Lagerbäck valdi ekki Ödegaard í fyrsta landsliðshópinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. mars 2017 13:34 Lars Lagerbäck er búinn að skipta úr íslensku fánalitunum í þá norsku. Vísir/AFP Lars Lagerbäck, nýr landsliðsþjálfari Noregs, valdi ekki ungstirnið Martin Ödegaard í sinn fyrsta leikmannahóp. Noregur mætir Norður-Írlandi á útivelli í næstu viku en Norðmenn hafa unnið aðeins einn af fyrstu þremur leikjum sínum í riðlinum. Hann valdi alls 24 leikmenn í hópinn en Ödegaard mun þess í stað spila með U-21 liði Noregs á sama tíma. Ödegaard er átján ára en sló í gegn fyrir þremur árum síðan er hann varð yngsti leikmaður norsku úrvasdeildarinnar og norska landsliðsins. Stærstu félög heims slógust um hann en hann ákvað að semja við Real Madrid og gekk í raðir spænska stórveldisins árið 2015. Sjá einnig: Landsliðsstjarna Noregs vonar að Lagerbäck herði leikmenn Hann hefur aðeins tvisvar fengið tækifæri með aðalliði Real Madrid og var lánaður til Heerenveen í Hollandi í upphafi ársins. Þar hefur hann samtals spilað tíu leiki til þessa. „Leikmennirnir sem ég valdi nýtast betur í leik gegn Norður-Írlandi á útivelli,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í gær. „Það er þó ekkert útilokað fyrir framtíðina,“ sagði hann enn fremur um stöðu Ödegaard. „Maður verður að velja þann sem eru best til þess fallnir að spila. Það gæti líka verið betra fyrir Ödegaard að spila í 90 mínútur með U-21 liðinu en að sitja á bekknum með A-liðinu.“Hér má sjá fyrsta landsliðshóp Lagerbäck með Noregi: Markverðir: Rune Almenning Jarstein, André Hansen, Ørjan Nyland. Varnarmenn: Jonas Svensson, Omar Elabdellaoui, Fredrik Semb Berge, Vegar Eggen Hedenstad, Jørgen Skjelvik, Gustav Valsvik, Even Hovland, Tore Reginiussen. Miðjumenn: Sander Berge, Jo Inge Berget, Veton Berisha, Mats Møller Dæhli, Mohamed Elyounoussi, Markus Henriksen, Stefan Johansen, Anders Konradsen, Håvard Nordtveit. Sóknarmenn: Adama Diomande, Tarik Elyounoussi, Joshua King, Alexander Søderlund. Fótbolti Tengdar fréttir Landsliðsstjarna Noregs vonar að Lagerbäck herði leikmenn Leikmenn norska landsliðsins hafa verið of mjúkir og almennilegir inni á vellinum. 14. mars 2017 12:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira
Lars Lagerbäck, nýr landsliðsþjálfari Noregs, valdi ekki ungstirnið Martin Ödegaard í sinn fyrsta leikmannahóp. Noregur mætir Norður-Írlandi á útivelli í næstu viku en Norðmenn hafa unnið aðeins einn af fyrstu þremur leikjum sínum í riðlinum. Hann valdi alls 24 leikmenn í hópinn en Ödegaard mun þess í stað spila með U-21 liði Noregs á sama tíma. Ödegaard er átján ára en sló í gegn fyrir þremur árum síðan er hann varð yngsti leikmaður norsku úrvasdeildarinnar og norska landsliðsins. Stærstu félög heims slógust um hann en hann ákvað að semja við Real Madrid og gekk í raðir spænska stórveldisins árið 2015. Sjá einnig: Landsliðsstjarna Noregs vonar að Lagerbäck herði leikmenn Hann hefur aðeins tvisvar fengið tækifæri með aðalliði Real Madrid og var lánaður til Heerenveen í Hollandi í upphafi ársins. Þar hefur hann samtals spilað tíu leiki til þessa. „Leikmennirnir sem ég valdi nýtast betur í leik gegn Norður-Írlandi á útivelli,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í gær. „Það er þó ekkert útilokað fyrir framtíðina,“ sagði hann enn fremur um stöðu Ödegaard. „Maður verður að velja þann sem eru best til þess fallnir að spila. Það gæti líka verið betra fyrir Ödegaard að spila í 90 mínútur með U-21 liðinu en að sitja á bekknum með A-liðinu.“Hér má sjá fyrsta landsliðshóp Lagerbäck með Noregi: Markverðir: Rune Almenning Jarstein, André Hansen, Ørjan Nyland. Varnarmenn: Jonas Svensson, Omar Elabdellaoui, Fredrik Semb Berge, Vegar Eggen Hedenstad, Jørgen Skjelvik, Gustav Valsvik, Even Hovland, Tore Reginiussen. Miðjumenn: Sander Berge, Jo Inge Berget, Veton Berisha, Mats Møller Dæhli, Mohamed Elyounoussi, Markus Henriksen, Stefan Johansen, Anders Konradsen, Håvard Nordtveit. Sóknarmenn: Adama Diomande, Tarik Elyounoussi, Joshua King, Alexander Søderlund.
Fótbolti Tengdar fréttir Landsliðsstjarna Noregs vonar að Lagerbäck herði leikmenn Leikmenn norska landsliðsins hafa verið of mjúkir og almennilegir inni á vellinum. 14. mars 2017 12:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira
Landsliðsstjarna Noregs vonar að Lagerbäck herði leikmenn Leikmenn norska landsliðsins hafa verið of mjúkir og almennilegir inni á vellinum. 14. mars 2017 12:30