Erdogan sýnir klærnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. mars 2017 08:00 Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, flytur ræðu um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar á fundi í Frakklandi á sunnudag. vísir/epa Tyrknesk stjórnvöld hafa brugðist illa við því að tyrkneskum ráðherrum hefur verið meinað að halda kosningafundi í Hollandi, og reyndar einnig í Danmörku og Þýskalandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað Holland miðstöð fasismans í Evrópu og líkir hollensku stjórninni við þýska nasista. Þá hefur Ömer Celik, Evrópumálaráðherra tyrknesku stjórnarinnar, hótað Hollendingum refsiaðgerðum. Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, og Johannes Hahn stækkunarstjóri skora á Tyrki að gæta orða sinna og forðast ýkt viðbrögð. Um miðjan næsta mánuð hyggst Erdogan efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Breytingarnar eiga að tryggja forseta landsins, og þar með Erdogan sjálfum, stóraukin völd á kostnað þings og ríkisstjórnar. Jafnframt verður honum gert kleift að sitja sem forseti allt til ársins 2029, en það ár verður hann 75 ára gamall. Erdogan og félagar hans í Réttlætis- og þróunarflokknum standa því í ströngu þessa dagana við að afla stjórnlagafrumvarpinu stuðnings meðal þjóðarinnar. Liður í þeirri kosningabaráttu er að senda Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra og fleiri erindreka til nokkurra Evrópulanda að ræða þar við tyrkneska íbúa þeirra um ágæti breyttrar stjórnskipunar. Í Vestur-Evrópu búa líklega hátt í tíu milljón Tyrkir. Flestir þeirra eru í Þýskalandi eða fjórar milljónir og í Frakklandi eru þeir hátt í ein milljón talsins. Margir þeirra hafa atkvæðisrétt í Tyrklandi og því er Erdogan mikið í mun að ná í atkvæði þeirra. Þau atkvæði gætu hæglega ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði. Samkvæmt skoðanakönnunum er engan veginn víst að breytingarnar verði samþykktar. Erdogan tókst ekki að afla breytingum nægilega mikils meirihluta á þingi, aukins meirihluta, til að sleppa við að bera þær undir þjóðina. Það yrði töluvert áfall fyrir hann hafni þjóðin breytingunum og því er kannski ekki að undra að hann hafi brugðist ókvæða við þegar hollensk stjórnvöld komu í veg fyrir að tveir ráðherrar hans gætu náð í einhver atkvæði meðal Tyrkja búsettra í Hollandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46 Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Tyrknesk stjórnvöld hafa brugðist illa við því að tyrkneskum ráðherrum hefur verið meinað að halda kosningafundi í Hollandi, og reyndar einnig í Danmörku og Þýskalandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað Holland miðstöð fasismans í Evrópu og líkir hollensku stjórninni við þýska nasista. Þá hefur Ömer Celik, Evrópumálaráðherra tyrknesku stjórnarinnar, hótað Hollendingum refsiaðgerðum. Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, og Johannes Hahn stækkunarstjóri skora á Tyrki að gæta orða sinna og forðast ýkt viðbrögð. Um miðjan næsta mánuð hyggst Erdogan efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Breytingarnar eiga að tryggja forseta landsins, og þar með Erdogan sjálfum, stóraukin völd á kostnað þings og ríkisstjórnar. Jafnframt verður honum gert kleift að sitja sem forseti allt til ársins 2029, en það ár verður hann 75 ára gamall. Erdogan og félagar hans í Réttlætis- og þróunarflokknum standa því í ströngu þessa dagana við að afla stjórnlagafrumvarpinu stuðnings meðal þjóðarinnar. Liður í þeirri kosningabaráttu er að senda Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra og fleiri erindreka til nokkurra Evrópulanda að ræða þar við tyrkneska íbúa þeirra um ágæti breyttrar stjórnskipunar. Í Vestur-Evrópu búa líklega hátt í tíu milljón Tyrkir. Flestir þeirra eru í Þýskalandi eða fjórar milljónir og í Frakklandi eru þeir hátt í ein milljón talsins. Margir þeirra hafa atkvæðisrétt í Tyrklandi og því er Erdogan mikið í mun að ná í atkvæði þeirra. Þau atkvæði gætu hæglega ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði. Samkvæmt skoðanakönnunum er engan veginn víst að breytingarnar verði samþykktar. Erdogan tókst ekki að afla breytingum nægilega mikils meirihluta á þingi, aukins meirihluta, til að sleppa við að bera þær undir þjóðina. Það yrði töluvert áfall fyrir hann hafni þjóðin breytingunum og því er kannski ekki að undra að hann hafi brugðist ókvæða við þegar hollensk stjórnvöld komu í veg fyrir að tveir ráðherrar hans gætu náð í einhver atkvæði meðal Tyrkja búsettra í Hollandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46 Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00
Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46
Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17