Fjölskylda Arturs óttast að honum hafi verið gert mein og er ósátt við vinnubrögð lögreglu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. mars 2017 19:11 Enn hefur ekkert spurst til Arturs Jarmoszko sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á fimmtudag. Síðast sást til Arturs rétt fyrir miðnætti í Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur þann 28. febrúar síðastliðinn. Artur er 26 ára karlmaður frá Póllandi. Hann hefur búið á Íslandi í um fimm ár og býr í Breiðholti. Þá búa tveir bræður Arturs á Íslandi ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum. Foreldrar hans búa í Póllandi. Þriðjudaginn 28. febrúar tók Artur strætó í miðbæ Reykjavíkur. Fjölskylda hans segist hafa fengið upplýsingar um það frá lögreglu að hann hafi tekið út alla þá fjárhæð sem hann átti á reikningum sínum sama dag. Fjárhæðina viti þau hins vegar ekki. Síðast sést Artur svo í eftirlitsmyndavél á Lækjargötu þann daginn. Rúmum tveimur tímum síðar slokknar á síma hans.Björgunarsveit tilbúin að hefja leit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði í dag eftir því að fá upplýsingar úr síma Arturs frá símafyrirtæki hans. Þá hefur hún fundað með Landsbjörgu og eru björgunarsveitarmenn tilbúnir að hefja leit. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, segir að leitin muni hefjast um leið og í ljós kemur hvar síminn var síðast staðsettur. Það verði líklegast í kvöld eða á morgun. Fyrir þann tíma hafi ekki verið hægt að hefja leit þar sem lögregla hafði engar upplýsingar um hvar Artur var staddur þegar hann hvarf. „Það voru mjög hræðilegar fréttir að við gátum ekki náð sambandi við hann Artur. Það er mjög erfitt að tala um þetta en við erum í sambandi við mömmu hans sem er úti. Við sendum henni um leið og við vitum eitthvað,“ segir Elwira Landowska frænka Arturs. Litli bróðir Arturs segist óttast að honum hafi verið gert mein. Fjölskyldan telji að ekki sé möguleiki að um sjálfsmorð sé að ræða. „Hann myndi aldrei gera það held ég. Hann vildi ferðast og heimsækja vini sína í Kanada. Það er líka óvenjulegt að einhver fari úr Breiðholti niður í miðbæ til að taka út pening,“ segir Robert Jarmoszko bróðir Arturs. Þá benda þau einnig á að þetta hafi ekki verið um helgi heldur í miðri viku og að hann hafi verið einn á ferð og hversu vel sjáist í Artur á öryggismyndavélum.Einhver hljóti að vita eitthvað Fjölskyldan er ósátt með vinnubrögð lögreglu í málinu en eru þó þakklát því að leit sé loks að hefjast. „Þau lýstu ekki eftir honum strax í byrjun vegna þess að hann er ekki íslenskur svo það skipti ekki jafn miklu máli. Þegar Birna hvarf var hún úti um allt. Það var alls staðar daginn eftir,“ segir Robert. „Svo er líka það að Ísland er svo lítið og allir þekkja alla þannig það hýtur að vera einhver sem veit eitthvað smá sem getur bent okkur á hann,“ segir Elwira. Guðmundur Páll segir nánast útilokað að Artur hafi farið úr landi. Málið sé ekki rannsakað sem sakamál hjá lögreglu að svo stöddu en að það sé í algjörum forgangi. Talið er að Artur sé klæddur í svarta úlpu eða mittisjakka, í bláum gallabuxum og í hvítum strigaskóm. Hann er grannvaxinn, 186 sentimetrar á hæð, með græn augu og stutt, dökkt hár. Tengdar fréttir Óska eftir upplýsingum úr síma Arturs Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á úrskurð héraðsdóms um að fá upplýsingar úr síma Artur Jarmoszko. Ekkert hefur spurst til Arturs frá miðnætti 1.mars er hann sást í öryggismyndavél 1. mars síðastliðinn. 11. mars 2017 14:14 Tilkynning á pólsku vegna leitar lögreglu: Policjanci z Komendy stołecznej nadal poszukują zaginionego Artura Jarmoszko Jeżeli ktoś wie coś na temat okoliczności zaginięcia Artura Jarmoszko bądź zna miejsce jego pobytu, proszony jest o kontakt telefoniczny pod nr tel. 444-1000. 11. mars 2017 14:00 Lögreglan lýsir enn eftir Artur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Artur Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi, sem lýst var eftir fyrst í gærkvöldi. 