Landsliðsstjarna Noregs vonar að Lagerbäck herði leikmenn Eiríkur Stefán Ásgeirson skrifar 14. mars 2017 12:30 Lars Lagerbäck er nýr landsliðsþjálfari Noregs. Vísir/Getty Joshua King, sóknarmaður Bournemouth og norska landsliðsins, vonast til þess að Lars Lagerbäck takist að herða leikmenn norska landsliðsins. Það sé nauðsynlegt að gera. Lagerbäck hefur áður látið hafa eftir sér í viðtölum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari Noregs að leikmenn hafi haft það aðeins of gott í landsliðinu hingað til og séu aðeins of almennilegir við andstæðinga sína inni á vellinum. „Ég vona að hann herði alla leikmenn. Það er hans hlutverk,“ sagði King í viðtali við Verdens Gang. Lagerbäck var sem kunnugt er landsliðsþjálfari Íslands en lét af störfum eftir EM í Frakklandi síðasta sumar. „Hann ætti að vita hvað þarf til að gera það, annars hefði hann ekki sagt þetta. Ég vona að hann geti hert leikmennina því ég er sammála því að það þurfi að gera.“Joshua King í leik með Bournemouth.Vísir/GettySjálfur vill hann þó ekki segja hverjir hafi helst verið of afslappaðir í norska landsliðinu hingað til. En þyrfti hann sjálfur að láta aðeins herða sig? „Tja, kannski er ég einn af þeim. En ég hef ekkert á móti því að fara eftir fyrirmælum þegar ég er hluti af heldinni. Þá er ég í vinnunni og ég geri það besta sem ég get fyrir liðið og fer eftir því sem þjálfarinn segir.“ Lagerbäck mun líklega velja sinn fyrsta landsliðshóp í dag en Noregur mætir Norður-Írlandi á útivelli um aðra heldi. Norðmenn hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í undankeppninni og eru í næstneðsta sæti C-riðils með þrjú stig. Fótbolti Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Joshua King, sóknarmaður Bournemouth og norska landsliðsins, vonast til þess að Lars Lagerbäck takist að herða leikmenn norska landsliðsins. Það sé nauðsynlegt að gera. Lagerbäck hefur áður látið hafa eftir sér í viðtölum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari Noregs að leikmenn hafi haft það aðeins of gott í landsliðinu hingað til og séu aðeins of almennilegir við andstæðinga sína inni á vellinum. „Ég vona að hann herði alla leikmenn. Það er hans hlutverk,“ sagði King í viðtali við Verdens Gang. Lagerbäck var sem kunnugt er landsliðsþjálfari Íslands en lét af störfum eftir EM í Frakklandi síðasta sumar. „Hann ætti að vita hvað þarf til að gera það, annars hefði hann ekki sagt þetta. Ég vona að hann geti hert leikmennina því ég er sammála því að það þurfi að gera.“Joshua King í leik með Bournemouth.Vísir/GettySjálfur vill hann þó ekki segja hverjir hafi helst verið of afslappaðir í norska landsliðinu hingað til. En þyrfti hann sjálfur að láta aðeins herða sig? „Tja, kannski er ég einn af þeim. En ég hef ekkert á móti því að fara eftir fyrirmælum þegar ég er hluti af heldinni. Þá er ég í vinnunni og ég geri það besta sem ég get fyrir liðið og fer eftir því sem þjálfarinn segir.“ Lagerbäck mun líklega velja sinn fyrsta landsliðshóp í dag en Noregur mætir Norður-Írlandi á útivelli um aðra heldi. Norðmenn hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í undankeppninni og eru í næstneðsta sæti C-riðils með þrjú stig.
Fótbolti Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira