Lagerbäck valdi ekki Ödegaard í fyrsta landsliðshópinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. mars 2017 13:34 Lars Lagerbäck er búinn að skipta úr íslensku fánalitunum í þá norsku. Vísir/AFP Lars Lagerbäck, nýr landsliðsþjálfari Noregs, valdi ekki ungstirnið Martin Ödegaard í sinn fyrsta leikmannahóp. Noregur mætir Norður-Írlandi á útivelli í næstu viku en Norðmenn hafa unnið aðeins einn af fyrstu þremur leikjum sínum í riðlinum. Hann valdi alls 24 leikmenn í hópinn en Ödegaard mun þess í stað spila með U-21 liði Noregs á sama tíma. Ödegaard er átján ára en sló í gegn fyrir þremur árum síðan er hann varð yngsti leikmaður norsku úrvasdeildarinnar og norska landsliðsins. Stærstu félög heims slógust um hann en hann ákvað að semja við Real Madrid og gekk í raðir spænska stórveldisins árið 2015. Sjá einnig: Landsliðsstjarna Noregs vonar að Lagerbäck herði leikmenn Hann hefur aðeins tvisvar fengið tækifæri með aðalliði Real Madrid og var lánaður til Heerenveen í Hollandi í upphafi ársins. Þar hefur hann samtals spilað tíu leiki til þessa. „Leikmennirnir sem ég valdi nýtast betur í leik gegn Norður-Írlandi á útivelli,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í gær. „Það er þó ekkert útilokað fyrir framtíðina,“ sagði hann enn fremur um stöðu Ödegaard. „Maður verður að velja þann sem eru best til þess fallnir að spila. Það gæti líka verið betra fyrir Ödegaard að spila í 90 mínútur með U-21 liðinu en að sitja á bekknum með A-liðinu.“Hér má sjá fyrsta landsliðshóp Lagerbäck með Noregi: Markverðir: Rune Almenning Jarstein, André Hansen, Ørjan Nyland. Varnarmenn: Jonas Svensson, Omar Elabdellaoui, Fredrik Semb Berge, Vegar Eggen Hedenstad, Jørgen Skjelvik, Gustav Valsvik, Even Hovland, Tore Reginiussen. Miðjumenn: Sander Berge, Jo Inge Berget, Veton Berisha, Mats Møller Dæhli, Mohamed Elyounoussi, Markus Henriksen, Stefan Johansen, Anders Konradsen, Håvard Nordtveit. Sóknarmenn: Adama Diomande, Tarik Elyounoussi, Joshua King, Alexander Søderlund. Fótbolti Tengdar fréttir Landsliðsstjarna Noregs vonar að Lagerbäck herði leikmenn Leikmenn norska landsliðsins hafa verið of mjúkir og almennilegir inni á vellinum. 14. mars 2017 12:30 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Lars Lagerbäck, nýr landsliðsþjálfari Noregs, valdi ekki ungstirnið Martin Ödegaard í sinn fyrsta leikmannahóp. Noregur mætir Norður-Írlandi á útivelli í næstu viku en Norðmenn hafa unnið aðeins einn af fyrstu þremur leikjum sínum í riðlinum. Hann valdi alls 24 leikmenn í hópinn en Ödegaard mun þess í stað spila með U-21 liði Noregs á sama tíma. Ödegaard er átján ára en sló í gegn fyrir þremur árum síðan er hann varð yngsti leikmaður norsku úrvasdeildarinnar og norska landsliðsins. Stærstu félög heims slógust um hann en hann ákvað að semja við Real Madrid og gekk í raðir spænska stórveldisins árið 2015. Sjá einnig: Landsliðsstjarna Noregs vonar að Lagerbäck herði leikmenn Hann hefur aðeins tvisvar fengið tækifæri með aðalliði Real Madrid og var lánaður til Heerenveen í Hollandi í upphafi ársins. Þar hefur hann samtals spilað tíu leiki til þessa. „Leikmennirnir sem ég valdi nýtast betur í leik gegn Norður-Írlandi á útivelli,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í gær. „Það er þó ekkert útilokað fyrir framtíðina,“ sagði hann enn fremur um stöðu Ödegaard. „Maður verður að velja þann sem eru best til þess fallnir að spila. Það gæti líka verið betra fyrir Ödegaard að spila í 90 mínútur með U-21 liðinu en að sitja á bekknum með A-liðinu.“Hér má sjá fyrsta landsliðshóp Lagerbäck með Noregi: Markverðir: Rune Almenning Jarstein, André Hansen, Ørjan Nyland. Varnarmenn: Jonas Svensson, Omar Elabdellaoui, Fredrik Semb Berge, Vegar Eggen Hedenstad, Jørgen Skjelvik, Gustav Valsvik, Even Hovland, Tore Reginiussen. Miðjumenn: Sander Berge, Jo Inge Berget, Veton Berisha, Mats Møller Dæhli, Mohamed Elyounoussi, Markus Henriksen, Stefan Johansen, Anders Konradsen, Håvard Nordtveit. Sóknarmenn: Adama Diomande, Tarik Elyounoussi, Joshua King, Alexander Søderlund.
Fótbolti Tengdar fréttir Landsliðsstjarna Noregs vonar að Lagerbäck herði leikmenn Leikmenn norska landsliðsins hafa verið of mjúkir og almennilegir inni á vellinum. 14. mars 2017 12:30 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Landsliðsstjarna Noregs vonar að Lagerbäck herði leikmenn Leikmenn norska landsliðsins hafa verið of mjúkir og almennilegir inni á vellinum. 14. mars 2017 12:30