10. mars 2017 12:22 Lögreglan birtir mynd af Artur sem fengin er úr eftirlitsmyndavél í miðborginni Síðast er vitað um ferðir hans í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 10. mars 2017 22:14 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Enn hefur ekkert spurst til Arturs Jarmoszko sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á fimmtudag. Síðast sást til Arturs rétt fyrir miðnætti í Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur þann 28. febrúar síðastliðinn. Artur er 26 ára karlmaður frá Póllandi. Hann hefur búið á Íslandi í um fimm ár og býr í Breiðholti. Þá búa tveir bræður Arturs á Íslandi ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum. Foreldrar hans búa í Póllandi. Þriðjudaginn 28. febrúar tók Artur strætó í miðbæ Reykjavíkur. Fjölskylda hans segist hafa fengið upplýsingar um það frá lögreglu að hann hafi tekið út alla þá fjárhæð sem hann átti á reikningum sínum sama dag. Fjárhæðina viti þau hins vegar ekki. Síðast sést Artur svo í eftirlitsmyndavél á Lækjargötu þann daginn. Rúmum tveimur tímum síðar slokknar á síma hans.Björgunarsveit tilbúin að hefja leit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði í dag eftir því að fá upplýsingar úr síma Arturs frá símafyrirtæki hans. Þá hefur hún fundað með Landsbjörgu og eru björgunarsveitarmenn tilbúnir að hefja leit. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, segir að leitin muni hefjast um leið og í ljós kemur hvar síminn var síðast staðsettur. Það verði líklegast í kvöld eða á morgun. Fyrir þann tíma hafi ekki verið hægt að hefja leit þar sem lögregla hafði engar upplýsingar um hvar Artur var staddur þegar hann hvarf. „Það voru mjög hræðilegar fréttir að við gátum ekki náð sambandi við hann Artur. Það er mjög erfitt að tala um þetta en við erum í sambandi við mömmu hans sem er úti. Við sendum henni um leið og við vitum eitthvað,“ segir Elwira Landowska frænka Arturs. Litli bróðir Arturs segist óttast að honum hafi verið gert mein. Fjölskyldan telji að ekki sé möguleiki að um sjálfsmorð sé að ræða. „Hann myndi aldrei gera það held ég. Hann vildi ferðast og heimsækja vini sína í Kanada. Það er líka óvenjulegt að einhver fari úr Breiðholti niður í miðbæ til að taka út pening,“ segir Robert Jarmoszko bróðir Arturs. Þá benda þau einnig á að þetta hafi ekki verið um helgi heldur í miðri viku og að hann hafi verið einn á ferð og hversu vel sjáist í Artur á öryggismyndavélum.Einhver hljóti að vita eitthvað Fjölskyldan er ósátt með vinnubrögð lögreglu í málinu en eru þó þakklát því að leit sé loks að hefjast. „Þau lýstu ekki eftir honum strax í byrjun vegna þess að hann er ekki íslenskur svo það skipti ekki jafn miklu máli. Þegar Birna hvarf var hún úti um allt. Það var alls staðar daginn eftir,“ segir Robert. „Svo er líka það að Ísland er svo lítið og allir þekkja alla þannig það hýtur að vera einhver sem veit eitthvað smá sem getur bent okkur á hann,“ segir Elwira. Guðmundur Páll segir nánast útilokað að Artur hafi farið úr landi. Málið sé ekki rannsakað sem sakamál hjá lögreglu að svo stöddu en að það sé í algjörum forgangi. Talið er að Artur sé klæddur í svarta úlpu eða mittisjakka, í bláum gallabuxum og í hvítum strigaskóm. Hann er grannvaxinn, 186 sentimetrar á hæð, með græn augu og stutt, dökkt hár.
Tengdar fréttir Óska eftir upplýsingum úr síma Arturs Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á úrskurð héraðsdóms um að fá upplýsingar úr síma Artur Jarmoszko. Ekkert hefur spurst til Arturs frá miðnætti 1.mars er hann sást í öryggismyndavél 1. mars síðastliðinn. 11. mars 2017 14:14 Tilkynning á pólsku vegna leitar lögreglu: Policjanci z Komendy stołecznej nadal poszukują zaginionego Artura Jarmoszko Jeżeli ktoś wie coś na temat okoliczności zaginięcia Artura Jarmoszko bądź zna miejsce jego pobytu, proszony jest o kontakt telefoniczny pod nr tel. 444-1000. 11. mars 2017 14:00 Lögreglan lýsir enn eftir Artur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Artur Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi, sem lýst var eftir fyrst í gærkvöldi. 10. mars 2017 12:22 Lögreglan birtir mynd af Artur sem fengin er úr eftirlitsmyndavél í miðborginni Síðast er vitað um ferðir hans í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 10. mars 2017 22:14 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Óska eftir upplýsingum úr síma Arturs Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á úrskurð héraðsdóms um að fá upplýsingar úr síma Artur Jarmoszko. Ekkert hefur spurst til Arturs frá miðnætti 1.mars er hann sást í öryggismyndavél 1. mars síðastliðinn. 11. mars 2017 14:14
Tilkynning á pólsku vegna leitar lögreglu: Policjanci z Komendy stołecznej nadal poszukują zaginionego Artura Jarmoszko Jeżeli ktoś wie coś na temat okoliczności zaginięcia Artura Jarmoszko bądź zna miejsce jego pobytu, proszony jest o kontakt telefoniczny pod nr tel. 444-1000. 11. mars 2017 14:00
Lögreglan lýsir enn eftir Artur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Artur Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi, sem lýst var eftir fyrst í gærkvöldi. 10. mars 2017 12:22
Lögreglan birtir mynd af Artur sem fengin er úr eftirlitsmyndavél í miðborginni Síðast er vitað um ferðir hans í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 10. mars 2017 22:14