Engin heilbrigð stefna í málefnum heilabilaðra Sveinn Arnarsson skrifar 17. mars 2017 07:00 Næstum öll vestræn ríki hafa sett sér stefnu í málefnum heilabilaðra. Ísland er eitt fárra landa sem ekki hafa sett sér stefnu í málefnum heilabilaðra sjúklinga en þörf er á slíkri stefnu að mati Landspítalans til að draga úr vaxandi kostnaði við sjúklingahópinn. Meðallegutími á sérdeild fyrir einstaklinga með heilabilun á Landakoti í fyrra var 55 dagar en aðeins tvær til þrjár vikur á samsvarandi deildum á Norðurlöndum. „Ísland er eitt fárra vestrænna landa sem ekki hafa lagt fram stefnu í málaflokknum sem fer sístækkandi. Á Landspítala höfum við mikinn metnað fyrir eflingu þjónustu við þennan mikilvæga en viðkvæma sjúklingahóp og rekum sérstaka heilabilunareiningu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Þjónusta við þennan hóp og fjölskyldur þeirra er að líkindum ekki undir 10 milljörðum króna á ári. „Það er mikilvægt út frá kostnaðarsjónarmiði að móta stefnu í þessum málaflokki, en þó fyrst og síðast þjónar það hagsmunum sjúklinganna og fjölskyldna þeirra. Þessi staða kallar á fjölbreyttar lausnir og við þurfum sérstaklega að horfa til þess að unnt verði að þjónusta þessa einstaklinga sem mest utan spítala.“ Í umsögn Landspítalans um þingsályktunartillögu þingmanna Samfylkingar er bent á að kostnaður vegna heilabilunar á heimsvísu er risavaxinn og talinn meiri en af krabbameinum og hjartasjúkdómum til samans. Eykst kostnaðurinn vegna fjölgunar sjúklinga og dýrari þjónustu við hvern sjúkling. „Ísland er eina Norðurlandaþjóðin og ein örfárra Evrópuþjóða sem ekki hefur markað sér stefnu varðandi þennan sjúklingahóp. Þetta er vandi sem þarf að takast á við,“ segir Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar. „Hér er bæði um sjúkdóm einstaklinga að ræða og sjúkdóm sem leggst mjög hart á fjölskyldur þeirra sem greinast með heilabilun. Við höfum ekki markað okkur þessa stefnu og hvernig við verjum fjármagni í málaflokknum. Við sem þjóð ættum að gera mun betur í þessum málaflokki.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Ísland er eitt fárra landa sem ekki hafa sett sér stefnu í málefnum heilabilaðra sjúklinga en þörf er á slíkri stefnu að mati Landspítalans til að draga úr vaxandi kostnaði við sjúklingahópinn. Meðallegutími á sérdeild fyrir einstaklinga með heilabilun á Landakoti í fyrra var 55 dagar en aðeins tvær til þrjár vikur á samsvarandi deildum á Norðurlöndum. „Ísland er eitt fárra vestrænna landa sem ekki hafa lagt fram stefnu í málaflokknum sem fer sístækkandi. Á Landspítala höfum við mikinn metnað fyrir eflingu þjónustu við þennan mikilvæga en viðkvæma sjúklingahóp og rekum sérstaka heilabilunareiningu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Þjónusta við þennan hóp og fjölskyldur þeirra er að líkindum ekki undir 10 milljörðum króna á ári. „Það er mikilvægt út frá kostnaðarsjónarmiði að móta stefnu í þessum málaflokki, en þó fyrst og síðast þjónar það hagsmunum sjúklinganna og fjölskyldna þeirra. Þessi staða kallar á fjölbreyttar lausnir og við þurfum sérstaklega að horfa til þess að unnt verði að þjónusta þessa einstaklinga sem mest utan spítala.“ Í umsögn Landspítalans um þingsályktunartillögu þingmanna Samfylkingar er bent á að kostnaður vegna heilabilunar á heimsvísu er risavaxinn og talinn meiri en af krabbameinum og hjartasjúkdómum til samans. Eykst kostnaðurinn vegna fjölgunar sjúklinga og dýrari þjónustu við hvern sjúkling. „Ísland er eina Norðurlandaþjóðin og ein örfárra Evrópuþjóða sem ekki hefur markað sér stefnu varðandi þennan sjúklingahóp. Þetta er vandi sem þarf að takast á við,“ segir Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar. „Hér er bæði um sjúkdóm einstaklinga að ræða og sjúkdóm sem leggst mjög hart á fjölskyldur þeirra sem greinast með heilabilun. Við höfum ekki markað okkur þessa stefnu og hvernig við verjum fjármagni í málaflokknum. Við sem þjóð ættum að gera mun betur í þessum málaflokki.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira