Fengu símagögn frá símafyrirtæki Arturs í nótt

Síðast sást til Arturs rétt fyrir miðnætti í Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur þann 28. febrúar síðastliðinn.
Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, segir að lögreglan hafi fengið símagögn frá símafyrirtæki Arturs í nótt. Nú sé unnið að því að skoða gögnin til að komast að því hvar sími Arturs var síðast en tveimur tímum eftir að síðast sást til Arturs slokknaði á síma hans.
Lögreglan á fund með Landsbjörgu fyrir hádegi í dag og eru björgunarsveitarmenn í viðbragðsstöðu. Í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær sagði fjöldskylda Arturs að hann hefði tekið út alla þá fjárhæð sem hann átti á reikningi sínum sama daga og hann hvarf. Guðmundur Páll segir það vera rétt en að fjárhæðin sé óveruleg.
Tengdar fréttir

Fjölskylda Arturs óttast að honum hafi verið gert mein og er ósátt við vinnubrögð lögreglu
Enn hefur ekkert spurst til Arturs Jarmoszko sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á fimmtudag. Síðast sást til Arturs rétt fyrir miðnætti í lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur þann 28. febrúar síðastliðinn.

Óska eftir upplýsingum úr síma Arturs
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á úrskurð héraðsdóms um að fá upplýsingar úr síma Artur Jarmoszko. Ekkert hefur spurst til Arturs frá miðnætti 1.mars er hann sást í öryggismyndavél 1. mars síðastliðinn.

Tilkynning á pólsku vegna leitar lögreglu: Policjanci z Komendy stołecznej nadal poszukują zaginionego Artura Jarmoszko
Jeżeli ktoś wie coś na temat okoliczności zaginięcia Artura Jarmoszko bądź zna miejsce jego pobytu, proszony jest o kontakt telefoniczny pod nr tel. 444-1000.

Lögreglan lýsir enn eftir Artur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Artur Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi, sem lýst var eftir fyrst í gærkvöldi.

Lögreglan birtir mynd af Artur sem fengin er úr eftirlitsmyndavél í miðborginni
Síðast er vitað um ferðir hans í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn.