Lagerbäck valdi ekki Ödegaard í fyrsta landsliðshópinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. mars 2017 13:34 Lars Lagerbäck er búinn að skipta úr íslensku fánalitunum í þá norsku. Vísir/AFP Lars Lagerbäck, nýr landsliðsþjálfari Noregs, valdi ekki ungstirnið Martin Ödegaard í sinn fyrsta leikmannahóp. Noregur mætir Norður-Írlandi á útivelli í næstu viku en Norðmenn hafa unnið aðeins einn af fyrstu þremur leikjum sínum í riðlinum. Hann valdi alls 24 leikmenn í hópinn en Ödegaard mun þess í stað spila með U-21 liði Noregs á sama tíma. Ödegaard er átján ára en sló í gegn fyrir þremur árum síðan er hann varð yngsti leikmaður norsku úrvasdeildarinnar og norska landsliðsins. Stærstu félög heims slógust um hann en hann ákvað að semja við Real Madrid og gekk í raðir spænska stórveldisins árið 2015. Sjá einnig: Landsliðsstjarna Noregs vonar að Lagerbäck herði leikmenn Hann hefur aðeins tvisvar fengið tækifæri með aðalliði Real Madrid og var lánaður til Heerenveen í Hollandi í upphafi ársins. Þar hefur hann samtals spilað tíu leiki til þessa. „Leikmennirnir sem ég valdi nýtast betur í leik gegn Norður-Írlandi á útivelli,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í gær. „Það er þó ekkert útilokað fyrir framtíðina,“ sagði hann enn fremur um stöðu Ödegaard. „Maður verður að velja þann sem eru best til þess fallnir að spila. Það gæti líka verið betra fyrir Ödegaard að spila í 90 mínútur með U-21 liðinu en að sitja á bekknum með A-liðinu.“Hér má sjá fyrsta landsliðshóp Lagerbäck með Noregi: Markverðir: Rune Almenning Jarstein, André Hansen, Ørjan Nyland. Varnarmenn: Jonas Svensson, Omar Elabdellaoui, Fredrik Semb Berge, Vegar Eggen Hedenstad, Jørgen Skjelvik, Gustav Valsvik, Even Hovland, Tore Reginiussen. Miðjumenn: Sander Berge, Jo Inge Berget, Veton Berisha, Mats Møller Dæhli, Mohamed Elyounoussi, Markus Henriksen, Stefan Johansen, Anders Konradsen, Håvard Nordtveit. Sóknarmenn: Adama Diomande, Tarik Elyounoussi, Joshua King, Alexander Søderlund. Fótbolti Tengdar fréttir Landsliðsstjarna Noregs vonar að Lagerbäck herði leikmenn Leikmenn norska landsliðsins hafa verið of mjúkir og almennilegir inni á vellinum. 14. mars 2017 12:30 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, nýr landsliðsþjálfari Noregs, valdi ekki ungstirnið Martin Ödegaard í sinn fyrsta leikmannahóp. Noregur mætir Norður-Írlandi á útivelli í næstu viku en Norðmenn hafa unnið aðeins einn af fyrstu þremur leikjum sínum í riðlinum. Hann valdi alls 24 leikmenn í hópinn en Ödegaard mun þess í stað spila með U-21 liði Noregs á sama tíma. Ödegaard er átján ára en sló í gegn fyrir þremur árum síðan er hann varð yngsti leikmaður norsku úrvasdeildarinnar og norska landsliðsins. Stærstu félög heims slógust um hann en hann ákvað að semja við Real Madrid og gekk í raðir spænska stórveldisins árið 2015. Sjá einnig: Landsliðsstjarna Noregs vonar að Lagerbäck herði leikmenn Hann hefur aðeins tvisvar fengið tækifæri með aðalliði Real Madrid og var lánaður til Heerenveen í Hollandi í upphafi ársins. Þar hefur hann samtals spilað tíu leiki til þessa. „Leikmennirnir sem ég valdi nýtast betur í leik gegn Norður-Írlandi á útivelli,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í gær. „Það er þó ekkert útilokað fyrir framtíðina,“ sagði hann enn fremur um stöðu Ödegaard. „Maður verður að velja þann sem eru best til þess fallnir að spila. Það gæti líka verið betra fyrir Ödegaard að spila í 90 mínútur með U-21 liðinu en að sitja á bekknum með A-liðinu.“Hér má sjá fyrsta landsliðshóp Lagerbäck með Noregi: Markverðir: Rune Almenning Jarstein, André Hansen, Ørjan Nyland. Varnarmenn: Jonas Svensson, Omar Elabdellaoui, Fredrik Semb Berge, Vegar Eggen Hedenstad, Jørgen Skjelvik, Gustav Valsvik, Even Hovland, Tore Reginiussen. Miðjumenn: Sander Berge, Jo Inge Berget, Veton Berisha, Mats Møller Dæhli, Mohamed Elyounoussi, Markus Henriksen, Stefan Johansen, Anders Konradsen, Håvard Nordtveit. Sóknarmenn: Adama Diomande, Tarik Elyounoussi, Joshua King, Alexander Søderlund.
Fótbolti Tengdar fréttir Landsliðsstjarna Noregs vonar að Lagerbäck herði leikmenn Leikmenn norska landsliðsins hafa verið of mjúkir og almennilegir inni á vellinum. 14. mars 2017 12:30 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Landsliðsstjarna Noregs vonar að Lagerbäck herði leikmenn Leikmenn norska landsliðsins hafa verið of mjúkir og almennilegir inni á vellinum. 14. mars 2017 12:30