Støjberg fagnaði hertri innflytjendastefnu með tertu Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2017 11:36 Inger Støjberg er ráðherra innflytjendamála í Danmörku. Vísir/AFP Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála í Danmörku, fagnaði því á þriðjudag að hafa náð í gegn fimmtugustu aðgerðinni í ráðherratíð sinni sem miðar að því að herða innflytjendalöggjöf í landinu. Støjberg birti mynd af sjálfri sér á Facebook á þriðjudag þar sem hún sést haldandi á tertu með dönskum fána, tölunni 50 og ávöxtum og hefur ráðherrann nú sætt gagnrýni fyrir birtingu myndarinnar. „Í dag náði ég í gegn 50. breytinguna til að herða stjórn á innflutningi fólks. Þessu verður að fagna!“ sagði ráðherrann.Á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar eru meðal annars auknar tungumálakröfur, möguleika á að handtaka hælisleitendur á meðan verið sé að bera kennsl á þá og möguleikann á að fara fram á að hælisleitendur láti af hendi verðmæti, líkt og skartgripi, til að standa straum af uppihaldi þeirra í Danmörku. Á samfélagsmiðlum hafa margir gagnrýnt ráðherrann fyrir myndina og segja hana ósmekklega. Støjberg segir þó í samtali við Ekstrabladet að það sé fullkomlega eðlilegt að fagna pólitískum sigrum. Skopmyndateiknari Politiken hefur birt mynd á Twitter af stúlku á flótta án handleggja við hlið Støjberg með textanum „Engir handleggir – engin terta“.#støjberg #dkpol pic.twitter.com/pNrl3lelkl— ytournel (@ytournel) March 15, 2017 Rauði krossinn í Danmörku hefur einnig birt eigin tertumynd þar sem fólk er hvatt til að gefa fimmtíu danskar krónur með því að senda sms-ið „kage“, eða „terta“ í söfnunarnúmer og styðja þannig fórnarlömb stríðsins í Sýrlandi. Støjberg bendir á að meirihluti danska þingsins hafi greitt atkvæði með þessari hertu innflytjendastefnu og að með henni megi auka framlög til hjálparstarfs. „Ég hef margoft sagt að við ætlum að takmarka innflutning fólks, og þar sem þetta hefur nú tekist, þá getum við lagt milljarð [danskra] króna í hjálparstarf á nærsvæðum. Þannig að ef ég starfaði hjá Rauða krossinum þá myndi ég fagna því að milljarður króna bætist við,“ segir Støjberg við Ekstrabladet. Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála í Danmörku, fagnaði því á þriðjudag að hafa náð í gegn fimmtugustu aðgerðinni í ráðherratíð sinni sem miðar að því að herða innflytjendalöggjöf í landinu. Støjberg birti mynd af sjálfri sér á Facebook á þriðjudag þar sem hún sést haldandi á tertu með dönskum fána, tölunni 50 og ávöxtum og hefur ráðherrann nú sætt gagnrýni fyrir birtingu myndarinnar. „Í dag náði ég í gegn 50. breytinguna til að herða stjórn á innflutningi fólks. Þessu verður að fagna!“ sagði ráðherrann.Á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar eru meðal annars auknar tungumálakröfur, möguleika á að handtaka hælisleitendur á meðan verið sé að bera kennsl á þá og möguleikann á að fara fram á að hælisleitendur láti af hendi verðmæti, líkt og skartgripi, til að standa straum af uppihaldi þeirra í Danmörku. Á samfélagsmiðlum hafa margir gagnrýnt ráðherrann fyrir myndina og segja hana ósmekklega. Støjberg segir þó í samtali við Ekstrabladet að það sé fullkomlega eðlilegt að fagna pólitískum sigrum. Skopmyndateiknari Politiken hefur birt mynd á Twitter af stúlku á flótta án handleggja við hlið Støjberg með textanum „Engir handleggir – engin terta“.#støjberg #dkpol pic.twitter.com/pNrl3lelkl— ytournel (@ytournel) March 15, 2017 Rauði krossinn í Danmörku hefur einnig birt eigin tertumynd þar sem fólk er hvatt til að gefa fimmtíu danskar krónur með því að senda sms-ið „kage“, eða „terta“ í söfnunarnúmer og styðja þannig fórnarlömb stríðsins í Sýrlandi. Støjberg bendir á að meirihluti danska þingsins hafi greitt atkvæði með þessari hertu innflytjendastefnu og að með henni megi auka framlög til hjálparstarfs. „Ég hef margoft sagt að við ætlum að takmarka innflutning fólks, og þar sem þetta hefur nú tekist, þá getum við lagt milljarð [danskra] króna í hjálparstarf á nærsvæðum. Þannig að ef ég starfaði hjá Rauða krossinum þá myndi ég fagna því að milljarður króna bætist við,“ segir Støjberg við Ekstrabladet.
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira