Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Artur Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi, sem lýst var eftir fyrst í gærkvöldi. Í tilkynningu lögreglu þá var farið rangt með hæð og augnlit Artur en hann er 186 sentimetrar á hæð og með græn augu.
Síðast er vitað um ferðir hans í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn.
Talið er að Artur sé klæddur í svarta úlpu eða mittisjakka, í bláum gallabuxum og í hvítum strigaskóm. Hann er grannvaxinn, 186 sentimetrar á hæð, með græn augu og stutt, dökkt hár.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Artur eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.
