Støjberg fagnaði hertri innflytjendastefnu með tertu Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2017 11:36 Inger Støjberg er ráðherra innflytjendamála í Danmörku. Vísir/AFP Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála í Danmörku, fagnaði því á þriðjudag að hafa náð í gegn fimmtugustu aðgerðinni í ráðherratíð sinni sem miðar að því að herða innflytjendalöggjöf í landinu. Støjberg birti mynd af sjálfri sér á Facebook á þriðjudag þar sem hún sést haldandi á tertu með dönskum fána, tölunni 50 og ávöxtum og hefur ráðherrann nú sætt gagnrýni fyrir birtingu myndarinnar. „Í dag náði ég í gegn 50. breytinguna til að herða stjórn á innflutningi fólks. Þessu verður að fagna!“ sagði ráðherrann.Á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar eru meðal annars auknar tungumálakröfur, möguleika á að handtaka hælisleitendur á meðan verið sé að bera kennsl á þá og möguleikann á að fara fram á að hælisleitendur láti af hendi verðmæti, líkt og skartgripi, til að standa straum af uppihaldi þeirra í Danmörku. Á samfélagsmiðlum hafa margir gagnrýnt ráðherrann fyrir myndina og segja hana ósmekklega. Støjberg segir þó í samtali við Ekstrabladet að það sé fullkomlega eðlilegt að fagna pólitískum sigrum. Skopmyndateiknari Politiken hefur birt mynd á Twitter af stúlku á flótta án handleggja við hlið Støjberg með textanum „Engir handleggir – engin terta“.#støjberg #dkpol pic.twitter.com/pNrl3lelkl— ytournel (@ytournel) March 15, 2017 Rauði krossinn í Danmörku hefur einnig birt eigin tertumynd þar sem fólk er hvatt til að gefa fimmtíu danskar krónur með því að senda sms-ið „kage“, eða „terta“ í söfnunarnúmer og styðja þannig fórnarlömb stríðsins í Sýrlandi. Støjberg bendir á að meirihluti danska þingsins hafi greitt atkvæði með þessari hertu innflytjendastefnu og að með henni megi auka framlög til hjálparstarfs. „Ég hef margoft sagt að við ætlum að takmarka innflutning fólks, og þar sem þetta hefur nú tekist, þá getum við lagt milljarð [danskra] króna í hjálparstarf á nærsvæðum. Þannig að ef ég starfaði hjá Rauða krossinum þá myndi ég fagna því að milljarður króna bætist við,“ segir Støjberg við Ekstrabladet. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála í Danmörku, fagnaði því á þriðjudag að hafa náð í gegn fimmtugustu aðgerðinni í ráðherratíð sinni sem miðar að því að herða innflytjendalöggjöf í landinu. Støjberg birti mynd af sjálfri sér á Facebook á þriðjudag þar sem hún sést haldandi á tertu með dönskum fána, tölunni 50 og ávöxtum og hefur ráðherrann nú sætt gagnrýni fyrir birtingu myndarinnar. „Í dag náði ég í gegn 50. breytinguna til að herða stjórn á innflutningi fólks. Þessu verður að fagna!“ sagði ráðherrann.Á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar eru meðal annars auknar tungumálakröfur, möguleika á að handtaka hælisleitendur á meðan verið sé að bera kennsl á þá og möguleikann á að fara fram á að hælisleitendur láti af hendi verðmæti, líkt og skartgripi, til að standa straum af uppihaldi þeirra í Danmörku. Á samfélagsmiðlum hafa margir gagnrýnt ráðherrann fyrir myndina og segja hana ósmekklega. Støjberg segir þó í samtali við Ekstrabladet að það sé fullkomlega eðlilegt að fagna pólitískum sigrum. Skopmyndateiknari Politiken hefur birt mynd á Twitter af stúlku á flótta án handleggja við hlið Støjberg með textanum „Engir handleggir – engin terta“.#støjberg #dkpol pic.twitter.com/pNrl3lelkl— ytournel (@ytournel) March 15, 2017 Rauði krossinn í Danmörku hefur einnig birt eigin tertumynd þar sem fólk er hvatt til að gefa fimmtíu danskar krónur með því að senda sms-ið „kage“, eða „terta“ í söfnunarnúmer og styðja þannig fórnarlömb stríðsins í Sýrlandi. Støjberg bendir á að meirihluti danska þingsins hafi greitt atkvæði með þessari hertu innflytjendastefnu og að með henni megi auka framlög til hjálparstarfs. „Ég hef margoft sagt að við ætlum að takmarka innflutning fólks, og þar sem þetta hefur nú tekist, þá getum við lagt milljarð [danskra] króna í hjálparstarf á nærsvæðum. Þannig að ef ég starfaði hjá Rauða krossinum þá myndi ég fagna því að milljarður króna bætist við,“ segir Støjberg við Ekstrabladet.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira