ekki niður.“ Næsti leikur er í Borgarnesi á sunnudag og Sigrún sagði mikilvægt að leikmenn Skallgríms héldu sér niðri á jörðinni. „Við vitum allar að þetta er ekki búið. Ef við ætlum að vera uppi í skýjunum þá gefur þessi sigur okkur ekki neitt. Það verður hörkuleikur á sunnudag og ég biðla til Borgnesina að fjölmenna, við þurfum á ykkur að halda. Keflavík er með hörkugott lið, með ferska fætur alls staðar og marga leikmenn sem eru bara góðir. Það er sagt að þær séu ungar og efnilegar en þær eru það ekki lengur, þær eru bara góðar.“ „Lykillinn verður vörnin. Við þurfum að halda þeim í 60 stigum og taka svo sóknina með,“ sagði Sigrún Sjöfn á lokum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 68-70 | Skallagrímur með yfirhöndina eftir sigur í Keflavík Skallagrímur vann útisigur í fyrsta leiknum gegn Keflavík í einvígi liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna og eru komnar með yfirhöndina í einvíginu. 29. mars 2017 22:00 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir leikmaður Skallagríms var hæstánægð með sigur liðsins gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld. Hún biðlaði til stuðningsmanna í Borgarnesi að fylla Fjárhúsið á sunnudag. „Ég er mjög sátt og ánægð með liðið hvernig það barðist allan leikinn. Það er fínt að ná 1-0 forystu en þetta er langt einvígi og aðeins fyrsta skrefið í rétta átt,“ sagði Sigrún Sjöfn við Vísi strax að leik loknum. Skallagrímur var að elta Keflavík lengst af en misstu þær aldrei of langt frá sér. Gestirnir náðu svo forystunni í síðasta leikhlutanum og létu hana ekki af hendi eftir það. „Það er erfitt að elta og það tekur af okkur. Við vildum ekki missa þær of langt frá okkur, munurinn var 5-10 stig og þetta var staðurinn þar sem við vorum kannski bara sáttar að hafa þær á. Svo myndum við taka yfir í lokin og Tavelyn (Tillman) steig virkilega vel upp og sótti stigin. Liðið var hörkugott varnarlega þar að auki,“ bætti Sigrún við en hún setti mikilvægar körfur og þar af tvær þriggja stiga sem fóru af spjaldinu og ofan í. „Ég held að í öllum mínum skotum hafi spjaldið hjálpað og þá er ágætt bara að miða á það og gá hvort að fleiri skot detti ekki niður.“ Næsti leikur er í Borgarnesi á sunnudag og Sigrún sagði mikilvægt að leikmenn Skallgríms héldu sér niðri á jörðinni. „Við vitum allar að þetta er ekki búið. Ef við ætlum að vera uppi í skýjunum þá gefur þessi sigur okkur ekki neitt. Það verður hörkuleikur á sunnudag og ég biðla til Borgnesina að fjölmenna, við þurfum á ykkur að halda. Keflavík er með hörkugott lið, með ferska fætur alls staðar og marga leikmenn sem eru bara góðir. Það er sagt að þær séu ungar og efnilegar en þær eru það ekki lengur, þær eru bara góðar.“ „Lykillinn verður vörnin. Við þurfum að halda þeim í 60 stigum og taka svo sóknina með,“ sagði Sigrún Sjöfn á lokum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 68-70 | Skallagrímur með yfirhöndina eftir sigur í Keflavík Skallagrímur vann útisigur í fyrsta leiknum gegn Keflavík í einvígi liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna og eru komnar með yfirhöndina í einvíginu. 29. mars 2017 22:00 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 68-70 | Skallagrímur með yfirhöndina eftir sigur í Keflavík Skallagrímur vann útisigur í fyrsta leiknum gegn Keflavík í einvígi liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna og eru komnar með yfirhöndina í einvíginu. 29. mars 2017 22:00