Juventus vann þar með 3-0 samanlagt en ítalska liðið gerði bara það sem þurfti í kvöld og ekki mikið meira en það.
Porto spilaði manni færri í 112 mínútur í leikjunum tveimur því portúgalska liðið missti mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik í báðum viðureignunum.
Porto var ekki í góðum málum eftir 2-0 tap á heimavelli í fyrri leiknum en veika vonin dó endanlega þegar þeir fengu dæmt á sig vítaspyrnu og misstu auk þess mann af velli rétt fyrir hálfleik.
Maxi Pereira varði þá á marklínu með hendi frá Gonzalo Higuain eftir Iker Casillas að hafði rétt áður varið frá Paulo Dybala.
Maxi Pereira fékk beint rautt spjald frá dómara leiksins og Paulo Dybala fór á punktinn og kom Juventus í 1-0.
Þetta reyndist eina mark leiksins en gestirnir frá Porto fengu nokkur tækifæri til að skora og setja smá spennu í leikinn en tókst ekki. Liðsmenn Juventus fóru því örugglega áfram.