Fótbolti

Búið að loka heimavelli Rostov

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Í kartöflugörðunum heima söng Árni Johnsen. Þeir eru líklega að taka það lag í Rostov þessa dagana. Völlurinn er ekki smekklegur.
Í kartöflugörðunum heima söng Árni Johnsen. Þeir eru líklega að taka það lag í Rostov þessa dagana. Völlurinn er ekki smekklegur. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, gagnrýndi UEFA harkalega fyrir viku síðan þar sem sambandið leyfði Rostov að spila gegn Man. Utd á handónýtum heimavelli sínum í Evrópudeildinni.

Leikurinn fór fram í kartöflugarðinum og endaði 1-1. Nú viku síðar hefur rússneska úrvalsdeildin meinað Rostov að spila á vellinum þar sem hann sé ekki boðlegur. Viku of seint fyrir Mourinho.

„Ég hreinlega trúi því ekki að við eigum að spila á þessum velli. Ef völl skal kalla,“ sagði Mourinho hneykslaður fyrir leikinn.

Það var ekki bara að lítið gras væri á vellinum heldur var hann líka með hólum þannig að boltinn skoppaði skringilega. Mourinho sagði að það hefði ekki verið hægt að láta boltann ganga á þessum velli.

Síðari leikur liðanna á Old Trafford fer fram annað kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×